Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
31.1.2010 | 18:50
Brons
Bronsið er fallegt að lit.
Ég horfði einungis á síðustu 5 mínúturnar og þá í hópi eldri borgara. Það var einstakt. Nenni ekki að útskýra af hverju ég var staddur í þannig hópi en það fólk var ekkert síður spennt fyrir þessum leik.
Það var gaman að heyra það fussa og sveia yfir ýmsum hlutum.
Svo var Hreiðar Leví skyndilega kominn í markið og þá brá einni gamalli og spurði hvar töffarinn væri! ,,Er hann að hvíla sig?"
Ég sagði já. ,,Hann Björgvin er að hvíla sig".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 13:52
hressir í baði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 12:48
WW3
Þriðja heimsstyrjöldin byrjaði í síðustu viku. Eða svo virðist allavega vera því það er nánast stríðsástand í lundinum hjá ma&pa.
Þau eiga kött að nafni Pjakkur. Hann er með sína eigin lúgu þar sem hann fer út og inn eins og honum sýnist.
Núna hefur einhver feitur köttur vanið leið sína þar inn einnig og lagt allt heimilislíf í rúst.
Pjakkur er hræddur við hann og feiti stelur matnum hans í þokkabót.
Pabbi hannaði fallhlera til að króa feita köttinn inní þvottahúsi.
Hann er búinn að leiða spotta alla leið úr þvottahúsinu inn í svefnherbergið og heldur í hann þegar hann sefur.
Planið er að vakna við lætin í feita kettinum og kippa í spottann, þá lokast hlerinn og þar með kötturinn inni.
Ná svo í feita og skamma hann duglega í þeirri von um að hann komi ekki aftur.
Gangi öllum aðilum vel segi ég nú bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 16:29
Tveir hressir á kantinum - Life imitating art?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 11:48
er eitthvað sætara en hlæjandi barn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 11:26
Jónsi falsetta
Þeir sem hafa áhuga á sigur rós og jónsa geta hlustað á hann syngja akkústic útgáfur af þrem lögum sem verða á plötunni hans sem kemur út 5.apríl.
Þeim sem ekki hafa áhuga á rödd hans myndi ég ráðleggja að halda sig fjarri neðangreindum link. Nefnilega soldið bert og nakið, örugglega pirrandi fyrir þann sem ekki fílar jónsa á falsettunni einni saman.
http://soundcloud.com/jonsi/jonsi-on-wnyc-soundcheck
on a sidenote......alvöru pródúseruðu útgáfurnar hljóma soldið eins og sing fan bous eða seabear. Sem er fínt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 11:17
Ný könnun
Ný könnun gott fólk. Hver hefur staðið sig best með íslenska liðinu í Austurríki?
Fólk var nokkuð sammála um að vera ósammála með í hvaða sæti liðið myndi lenda. Nokkuð jöfn dreyfing. Flestir spáðu þó 2. og 3. sæti.
allavega, hver er maður mótsins hingað til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 11:08
Draumur
af hverju dreymdi mig Bjössa Alberts! Það var einhver fiesta hjá okkur í húsinu þar sem við árbakkan er á Blönduósi. Nema þetta var handmenntahúsið eins og í gamla daga. Allavega þá var hann að baka pitsu handa okkur í þynnkunni.
Súrt.
Af hverju dreymdi mig Björgvin Smára úr gkg! Ég var staddur í sal þar sem tónleikar áttu að fara fram, sennilega í tónleikasal Kópavogs(eða er ekki eitthvað sem heitir það, whatever). Á sviðinu var maður á píanó og svo Björgvin Smári með bassa um hálsinn. Þeir spiluðu eitthvað klassískt stöff en síminn hringdi hjá einhverjum. Allir pirraðir útí þennan sem gleymdi að setja símann á silent.
Ég fattaði þá að ég þurfti líka að láta minn á silent. Þar sem ég strögglaði við það þá varð konan við hliðina á mér pirruð. Tjélling sirka 38 ára gömul og mjög pirrandi, ekta Tjéeeeelling. Okkar á milli urðu orðaskipti. Draumurinn búinn.
Súrt.
Yfir til þín Esteban!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2010 | 10:59
Rafa Hugo Benitez
Ég fékk símtal í gær frá Rafa Benítez. Eða öllu heldur skilaboð í talhólfið. Hann talaði nkl eins og Rafa nema hvað hann hét Hugo og sagðist vera frá spáni og vera guide. Hann talaði ensku eins og frkv stjóri Liverpool.
Hann var að reyna að ná í mig útaf einhverju en skildi ekki eftir númer til að hringja í.
Ég er gríðarlega spenntur en frústreraður útaf skorti á samtali okkar á milli.
Spurning um að smessa Captain Fantastic og fá númerið hjá Rafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar