Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Svefn venja

Ég setti Sebas í rúmið, setti einhvern random bangsa með honum, hann faðmaði hann án þess að vita frekari deili á honum. Ég bauð honum góða nótt og hann svaraði í sömu mynt.

Þar sem ég var að yfirgefa herbergið stoppaði hann mig.

,,papá! loka hurðinni"

Ég hallaði hurðinni og þar við sat.

Ég kíkti á hann skömmu síðar og sá að hann sat uppréttur og var eitthvað að pæla í þessum bangsa. Enda í fyrsta sinn sem mér datt í hug að nota þetta klassíska bangsa trix. Honum virtist líka það vel. Spurning um að kaupa einhvern spiderman bangsa fyrir hann.


Take the tape out NOW!

Næ í drenginn á eftir. Það verður kátt á hjalla. Þessa vikuna er ég með hann miðvikudag og svo alla helgina. Í næstu viku er það miðvikudagur og fimmtudagur og ekki helgi. Við erum að fikra okkur áfram á þessari skiptingu, virðist ganga framar vonum eins og er.

Í öðrum fréttum er það helst að ég niðurhlóð Ice-T home invasion og Cypress Hill. Gerði það fyrir Pétur því honum fannst það vanta í ipoddinn minn á rúntinum. Hann var rappari þegar hann var yngri og að ég held þá var home invasion sennilega annar diskurinn sem hann keypti ever.

Sá fyrsti var AC/DC Live!

Þess má geta að minn fyrsti diskur var Master of Puppets. Ég átti ekki einu sinni geislaspilara samt fannst mér ég þurfa að eiga þennan disk. Needless to say þá var kata systir orðin gráhærð á skömmum tíma þar sem ég þurfti að stelast í hennar græjur og spila diskinn inn í hennar herbergi. Ekki vinsælt skildist mér.


Villupúki

Vil bara koma á framfæri soldlu sem ég hef eiginlega aldrei minnst á en alltaf ætlað að árétta.

Fyrir þá sem ekki þekkja mig (allir nema kannski 4) þá á ég það til að taka mér bessaleyfi fyrir allskonar hlutum. Alhæfa og slíkt þegar best lætur við.

En það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja frá. Punkturinn í þessari færslu er að gefa crucial upplýsingar um mikilvægi færslna.

Þið getið alltaf séð hve mikið mér er niðri fyrir varðandi það stöff sem ég skrifa um útfrá fjölda stafsetningavillna.

Ef mér er heitt í hamsi eða passionate yfir einhverju þá má yfirleitt gefa sér að það læðist allavega nokkur hundruði villna í efnið.

Þá er ég bara í ham og nenni ekki að vanda mig.

Svo ætti líka að vera augljóst að ég tek mér laxnessleyfi á ýmsum orðum og skrifa þau eftir eigin háttarlagi. Orð eins og dreingur, einginn, soldill, uppá, íllur(með Í ekki i) og slíkt sem mér finnst lúkka betur.

Hins vegar öll mistök með af/að eða fjölda n-a í orðum er algjörlega óviljandi og skrifast á vanþekkingu mína eða skort á áhuga á íslenskri stafsetningu.

Eitt að lokum. Mér finnst við ættum að hafa þrjú l í gangi. Það er nefnilega hægt að segja ,,hala" eins og belja er með hala. Svo er hægt að segja ,,Halla" eins og í beygingunni ,,um Halla"....(hér er Halli, um Halla, frá Halla...). Að lokum er hægt að segja Halla eins og kvennmannsnafnið Halla.

Síðasta dæmið ætti, finnst mér, að vera með þrem lll-um.

ps. ef stafrófið væri lengra, myndi meining orðana dýpka?


Plen

Sofna kl 02:30 - Check
Vakna kl 05:20 - Check
gkg Æfing kl 6 - Check
Vinna Stigameistarann í púttkeppni kl 07:30 - Check-a-rúní
Vera hress kl 08:00 - Check-ó-slóvakía

Fór sem sagt á æfingu kl 6 í morgun. Það var erfitt að vakna í þetta sinn. En það tókst, rétt svo. Vorum mikið í pitchum og slíku. 30m-50m-70m og svo smá trix/tækni æfingar. Mikið fjör.

Svo fóru allir nema ég og Alfreð.

Við byrjuðum á að taka vipp og einpútt keppni, 18 holur. Hann endaði á -2 og ég var á E þegar ég átti eina eftir. Ég fékk að binda fyrir augun og þá gilti það tvöfalt svo ég ætti möguleika. Missti með 2cm og endaði því á Steven Seagal eins og það heitir(Even Steven).

Refsingin var að sippa 100 sinnum með sippubandi á fullu. Hafði ekki sippað síðan ég var lítil stelpa á Blönduósi með fléttur. Það tók á.

Tôkum svo 18 holu púttkeppni þar sem Íslandsmeistarinn marði Stigameistarann. Það var stál í stál og hart barist en ég þurfti að setja meters pútt í á átjándu holu fyrir sigrinum. Svellkaldur setti ég það í miðja holuna þrátt fyrir góða tilraun Stigameistarans við að taka Íslandsmeistarann á taugum. Skorið var -5 á móti -4, en hringurinn var nokkuð flott settur upp að þessu sinni, góðar lengdir á holunum.

Hann fékk að taka nokkra tugi magaæfinga(kviðæfinga) fyrir vikið í refsingu.


Cliffarinn

Ég er búinn að vera í rúmlega einn og hálfan mánuð að reyna að fatta hvað ein hljómsveit heitir. Hún er íslensk og átti eitt vinsælt lag í sumar eða haust.

Það er svo fullnægjandi að fatta það skyndilega án nokkurrar áreynslu.

Núna kom það allt í einu út úr blámanum einum og hálfum mánuði síðar.

Friggin Cliff Clavin mar.

Þeir eiga lagið Midnight getaways. sem er hressandi.


Ný könnun

Arnór var klárlega maður mótsins skv síðustu könnun. Björgvin kom næstur en Sturla finnst mér eins og hafi gjörsigrað þetta andlega. Hann átti sterkan lokasprett af núll atkvæðum.

on a side note, mér fannst hann bara svo massa fyndinn leikmaður. Hann var eitthvað svo stoltur að koma inn á. Setti hökuna í bringuna og leysti inn á línuna sem óður væri. Ekki ólíkur hlaupastíll og Pétur Jóhann. Hlaupastíll sem gengur undir nafninu Chicken Mcspígspor.

Allavega, það er komin ný könnun.

Hvað er Betz? eða Bezt eða best. Fer alveg eftir því hve svalur þú vilt vera á því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband