Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

hvítur

Fór hring á GKG áðan frá hvítum. Það var ágætur vindur og smá rigning. Bara eins og það gerist best.

Endaði á +4. Again. Það þarf ekkert að meta þetta slope aftur. Ég er bara búinn að því. Ég Á að fá +4 þarna og menn geta sparað sér vinnuna við að meta þetta.

Spilaði ekkert sérstaklega vel en náði að bjarga mér með vippum og púttum frá helvíti.

Held að ég sé loksins kominn á snoðir um lausn á lengdarvandarmálinu dularfulla. Ég var ekki að henda mjöðmunum nægilega mikið fram í framsveiflunni. Var að stoppa mjaðmirnar soldið og hendurnar þal þrusast frammúr og ég beygði allt til vinstri. Sérstaklega járnin.

Mun vinna aðeins í þessu.

par,par,skolli,par,par,par,skolli,skolli,par = +3
skolli,par,par,par,par,par,par,par,par = +1

Það er skemmtilegt að segja frá því að á fjórðu sem er par 3 þá notaði ég eingöngu PW í þessi þrjú högg. Meðvindur og pinninn 117 mtr. Sló 135mtr og gjörsamlega vanmat vindinn. Vippaði þvínæst með sömu kylfu, nokkurskonar bump&run, og tappaði í með pw þar sem ég skildi bara nokkra cm eftir.

Kannski ekki beint skemmtilegt að segja frá því en fróðlegt engu að síður.


Glover

Bömmer. Lucas Glover tók þetta á endanum.

Lefty

Er að horfa á Lefty taka US open. Phil Mikkason er nýbúinn að setja örn í holu og er jafn á -4 eftir sirka 13 holur. Hann tekur þetta pottþétt. Þetta er skrifað í skýin. Konan hans nýbyrjuð að berjast við brjóstkrabbamein og allir kanarnir eru að apeshitta yfir stuðningi við Lefty. Hefði ekki getað verið gert betur í hollywood.

Gaman aðessu.

Horfi á þetta hér

http://www.atdhe.net/6534/watch-us-open-championship-2009


atkvæði

það eru komin 97 atkvæði í kosningu dauðans á hægri hönd. Þetta er rosalegt. Það kemur ný kosning þegar þetta nær 100 kallinum. Úrslit birt og sagan endalausa fær endi.

KOMA SVO LOLCATS

Sá sem verður númer 100 er bestur.


grjóni

Fór í klippingu til Grjóna um daginn og er í rusli. Það var ákveðið að halda sama lúkkinu, sama vibe-inu en bara snyrta aðeins og gera stílhreinna.

Grjóni gjörsamlega rústaði mojóinu og lúkkinu. Köttaði allt of mikið af og skildi mig eftir með clear cut hitler hairdo helvítis.

Hef sjaldan verið jafn óánægður með klippingu, including á spáni.

Það er svona að vera með þetta, og skyndilega vera sviptur the too hot to handle mójói dauðans.

NOT COOL

Gæti hugsanlega leitað annað í næstu klippingu. Farið bara til einhverrar gellu eða eitthvað......Grjóni.....something to think about.


b5

Skemmtana lífið hér er ágætt. Fórum á B5 um helgina og það var stappað sem sardínur í dós. Ótrúlegt að það verða ekki fleiri slagsmál sökum þrengsla. Sáum reyndar fight á vegamótum en það var bara útaf einhverjum gæja sem var að leita eftir því.

B5 sportaði celebum eins og eið smára, hemma hreiðars, audda blö og því krúi öllu. Allir mjög fallegir og vinsælir hjá kvk.

Við gömlu kallarnir létum þetta gott heita kl 5 og tókum exit á senuna með hlöllabombu sem chaser. Sennilega einn besti exitmatur sem ég hef fengið.


folg

ætla í golf á gkg í dag. Æfa svo heil reginar ósköp. Kíkja svo kannski á pedro krúið ef það er komið grænt ljós á það.

Bara tveir dagar í Maríu og Seb, sem er sknilld. Get eiginlega ekki beðið lengur. Er að fara yfir um. Það er ekki mönnum bjóðandi að vera með konu samfleytt í 9 ár og svo allt í einu í mánuð í burtu. Þetta er búið að vera mjög erfitt og eiginlega ómögulegt.

Það sem hefur haldið mér gangandi er golfið og samverustundir með vinum.


LU

Var í umferðinni í dag og hélt að einhver væri að gera grín. Sá engan LU bíl heldur bara einn UL bíl!

Kíkti í kringum mig til að tékka á faldri myndavél.


Þorlákshöfn

Fór hring þar í morgun með pabba. Þetta er minn fyrsti hringur þar í sumar og hann staðfestir það sem ég hef ávallt sagt.

Þetta er eini alvöru keppnisvöllur landsins. Hann skríður yfir 6km og brautirnar mjög þröngar og flottar.

Það er flotta hönnunin á vellinum sem laðar mig að honum. Langar brautir sumar hverjar og mjóar. Hann refsar íllilega ef maður er ekki á braut.

Þó margar brautirnar þarna séu mjög sandaðar þá er hann bara kúl.

Ég spilaði á +6 en fæ 4 högg þannig að þetta voru 34 punktar. Hitaði ekkert upp og fyrsti hringur eftir fyllerí þannig að ég er sáttur.

Pabbi var líka að gera ágætt mót. Reyndar fattaði hann ekki fyrr en á fjórtándu braut að skóreimarnar voru óhnýttar þannig að þetta fór að ganga eftir það......

Borga bara 1000kr fyrir hringin útaf vinavallasamningi við gkg. Lentum ekkert í rigningu en þó góðum vindi, eins og alltaf þarna.

Frábær völlur og sá besti á landinu. Ekki sá fallegasti né best hirti. Sá besti.


LU

Alveg síðan að Pedro átti bíl með númerinu LU eitthvað þá hef ég tekið sérstaklega eftir bílum í umferðinni með slíku númeri.

Þetta er eiginlega ótrúlegt, ég sé alltaf LU bíl, allavega einn, þegar ég er á ferðinni.

Er þetta eðlilegt?

Pétur heldur því fram að þar sem að ég sé með þetta í hausnum þá taki ég meira eftir þannig númerum. Kannski, en þetta er samt of mikið.

Kannski er bara einhver alltaf að elta mig og svo vill til að hann er á LU bíl.

Takið eftir þessu útí umferðinni. Sjáum hvort þið lendið líka í þessu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband