Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Finca Cortesín

Er að fylgjast með Volvo World Match Play Championship sem kom í staðin fyrir Volvo Masters á Valderrama.

Þetta mót fer fram á Finca Cortesín, velli sem er rétt hjá þar sem ég bjó.

Ég spilaði þenna völl og ég get sagt ykkur að hann er Fáránlega fallegur.

Brutally langur frá svörtu teigunum, 6800mtr og með yfir 100 bönkera. Cabell B Robinson er gæjinn sem hannaði völlinn, sá hinn sami og hannaði La Cala þar sem ég er klúbbmeistari.

Það er svipaður bragur á þessum tveim verkefnum hans. Þó Finca Cortesín sé mun þróaðri og betur heppnaður heldur en La Cala. Það er útaf því að La Cala var fyrsta verkefnið hans og hann gerði nokkur mistök, sem er normalt.

Í þessu móti keppa 16 topp spilarar í holukeppni. Fyrst í riðlum, svo útsláttarfrom. Mjög spennandi.

http://www.justin.tv/vip_boxing_4/popout

Á ofangreindum link er hægt að fylgjast með þessu.


Svaðilfarir Estebans Oliviera

Það var einu sinni sem félagar mínir voru á ferðalagi í austrinu. Þeir voru í Japan að leika sér. Sögur segja að ferðin hafi verið mjög skemmtileg og mikið djúsað.

Eitt sinn voru þeir að blanda geði við innfædda, hvort sem það var við borðhald eða bara á skemmtistað skal liggja á milli hluta.

Allavega þá voru þetta m.a. félagi sem við skulum kalla Zordiak og annar sem við getum nefnt Esteban Oliviera. Þeir voru sem sagt að spjalla við Japani þegar einn slíkur vindur sér að Esteban og segir á bjagaðri ensku, með svona stereótípu hreim;

,,juuu rook rike aaa Kevin Bacon" (you look like Kevin Bacon).

Þess má geta að hann lítur alls ekkert út eins og ofangreindur leikari. Ætli það sé ekki bara þannig að Japönum finnist við öll líta eins út.

anyhú...eins fljótur og Esteban er að hugsa öllu jöfnu þá varð engin breyting þar á.

Hann svarar að bragði;

,,juuu rook rike aaa jackie chan"

Sönn saga. Og spurning um að Esteban tjái sig ennfremur um þetta atvik ef það er einhverju við að bæta.


Neutrallinn

Það er svo fyndið að hugsa tilbaka eftir þessa neðangreindu uppgötvun. Maður sér svo klárlega hvernig maður hrinti frá sér fólki með því að vera, að manni fannst, bara í venjulegu skapi. Menn og konur bókstaflega skelkuð við mann sökum ógnandi nærveru.

Í raun merkilegt hve ég náði að hösstla mikið á mínum yngri árum miðað við þetta!

Segi sona. Ég minni á að lesa textann um höfundinn hér á vinstri hönd. Það er bara þannig.


Neutral Face

Ég er að vinna soldið í neutral fésinu á mér. Fyrir þá sem ekki vita þá gef ég frá mér fýlda nærveru þegar ég er bara venjulegur í framan.

Án þess að vilja það, I might add.

Undanfarna daga hef ég verið að þrjóskast við að halda brosi. Við það þá fer andlitið í normal stöðu. Fólk sér það þannig allavega.

Mér finnst ég vera skælbrosandi en fólk sér bara normal andlit. Svo þegar ég slaka á brosinu og fer í afslappað mode þá finnst mér ég vera neutral en fólk sér fýlusvip.

Frekar bagalegt. Og í raun ömurlegt að hafa fattað þetta svona seint á lífstíðinni. Hef farið í gegnum allt lífið með fýlusvip og fólk bara...vó! hvað er að þessum!

Mér finnst að það ætti að vera kúrs í grunnskóla, eða allavega í menntaskóla sem kenndi nærveru. Hvernig fólk ætti að bera sig og slíkt.

Ég væri sennilega orðinn forseti Íslands eða eitthvað álíka hefði ég ekki verið með fýldan neutral svip. Ímyndið ykkur hve langt ég náði með neutralinn svona, ég væri óstöðvandi með þetta í lagi.


Sorg

Móði, Þormóður, var strákur sem var með okkur í MA og pínu á vistinni. Hann dó í dag.

Hann fékk heilablóðfall eða eitthvað álíka og mér skilst að þetta hafi tekið mjög fljótt af, nokkra daga.

Þetta slær mann soldið útaf laginu. Ekki það að þetta hafi verið sérstakur vinur minn, en samt svona strákur sem maður myndi heilsa.

Feisbúkkið er allt logandi.

Svona hlutir láta mann stoppa aðeins og hugsa.

Maður horfir aðeins lengur á Sebastian og Maríu þegar þau vita ekki af manni. Maður keyrir aðeins hægar. Maður talar aðeins lærra. Maður leikur aðeins lengur við Sebastian í bíló.


Rockson

Ég verð að koma aðeins inná þessi nöfn sem Pétur hefur komið með í gegnum tíðina.

Hann er die hard aðdáandi Everton og notar nafnið Neverton t.d. í fantasy leiknum.

Soldið skrítið því Neverton finnst mér vera soldið neikvætt gagnvart Everton.

Sérstaklega í ljósi þess að hann er með annað fínt nafn, Foreverton.

Hans rök eru að Foreverton er of hallærislegt og chísí.

Mér persónulega finnst annað nafn yfir þetta lið vera eiginlega betra og meira viðeigandi, hvað segiði um LÚSERTON!


Fifa10

Það er FIFA 10 íslandsmeistaramót í gangi. Pétur og Guðni eru með lið í keppninni og þeirra riðill var að keppa í gærkveldi. Tvö efstu liðin myndu komast áfram í úrslitakvöldið.

Ég mætti snemma til þeirra til að hita þá upp og æfa. Enda titlaður þjálfari liðsins sem þeir kalla Neverton. Ágætis nafn[segir liverpool maðurinn og glottir].

Þeir tveir á móti mér, ég LP og þeir Chelskí. Tókum tvo leiki og needless to say þá rústaði ég þeim. Ég reyndi að koma með uppbyggjandi komment á stundu sem þessari og minntist á að þeir hafi þá allavega fengið góða upphitun og æfingu í að vera í vörn.

Þessir tapleikir hjá þeim reyndist svo vera góð upphitun eftir allt því þeir mættu í mótið sem sært dýr og unnu fyrsta leikinn 6-0.

Tóku svo næsta leik einum manni færri.

Unnu svo þriðja leikinn einnig einum manni færri.

Á þessum tímapunkti voru þeir öruggir áfram í úrslitakvöldið og áttu aðeins einn leik eftir og nægði jafntefli til að tryggja sér fyrsta sæti riðilsins og verðlaun uppá tvo kassa af bjór og tvo leiki.

Þeir voru Chelskí og andstæðingurinn var LP. Staðan var 3-3 þegar 2 mín voru eftir. Stungusending inná Torres og hann skorar. 4-3 fyrir hinum og fyrsta og eina tapið staðreynd.

Þeir luku því keppni þetta kvöldið með 9 stig, jafnir í fyrsta sæti en með aðeins lakari markatölu. Þeir unnu liðið sem vann en þar sem markatalan gilti þá enduðu þeir í 2.sæti.

Þess má geta að það er alltaf innbyrðis viðureignir sem telja í svona riðlakeppni og eru þeir því hinir sönnu sigurvegarar, en þessar amatör reglur, settar af gæjunum í Game Tíví, eru total crap.

Hef aldrei séð Pétur jafn svekktan. Hann stormaði út, og dúndraði tyggjóinu í jörðina. Rosalegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband