Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
16.6.2009 | 11:01
ma
Allir hérna eru svo búnir á því eitthvað. Fólkið búið að vera að síðan á föstudaginn og komnir með upp í háls. Ekki ég og Sverrir. Við erum hressu gæjarnir núna. Ólmir í stuð og læti. Allir bara, je je been there, done that.
Í gærkveldi var t.d. ekki mikið um að vera. Allir að spara sig fyrir kvöldið í kvöld, sem á að vera það stærsta og besta.
Í gær var það bara dinner hos Loco og frú (bjarni már aka Bjarni sláni). Fengum okkur fyrst pizzu á greifanum, sem btw er besta pizza sem ég hef á ævinni smakkað, 9 tommu Stallone. Svo maturinn hjá loco, pizza aftur. Í dag tökum við borgara held ég bara, í gellunesti.
Svo keila þar sem ég rústaði öllum með 161 skor. Ósk í öðru sæti með sinn fallega stíl.
Svo bara kaffi amor og loks eftirpartí á vistinni fyrir fáa útvalda.
Næturvörðurinn er bara í tvöfaldri vinnu við að halda okkur í skefjum. Hann gengur undir nafninu Pointdexter. Fólk var komið útá gang að kvarta. Sem var bara stuð. 80 ára stúdentar og slíkt. Hljómar ílla en þetta var bara stuð. Allavega hjá okkur.
Það eru komnir núþegar several instant klassískir frasar. Og kódad móment.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 10:54
brakandi
Í gær fékk ég nýtt herbergi og hitti á gamla húsvörðinn sem var yfir okkur í denn. Hann var í stuði og lét mig fá gamla herb. okkar egils. Þessi maður, sem heitir Simmi, var á sínu fyrsta ári sem vaktmaður á vistinni þegar við vorum hér. Blautur á bakvið eyrun.
Hann tjáði mér loks sannleikan á bakvið ýmislegt sem maður vissi ekki þá.
Þar sem þetta var hans fyrsta ár þá fékk hann ráðleggingu frá skólameistaranum, sjálfum Tryggva Gíslasyni, um að láta ólátabelgina á ganginn beint fyrir ofan þar sem þau voru með íbúðina. Til að geta fylgst með þeim.
Hver helduru að hafi verið fyrstur á lista. MOI. Miss missímó ÉG. Tryggvi sagði, láttu þennan í 237. Þetta kemur beint frá simma. Ég bara, vó, var ég virkilega svona rosalegur.
Simmi sagði þá að öll þessi ár sem hann hefur verið húsvörður, hann er það enn, að þá hafi ég verið erfiðastur. Svo fylgdi sögunni í kjölfarið að þetta hafi hann ALDREI gert aftur, ávallt bara látið þá góðu beint fyrir ofan íbúð þeirra hjóna.
Ég man að það var sett alsherjar gítarbann á alla vistina útaf mér og Agli. Hann tók gítarana af okkur. Simmi var ekkert sérstaklega vel liðin þá. En maður skilur þetta núna.
Anyways, núna er ég í gamla herberginu og fann meira að segja merkið okkar Egils í skúffunni í borðinu. Það er þarna ennþá. Tók mynd af því.
SIR & EA 98
Bara verst að það er búið að breyta íbúðinni þeirra fyrir neðan mig í skrifstofur. Annars myndi ég að sjálfsögðu bögga þau non-stop verandi kannski á þriðja breezernum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 13:09
Úrslit
Ég endaði í 22.sæti af 110 í mótinu sem er framar vonum. Topp 40 var markmiðið.
Ánægðastur með að hafa unnið Póskar aftur. Hann í 24 og ég í 22. jeeeee
Ég og svediton brunuðum á akureyri beint eftir hringinn og ég var ekki lengi að krakka upp breezerinn og var í þvílíku stuði alla leiðina að dinho hafði bara aldrei séð slíkt og annað eins. Ég var með nýmjólk sem ég blandaði í bleikan bolla með malibu. Á ferð (sverri til ama). Svo í varmahlíð blandaði ég í tveggja lítra brúsa, sól safa og smirnoff. Drykkur dauðans. Drakk það allt í gær. Hell Yeah!
Tókum snilldar djamm á þetta í íbúð Sidda (aka Sid vicious) sem er staðsett í sjóvá húsinu í miðbænum. Location * 3
Núna er það bara þynnka á vistinni. Snilld að vera aftur kominn þangað. Ég er í 108 sem er bara með vask en engu klósti. Eins og ég segi, vaskur, ruslafata.....nei, nei, hvað geri ég.......ég æli á mitt gólfið í staðin fyrir vaskinn og fer svo bara að sofa. Skemmtilegt að vakna í morgun (lesist hádegi).
Fæ nýtt herb. núna þar sem ég kom með sögu sem útskýrir að þetta hafi ekki verið ég sem ældi, heldur einhver annar......haldiði að þau kaupi það?
Þetta er bara tær snilld.
leiter...ætla að fara að hrynja íða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2009 | 21:01
sæti
Er í sæti 32 af 110 manns og fer út á morgun kl 12:50
Nokkuð ánægður með það og kemur mér verulega á óvart miðað við svona lala frammistöðu.
Fer svo beint eftir hringin til akureyrar með Sverri. Road Trip dauðans með sérsniðinni músíkk a la SIR mixalot.
Verðum þar á 10 ára MA reunión-i-óni. Hrynjum íða á malibu leche og gayzers.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 17:16
SWC
Fór að ráði vinar og keypti diskinn með Sudden Weather Change. Hann heitir "Stop! Handgrenade in the name of Crib Death 'understand?
Hann er að renna í gegn í þessum töluðu.
Sennilega fyrsti diskurinn sem ég kaupi síðan ég keypti Jeff Who fyrir nokkrum árum. Þvílík reginskyssa sem það var. Bara þetta eina fræga lag var gott.
Sjáum til með SWC.
btw, búsaði mig líka upp fyrir Road trippið sem ég og tönnin förum í á morgun eftir hringinn. Keypti meira Malibu, smá smirrnoff og 7 breezer, eða gayzer eins og við kjósum að kalla þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 15:13
Ströggl
Nokkrir topp menn eru að ströggla þarna úti í dag. Kemur mjög á óvart því veðrið er svo hrikalega gott. Bl-bl-bl-bl-BLANKA logn þegar ég spilaði og sól dauðans.
Örn Ævar á +11, Björgvin GKG á +16, Einar Long +14, Einar Haukur +13, Sigurbjörn þorgeirs á +11.
Svona er golfið stundum.
+6 fyrri níu en par seinni níu. Hey! ég vann seinni hálfleikinn...
Ég er núna í 37.sæti af 111. En á eftir að færast eitthvað upp sennilega.
ps. 13.sætið á punktum.....hehe djöfull er ég solid.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 15:04
1.hringur 2.stigamóts GSÍ
+6 í dag í ba-ba-ba-ba-BÓNGÓ blíðu. Inní þessu er einn dobbúl og einn tribble (fimm högg).
Dobbúllinn á annari var útaf lélegu upphafshöggi með blendingnum. Það var ílla slegið og fór í vinstri sveig rétt út fyrir vallarmörk. Par á seinni boltan.
Skollinn á fimmtu var útaf yfirslegnu gríni. Náði ekki að bjarga því svo.
Tribble á níundu vegna þess að ég átti fjarka inn að pinna. Ég ætlaði að feida hann inn en fór of mikið til hægri og rétt slefaði í OB upp við skálann. Sirka í puttalengd út fyrir. Varaboltinn í bönker og 7 staðreynd. Fokkin fade-ið, akkuru ekki bara taka safe normal högg í staðin fyrir að ráðast á pinnan. DEM
skolli á tíundu þar sem ég sló uppað holu úr bönker og ætlaði að tappa inn í staðin fyrir að merkja og klikkaði ílla. Sirka tvö handarbök að lengd þetta pútt. Synd.
Flottur fugl á elleftu.
Þrípútts skolli á tólftu.
Auðveldur fugl á sextándu og ekkert meira markvert svo sum. Kannski jú innáhöggið á sautjándu með blending. Högg dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 16:43
Dýr
Þessi ferð til Akranes var dýr. Eftir góðan hring og æfingu eftir á settist ég upp í bíl og fann ekki lyklana. Leitaði smá en mér til undrunar voru þeir í svissinum. Eitthvað sem ég hef ALDREI gert nokkurn tíman.
Gleyma lyklunum í svissinum allan þennan tíma. Shæt.
Segir bara til um hve einbeittur golfari ég er. Focused.
Ég bara hló og þrusaði af stað...ó nei my friend. Ekki svo gott. Ég hafði líka gleymt þessum fokkin ljósum á. Og fékk ekkert bíp í varúðarskyni.
Bíllinn gjörsamlega rafmagnslaus.
Ég stoppaði einn golfarann og lét hann kapla mig af stað. Ó nei my friend. Ekki svo gott. Bíllinn bara vildi ekki af stað þrátt fyrir kapla start.
Ég þurfti því að hringja á verkstæði sem sendi gæja til mín og hann dró bílinn inná verkstæðið.
Þar fékk hann eitthvað power boost frá þar til gerðu tæki og hann rauk í gang eftir sirka 30 mín hleðslu.
Ég spurði strákin hvað ég skuldaði honum og hann bara. "borga?, uuu okey. Hjalti!!!!! eigum við að rukka hann eitthvað fyrir þetta?".
Hjalti bara "uuuuu okey, bara....sirka....4000kjell."
Þeir ætluðu pottþétt ekkert að rukka mig fyrr en ég álpaðist til að vera góður í mér. Borgar sig ekki að vera góður. Helvíti.
Ég þurfti að skutlast í hraðbanka því enginn var posinn.
Ég brunaði því næst í göngin þar sem ég þurfti að gefa aðeins í upp brekkuna. Leit aðeins af mælinum og fékk strax rautt flash í andlitið. Gripinn á sirka 15-18km hraða yfir hámarki. SEM ER FRIGGIN 70!!!!!!!!!!!!
ÉG LABBA HRAÐAR EN ÞAÐ!!!!!
Ég meina, moðerfrigg.....ég þurfti aðeins að gefa bensanum djús til að komast upp brekkuna. Nei, nei, ég bara flassaður.
Já, þannig að dýr var þessi ferð.
Eins gott að ég bara vinni fokkin mótið til að svara kostnaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 16:30
Krananes
Akranes
Spilaði ágætlega og kom inn á +4 sem er akkurat forgjöfin mín á þessum velli. Allt þokkalegt en púttin mættu nú detta meira. Var búinn að taka æfingardag þar sem ég skaut nokkrum boltum þannig að ég ákvað að taka alvöru dag í dag og fá skor.
Skolli-skolli-par-par-fugl-par-par-skolli-par = +2
skolli-par-par-skolli-skolli-skolli-fugl-fugl-par = +2
Góður endir.
Fyrstu tvær voru fullkomnlega leiknar fyri utan vippin og púttin. Mjög óþarfa skollar þar.
Nelgdi svo 6 metra fugla pútti í á fimmtu á sama tíma og ég var í samræðum við vallarstarfsmann um ástand grínana, sem eru orðin ágæt. Einnig er gaman að segja frá því að núverandi íslandsmeistari, kristján og sigurvegari fyrsta stigamótsins, Maggi Lár voru akkurat að horfa á púttið þar sem þeir ætluðu að hleypa mér framúr á næsta teig.
Aftur lélegt vipp á áttundu orsakaði klaufalegan skolla.
Skaut í vatn á tíundu. Lélegt vipp á þréttándu. Lélegt vipp á fjórtándu. Lélegt pútt á fimmtándu.
Gott vipp á sextándu skapaði svo langþráðan fugl, og loks högg dagsins, brilliant fimma í mótvindi frá 160 mtr smurð, nákvæmlega pin high í eins og hálfs metra fjarlægð frá pinna. Fallegur fugl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 19:40
Para ver resultados
"Golf.is"
"mótaskrá"
buscar la fecha "13.06"
buscar torneo en la fecha,pone "GR GSÍ mótaröðin(2)"
Ahí dentro pulsas "Núverandi staða"
Encuentra mi nombre y ya esta.
Fyrir þá sem ekki skildu þá eru þetta leiðbeiningar til að tékka á stöðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar