Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ég var á staðnum

Samt ekki í auganu en í Fuengirola sem er í 20 mín fjarlægð. Það rigndi mjög mikið og snérist svo upp í haglél.

Mikill vindur og Þrumur og eldingar eins og ég hef aldrei séð áður. Greinilegt að kallinn að ofan fékk góða myndavél í jólagjöf því flassið sem myndast við þessar eldingar er rosalegt.


mbl.is Hvirfilvindur í Málaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvirfilbylur

Í gær var stríðsástand á himnum. Það voru þrumur og eldingar og himnafestingin lýstis upp sem flass á 10 sek. fresti eða svo í dágóðan tíma. Svo byrjaði að rigna hagléli. Brilliant. Ég stakk hausnum út og á 0.1 var ég orðinn að þjórsá. Blanda hefði orðið öfundsjúk ef hún hefði séð flóðið sem var á götunum. Snilld.

Í fréttum í dag sagði frá því að það var Hvirfilbylur inní Málaga með tilheyrandi skemmdum og hræðslu. Rosalegt. Hvirfilbylur I tell ya.

Og á morgun er ÉG að fara FERÐAST upp allt friggin landið í 9 til 10 tíma.

Vonandi verður bara meðvindur.

Spá fram í tíma segir að ég sleppi við rigningu á morgun og hinn þegar ég tek æfingarhring. Svo er spáð moderate rigningu þann fimmta og sjötta í Barcelona. Veit ekki meir. Hú kers...........Ég mun vaða eld og brennistein til að spila í þessu móti.


El Prat

Var að gera leikplan fyrir El Prat í Barcelona. Þetta er rosalegur völlur. Við spilum ekki frá hvítum, heldur SVÖRTUM. Þetta eru 6672m eða rúmlega 7400 yardar. Ég kem til með að nota mun erfiðari kylfur í innáhögg á þessum brautum. Við erum að tala um að á venjulegri braut þarna þá er maður að taka sirka 6 járn til blending í innáhögg. Í staðin fyrir á öðrum völlum 54° til 5 járn. Rosalegur munur.

Enda fæ ég sirka 5-7 högg þarna í forgjöf.

Þarna eru langar par 3. Sú styðsta mun vera sirka 150m í mitt grín og svo eru nokkrar þarna yfir 200m.

Djöfull hlakka ég til.........

Er núna að henda í tösku nokkrum vaffhálsmálspeysum, póló bolum og litríkum beltum. Málið dautt.

Búinn að skrifa 4 nýja diska í bílinn til að stytta mér stundir. Best of Likkan, best of Suede, Modest mouse early stuff og Modest mouse tvær nýju skífurnar. Svo eru í bílnum nokkrir gullmolar svo sem mammút, glasvegas, guns, killers,Daniel Johnston,Mates of state,sigurrós,nýdönsk og fleiri.

Svo tek ég tölvu með mér þannig að með heppni kemst ég í þráðlaust og get uppfært skorið eftir hvern dag.


Bláa þruman

Hér eru þrumur og eldingar að hætti spánverjans. Þegar næst komst voru eldingarnar í 6 sekúndna fjarlægð, sem eru 6 km, held ég.

Sem áður finnst mér þetta alveg æðislega gaman, eins og litlu smábarni. María er hins vegar stressuð og vill helst slökkva á sjónvarpinu og hafa dregið fyrir alla glugga. Veit hún ekki að í íbúðinni býr Siggi "danger" rúnars?

Í dag var algjör sunnudagur. Er enn í náttfötunum og horfði á Liverpool rústa Chelský, frakka rústa króötum, nadal rústa Federer, barca rústa einhverju liði og loks valencia vinna almería (með öðru auganu).

Ánægður með Rory McIlroy, unga n-íran sem vann EPGA mótið í dag. Hann er 19 ára og stútfullur af sjálfstrausti. Ég labbaði með honum í fyrra hérna á Aloha vellinum og það var unun að fylgjast með þessum strák.

Fyndið frá því að segja að ein sænsk kona á Lauro golf hélt að hann og Darren Clarke væru frá Nígeríu. Því hún hélt að NIR, sem er að sjálfsögðu Norður Írland, væri skammstöfun fyrir Nígeríu. Hún kom með einhverja elabórate sögu um að, jú jú, þeir skrá sig sem Nígeríska útaf skattafríðindum. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Hún varð hálf skömmustuleg þegar ég leiðrétti hana. Greyið.

ps. Mikið held ég að þeir í Nígeríu yrðu nú samt glaðir að fá smá pening í landið. Myndu örugglega fara mjög vel með þá og setja þá eflaust beint í uppbyggingu menntakerfisins......yeahhhhhhh......That´s gonna happen


Pólitík spánverjans

Keppti í gær á Lauro og varð í öðru sæti. Fékk heilar 30€ í verðlaun jibbí og hei hó jólakó.

Fórum svo um kvöldið á El Parador til að taka við verðlaunum fyrir besta skorið í mótinu síðastliðin mánudag. Mættum auðvitað allt of snemma og þurftum að bíða í 1 og hálfan tíma. Ég á þetta til, að vera spenntur og vilja bara fara af stað. Gerist oft þegar ég ferðast líka. (minnir mig soldið á Höss)

Svo byrjuðu herlegheitin. Þetta var veglegt og flott hjá þeim þar sem maður sá um milljón bikara þarna á borðinu þar sem þetta var heil vika af keppnum og margir sigurvegarar.

Þegar loks kom að mér þá gerðist nokkuð skrýtið. Fyrst voru veitt verðlaun fyrir 1,2 og 3. sæti með forgjöf sem var eðlilegt. En svo kallar kellingin á spánverjan sem lenti í öðru sæti og gefur HONUM vinningin fyrir besta skor!!! What....
Svo kallar hún á MIG og gefur mér annað sætið fyrir annað besta skorið.

Það VAR ekkert annað sæti, þetta voru bara 1,2 og 3. sætið með forgjöf og svo verðlaun fyrir besta skor.

Hvað var í gangi!!!

Strákurinn virtist líka hissa á þessu og aðrið viðstaddir sem vissu um úrslitin komu líka með nokkur komment (m.a. danski mafíósinn)

Ég ræddi þetta svo við Maríu á meðan fleiri verðlaun voru veitt og tjáði henni um þessi mistök. Hún varð brjáluð og fór strax upp á sviðið og kallaði á kellinguna og lét hana vita af þessari vitleysu. Hún fékk þá bara kalt viðmót og henni tjáð að þau væru ekki með skorin hérna og það þyrfti að kíkja á þetta bara þegar skrifstofan opnar aftur á mánudaginn.

María hélt ekki.

Skorið mitt var +4 og stráksins +6. Málið dautt. Enda fór ég til hans og lét hann skipta við mig á bikar og tók 1.sætis bikarinn. Hann sagðist vera sammála. Ekkert mál.

Svo þegar allt var yfirstaðið fórum við aftur að tala við beygluna og hún reyndi eitthvað að bulla um að þetta væri MEÐ forgjöf og þannig vann hinn, sem við náttúrulega bárum til baka. Þá byrjaði hún eitthvað að bulla um að ég hefði unnið 3.sætið með forgjöf OG besta skorið og ekki hægt að vinna báða flokkana, CRAP it í Crap, akkuru fékk ég þá ekki 3.sætið?

Allt í allt, þá reyndi hún að bullshita sig út úr þessu en án árangurs. Þegar hún sá að ég og strákurinn höfðum núþegar skipst á bikurum þá tók hún bikarinn af mér. Þá kom strákurinn og sagði henni hvernig var og ég fékk bikarinn aftur.

Til að gera langa sögu pínu styttri þá var málið eftirfarandi:
Þessi kelling og strákurinn eru perluvinir. Eftir hringinn á mánudeginum þá voru við á skrifstofunni að gantast með úrslitin, ég, strákurinn og beyglan. Það var á þá leið að þar sem ég vann í báðum flokkum þá grínaðist strákurinn í beyglunni að það ætti að gefa honum verðlaunin fyrir besta skorið og ég fengi þá bara þriðja sætið. Hann var að grínast. Þar sem þetta var svo ólógískt þá var þetta fyndið.

Auðvitað var það lógíska í stöðunni að ég fengi þetta besta skor eins og ég vann fyrir og þriðja sætið færi þá til stráksins (sem lenti í fjórða sæti). En þar sem að besta skorið eru bestu verðlaunin, gantaðist hann með þetta við kellinguna og mig.

Heyrðu, kellingin tók þetta svona alvarlega og tók mig bara ÚT ÚR þessu og gerði ný verðlaun fyrir mig (annað besta skorið) svo að strákurinn fengi þessi verðlaun. ABSÚRD. Fáránlegt og augljóst.

Strákurinn er uppalinn þarna í klúbbnum og vel liðinn.

Rúsínan í pulsuendanum var svo rétt áður en verið var að slíta öllu saman þá bað strákurinn um orðið. Hann kom í pontu og vildi bara segja eitt. Hann vildi bara þakka kellingunni fyrir gott starf á skrifstofunni og hennar óeigingjörnu vinnu við að slá inn skor og skipuleggja verðlaunaafhendinguna!!!!!!

Ég og María misstum kjálkann samtímis í gólfið.

Pólitík Spánverjans er rosaleg. Engin verðlaun fyrir útlendinginn, höldum þessu innan klúbbsins og gerum vel við okkar fólk. Vinir hjálpa vinum.

Héldu þau virkilega að María myndi líða þetta. Hún lætur sko ekki vaða yfir útlendinginn sinn.

Takk María, ég hefði sennilega ekki nennt að gera eitthvað mál úr þessu og bara farið heim.

Gott að vera vel giftur.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband