Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
28.6.2009 | 14:31
2.hringur á 3.stigamóti GSÍ
+10 í dag á öðrum hringnum. Þetta var svipað og í gær nema að ég notaði 33 pútt, 5 betur en í gær og að í dag spilaði ég veikur.
Ég fann eftir hringinn í gær hve dauðþreyttur ég var. Ég kom heim og bara svaf eða dottaði yfir Nova TV (MJ session) lungan af deginum sem eftir var. Var búinn á því sökum flensuveiki sem var að taka sig upp.
Vaknaði svo kl 6;30 í morgun frekar slappur. Átti teig kl 8:20 og fannst ég hvorki heill né hálfur maður. Undir það síðasta var ég bara farinn að rugla. Soldið eins og "I have no memory of this place" móment. Það var öll orka úr mér.
En merkilegt hve þetta var orðið autómatískt, var bara í þokumóðu en samt átti ég alveg sæmó högg. Jákvætt.
Ekkert klikkelsi í púttunum í dag, bara ekkert af þessum sem detta duttu. Enginn fugl þó oft og mörgum sinnum hafi ég verið cm frá því. Það er soldið lame.
dobblinn á sjöundu kom bara eftir að gott dræv fór pínu utan brautar og var óheppinn með legu. Náði ekki að drulla honum áfram, fór bara nokkra metra og enn í slæmri legu. Bögg.
Hinn dobblinn var útaf lélegu upphafshöggi sem týndist í einu af þessum sirka 8 blindu upphafshöggum á þessum annars fallega velli.
Er soldið sammála vini mínum Binna Bjarka um að það sé alvarlegur galli á þessum velli. 8 blind högg er ekki góð hönnun. Og enginn forkaddí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 16:44
MJ
Eins fáránlega og það hljómar þá held ég að Michael Jackson hafi verið vanmetinn.
Hef verið að dotta yfir Nova Tv þar sem þeir eru með non-stop vídeó af MJ og þessi lög eru helvíti góð. Meira að segja lélegu lögin, sem maður taldi, eru að gera það.
Hef nú aldrei verið mikill fan en þetta er bara fáránlegt.
Hann er með þetta.
Hann er með húkkinn.
Eða kannski, var.
Besta lagið er klárlega Give in to me með Slash í aðalhlutverki. Kalt mat.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 15:17
1.hringur á 3.stigamóti GSÍ
Spilaði ekki vel í dag. Kom inn á +11 með dobbúl á síðustu.
par,skolli,skolli,skolli,dobbúl,par,par,par,skolli = +6
skolli,skolli,par,skolli,par,par,par,par,dobbúl = +5
Það sem er að hrjá mig er þetta nýja stöff. Það er klárlega ekki nógu langt á veg komið hjá mér til að standa mig vel í móti. Þetta þarf lengri tíma til að byggja upp betra sjálfstraust. Það er eitt að vera kominn með sæmilegt traust á þetta á reinginu en allt annað að vera svona í móti.
4 léleg pútt sem kostuðu mig jafnmörg högg. Klárlega pútt sem hefðu átt að fara oní. Svo voru 2 léleg upphafshögg sem kostuðu jafnmörg högg.
Þarna eru 6 högg og rest er bara óöryggi með nýju sveifluna.
Spilaði með tveim nesurum sem voru mjög fínir. Þeir skoruðu +10 og +17.
Á morgun er svo dagur tvö en ég sé ekki að þetta verði eitthvað mikið betra. Vonandi eitthvað aðeins þó. Það jákvæða er að það er smá tími í næsta mót og gefst mér ágætur tími til að vinna í þessu nýja stöffi.
ps. og þeir sem eru að pæla hvort þetta nýja stöff sé þess virði, eða hvort ég ætti ekki bara að fara í gömlu sveifluna núna, þá er svarið nei. Þetta er klárlega framför, þ.e. þegar hún verður komin í réttan gír.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 16:47
Oddur
Spilaði oddinn aftur í dag í blíðskaparveðri. Byrjaði soldið ílla og fékk 5 skolla á fyrstu níu. Var bara gjörsamlega ekki að lesa línurnar rétt á þessum lélegu grínum. Strokan var fín, bara ekki að gúddera línurnar.
Á seinni níu eru grínin frábær og ég tók það á E. Einn skolli og einn fugl, rest par.
17 pútt á fyrri og 14 á seinni.
Kann sæmilega á völlinn núna og bara bíð spenntur eftir að byrja.
Á teig kl 08:40 og mæti í hraunkotið um 07:20 til að hita upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2009 | 16:43
Jacko
Þetta er rosalegt með Jacko the Whacko. Hann hlýtur að hafa verið eitthvað vinsæll strákurinn því núna daginn eftir andlát hans ruku allar plötur hans upp listana.
Hann á allar fyrstu 15 plöturnar á topp 15. ALLAR. Hann er eini listamaðurinn á topp 15 listanum yfir söluhæstu skífurnar. SÆLLLL
Hann á 20 af 25 söluhæstu plötunum á Amazon.
Þetta er rosalegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 23:55
Bíó
Fór á angeles y demonios með Tommy Hunks. Hún var fín. Spenna frá upphafi til enda. Reyndar búinn að lesa allar bækurnar þannig að.....je whatever.
Djöfull sturtaði ég í mig óhollustu, enda kominn á steypirinn við að fæða skrímsli sem ég mun gefa upp til ættleiðinga niðrí sjó. Allt í samráði við Gustav að sjálfsögðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 17:09
Nokkuð satt
Svona upplifa börn þetta þegar foreldrar kynna nýja barnið til sögunar.
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=8546
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 16:42
Oddur
Oddurinn svíkur aldrei. Þetta er svo fallegur völlur. Svo flott ambíans þarna. Grínin á fyrri níu og seinni eru eins og svart og hvítt.
Á fyrri eru þau hröð en mjög bumpí og með rótum og veseni í bland við grasið. Frekar léleg.
Seinni níu sporta svo snilldar grínum. Frábær.
Völlurinn sem slíkur er ávallt flottur, skipulagið er skemmtilegt og oddfellowar hafa alltaf verið fremstir í flokki með öll smáatriði. Allt er snyrtilegt og fallegt.
Spilaði með Gunnari Hanssyni, einhverjum og svo Ástu Birnu. Það var fínt, Gunnar er heimamaður og sýndi mér aðeins línurnar og slíkt.
btw ég gékk með óbilandi sjálfstraust að stráknum í mótttökunni og sagðist vera gestur hans Gunnars. 3800 smakkerúnís fyrir keppann. Ekkert almúgaverð fyrir mig. Gunnar vissi ekkert af þessu. Hey, I got mine.
Á morgun tek ég svo alvöru hring með einum bolta. Það er allavega stefnan. Í dag var þetta meira nokkrir boltar héðan og þaðan. Hafði aldrei spilað frá hvítum þarna áður. Nokkrar blindar brautir sem maður hafði ekki hugmynd um stefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 16:35
Ný könnun
Það er komin ný könnun í hús. Spurt er, hvað ertu með í forgjöf.
Hin könnunin var komin á hreint þó einungis vantaði 2 atkvæði í 100 marka múrinn.
Hið daglega spænska líf með 44 atkvæði
Golfið með 26 atkvæði
Músik og ráðleggingar með 15 atkvæði
Pirringstal með 10
Lolcats með 3
Lolcats er klárlegur sigurvegari þar sem þetta snérist að sjálfsögðu um að fá sem fæst atkvæði.
Svariði þessari nýju könnun. DO IT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 08:29
Grill hos Tönn
Tók grill hjá Sverri í gær og almennt chill. Frábært veður í gærkveldi en við notuðum það til að hanga fyrir framan national geography stöðina og horfðum á mail order brides frá rússlandi. Enda ekkert vit í því að vera eitthvað að hangsa úti eins og vitleysingar.
Er á leiðinni útá völl Oddfellowa til að spila æfingarhring með Gunnari Hanssyni, Ástu Birnu og Birni kærasta hennar. Djöfull er völlurinn þétt setinn. Það er bara nánast allt uppbókað núna.
Ætla að reyna að bömma mér á völlinn undir þeim formerkjum að ég þekki einn oddfellowa, eins og Gunnar t.d.
Þá kostar hringurinn bara 3800. Fullt verð er 8600 en fyrir Gsí félaga um 6800 held ég. Það munar um að þekkja rétta fólkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar