Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
4.9.2009 | 23:28
rap hip hop
Er að leita að rap hip hop laginu vinsæla sem hefur verið í spilun í sumar non stop.
Veit ekkert hvað lagið né flytjandi heitir en viðlagið er sirka....
"heyyyy....hóóóó....heyyyyy...hóóóó"
eins og nokkrir séu að hrópa viðlagið.
man ekki meira.
finn það ekki á vinsældarlistum.
Veit einhver hvaða hip hop lög hafa verið vinsæl í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 13:07
lögmál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 10:06
grip
Nýtt grip er málið þessa dagana.
Þar sem tímabilið er að renna sitt skeið þá hef ég gefið Derrick skotleyfi á að breyta því sem hann sér mis í golfinu mínu.
Hann byrjaði á gripinu sem hann telur vera of veikt. Þannig vill hann sjá vinstra handarbakið vefjast meira yfir gripið og þumallinn liggur því meira til hægri en ella. Líka að halda á kylfunni meira í puttunum, og jafnvel skapa tómarúm inní lúkunni í staðin fyrir að halda svona þéttingsfast og kreista allt loft þar út.
Þetta gerir að verkum að við upphafsstöðu finnst mér ég vera að snúa geðveikt uppá vinstri hendina til að halda kylfuhausnum skver og ekki loka honum brjálað.
Þetta gerir aftur að verkum að ég á mjög auðvelt með að draga og húkka boltann og erfitt með að slá í fade og slíkt.
Með þessu gripi, og hence, upphafsstöðu, er ég komin með mun betri upphafspunkt til að byrja sveifluna rétt. Ég skila kylfuhausnum auðveldar á réttan stað í aftursveiflu og finn að kontaktið er meira solid.
Virkar mjög solid og effortless. Með þessu finnst mér ég vera að henda út mörgum quick fixxum sem voru í sveiflunni á mismunandi stöðum í bak og framsveiflu. Þessi heimagerðu quick fix voru þarna til að lagfæra gallana sem fyrir voru/eru. Virkuðu oftast en stundum ekki. Og mikilvægast er að undir pressu, í móti eða slíkt, þá duttu þeir frekar út.
og allt þetta á aðeins um 50 mín session í gær með Derrick. Á eftir að æfa þetta til dauða að sjálfsögðu en fyrsta impression var gott.
Mistökin munu þá verða mikið til vinstri hjá mér. Þegar ég næ ekki rétta mómentinu þá dregst kúlan mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 09:47
smott
Ég og pungurinn erum að dúlla okkur heima í lundinum. Þar sem maður er ekki í sambandi við heiminn í íbúðinni þá er fínt að droppa hér við.
Þurfum að fara í Ikea og tékká þessu rúmi sem ég var að kaupa. Kanna hvort okkur vanti eitthvað stykki. Því þetta meikar ekki sens.
Þurfum lika að kaupa skóhorn og smotterí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 20:39
ikea
Allt gengur sem smurð vél. Allir mjög glaðir. María fílar að vera aftur á Íslandi og fílar Vesturborg. Ég er fjall hress með æfinguna í dag hjá Derrick, sem btw er frábær kennari. Sebas er alltaf glaður hvort eð er.
Mjási var ekki að gúddera fyrstu nóttina í nýju íbúðinni. Mjálmaði mikið og var eirðarlaus.
Reyndi við samsetningu á þessu nýja rúmi sem við keyptum en ég get svarið það, það er eins og það vanti eitt mjög mikilvægt stykki og svo gengu uþb 6 skrúfur og ein járnplata af!
Fokkin Ikea.
Ef þetta væri paint by numbers væri ég búinn að lita frekar mikið út fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2009 | 11:36
ekkert net
Erum flutt inn og erum ekki með netið. Sem er viðurstyggð.
Ætla að fá einhvern pakka frá símanum, net,heimasíma og sjónvarp. Held að það sé enginn munur á þessum fyrirtækjum. Bara einhver titlingaskítur. Þannig að þar sem við erum með gemsana þarna þá bara......síminn.
Fékk tv skáp frá petlernum á spottprís og á heimleiðinni hringdi ég í númer sem ég sá á BL og tékkaði á rúmi. Nennti ekki að pæla meira í þessu og keypti bara rúmið á fimmtíu djííí. Stórfínt. Fór reyndar soldið ílla í flutningunum þar sem ég notaðist við gamla bensann. En hey, who cares.
Gat ekki tjaslað því saman með verkfærin sem ég var með at the time þannig að ég fór í bílskúrinn hans pabba og fékk lánað "skralll". Kann eina góða sögu af mér og fyrstu kynnum af skralli í rarik. Hún kemur síðar.
Vantar s.s. enn sófasett og þvottavél. Og kannski sjónvarp.
Sebastian hafði orð á því hve vel ég ilmaði þar sem ég var að binda hann í barnastólinn. Ég snarhugsaði hve vel mér hafði tekist uppeldið á drengnum. Þá þurfti að hann að loka samræðunni með "ummmmm kúaskítur".......útleggst "el ummmm Caca de la Vaca"
Takk fyrir það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 23:01
sófasett
Okkur vantar soldið af dóti inní íbúðina.
Sófasett
Rúm
Sjónvarp
Þvottavél
Basic stöff. Ef þið viljið losna við eitthvað af slíku þá hafiði samband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 22:59
María
Náði í Maríu útá völl í gærnótt. Það var mikið stuð hjá þeim Minervu útá Ítalíu.
Áttum að fá lyklana að íbúðinni í dag og ég hringdi um kl 11. Þá kom í ljós að pakkið sem þarna leigði hafði ekki enn komið sér út. Eigandinn soldið sorrí yfir því og rak þau áfram. Fengum afhent því bara kl 20 um kvöldið.
Viðbjóðsleg aðkoma. Þau sögðust vera búin að þrífa og slíkt en já, ekki gaman að fá íbúð svona afhenda. Þurftum því að byrja á því að taka alsherjar þrif með pabba sem verkstjóra.
Pungurinn orðinn þreyttur og pirraður þannig að ég sendi Maríu heim í lundinn með hann og við gátum ekki sofið þarna í nótt. Ég og pabbi tókum smá þrif skurk.
Á morgun klára ég svo að þrífa.
Eigandinn bauðst til að slá af verðinu þennan mánuðinn útaf þessu. Flott hjá henni að gera það að fyrrabragði. Annars hefði ég sjálfur beðið um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar