Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
16.2.2010 | 15:55
sljéppur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010 | 00:32
RIP da pussy
Mamma fór með vonda köttinn sem stal matnum hans Pjakks til dýralæknis. Hann var ekki merktur þannig að núna hvílir hann með jimi hendrix sér á vinstri hlið og Omar Sharif á þeirri hægri.
Kemur á daginn að þau þekktu hann samt. Þetta var villiköttur sem hafði verið ráfandi um Garðabæ í dágóðan tíma. Aðrir kéttir verða fegnir að vera lausir við hann að sögn.
Hann var orðinn helmassaður á lífinu á götunni. Hann klárlega barðist með kjafti og klóm til að fá sér í svanginn hér og þar. Þetta var hörkukisi sem kallaði ekki allt ömmu sína. Mamma átti í erfiðleikum með að láta hann í búrið.
Ég eiginlega vorkenni honum smá. Aleinn á götunni og engum þótti vænt um hann. Hann er reyndar ekki farinn ennþá. Hann er núna á dauðadeildinni hjá dýralækninum í Garðabæ. Dead puss walking.
RIP ljóti vondi köttur
Vonandi fara göturnar í kisuríki betur með þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 16:04
himinn og haf opnast
Það er allt að gerast í dag.
-Tvær nýjar bækur að detta í hús sem ég er búinn að vera bíða eftir síðan eistun gengu niður. Keith Richards ævisagan og Mötley crue sagan.
-Fæ kannski að prófa Titleist 695 mb í vikunni að sögn.
-Og svo það mikilvægasta........ég dánaði tveim bollum áðan.
Ef ég myndi dramatíska ljóðið sem ég er að hugsa um akkurat núna þá myndi ég skrifa það hér og nú. En þar sem ég man aldrei hvernig það er þá læt ég nægja einn gamlan og góðan brandara sem dramatic exitlude á þessari mikilvægu færslu.
Did you hear about the agnostic dyslexic insomniac?
He lay awake all night wondering if there really is a Dog !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 11:48
Afmæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2010 | 11:23
Stórtíðindi!
Það var að berast í hús stórfrétt frá lundinum. Pabba tókst að klófesta vonda köttinn sem stelur alltaf matnum hans Pjakks. Þau heyrðu hljóð í nótt, þegar kötturinn fór inn um lúguna hans Pjakks.
Þau kipptu í spottann og fallhlerinn sem pabbi hafði hannað fyrir allnokkru lokaðist. Vondi kötturinn lokaðist þá inni og mamma kom honum í búr og ætlar með hann til dýralæknis þar sem hann er ekki með ól.
Roaslegt alveg hreint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 11:57
Tyrone fannst of gaman að gista á hótelum að mati Latoyu, konu Tyrones
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 11:06
draumur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 11:05
part 2
Hef sjaldan verið jafn eftir mig eftir eitt ferðalag. Er ég orðinn svona gamall eða? Kannski bara orðinn of feitur andskoti. Út að hlaupa á morgun.
Gleymdi að segja frá því í gær að ég fór á Greifann. Fékk mér Stallone mínus laukur. Hún var himnesk. Svo góð fannst mér hún vera að ég gat ekki hætt að hrista hausinn af disbelieve. Fólk hafði orð á því.
Fékk mér 12 tommu og gat ekki klárað. Tók restina með mér í doggy bag. Át hana í gærkveldi. Hún var enn himnesk.
Wilsons pitsur eru víst keimlíkar greifapitsunum að sögn. Bakarinn sem var á akureyri hætti þar og tók með sér uppskriftina og byrjaði á wilsons.
Vitneskja sem ég mátti ekki við að vita.
ÚT AÐ HLAUPA.
.....á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2010 | 23:33
Ferðin á heimsenda
Settist uppí bílinn. Setti í gang og byrjaði Road trippið með tónlist í botni. Stoppaði í N1 og lenti aftur á Paolo afgreiðslumanni. Ég hélt fyrst að hann væri frá máralandi en hann var svo hress að ég spjallaði aðeins við hann.
Kemur á daginn að hann er portúgali og er einn hressasti afgreiðslumaður sem ég hef kynnst. Hann kvaddi mig og bað mig góðrar ferðar eins og honum er einum lagið.
Ræsti bílinn aftur með nesti í för og gott skap í fórum eftir samtalið við vin minn.
Fór framhjá Esjurótum. Stoppaði í Borganesi og skellti nýjum þurrkublöðum á bílinn og spjallaði við gamla manninn um veðrið.
Söng hástöfum og týndi röddinni uþb í háa C-inu í ,,hole in my soul" með Aerosmith.
Reyndi að finna gamla staðarskálann en án árangurs. Botnaði ekkert í þessu fyrr en á bakaleiðinni þegar ég fattaði að það var búið að færa veginn fyrir neðan skálann. Duh!
Taldi Vatnsdalshólana á korteri. þeir eru 42.
Kom við á dósinni og heilsaði uppá Afa.
Brenndi inn á Akureyri, þreif bílinn því erfitt var orðið að greina litinn sökum skíts. Fór á Gellunesti og tók tvist.
Tók memory lane á þetta þar sem ég var staddur í vöggu menntaskóla Akureyrensis.
Brunaði svo tilbaka í dag, fann Staðarskála, endurtaldi hólana, ennþá 42.
Málið, eins og þeir segja í sveitinni, dautt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2010 | 08:17
of hress þessi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar