Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
16.1.2009 | 19:58
Calde llorón
Calderón búinn að segja af sér í kjölfar hneykslis á aðalfundi Real Madrid. Gæjinn rammspilltur en viðurkennir að sjálfsögðu ekki neitt.
Hann beygði af á fréttamannafundi þegar hann var að þakka konu sinni fyrir að styðja við bakið á sér. Þakkaði svo börnum sínum og fjölskyldu á meðan hann brynti músum.
Nú er bara einhver annar rammspilltur tekinn við. Nýtt nafn til að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 08:09
Quantum of Boredom
Nýja bond myndin stóð ekki undir væntingum. Fannst hún leiðinleg.
Í 80% af myndinni sjáum við Bond vera elta einhverja kalla fram og tilbaka. Restin svo eitthvað crap.
Þetta minnir mig á myndirnar hans Hrafns Gunnlaugs þar sem meirihluti myndar var bara kallar í víkingafötum ríðandi fram og tilbaka.
2 stjörnur af 5
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2009 | 08:06
Veikskóli
Sebastian búinn að vera nokkra daga á leikskólanum og strax kominn með eitthvað í hálsinn. Ég ætlaði hvort sem er að taka morguninn frí þannig að hann er bara hjá mér.
Horfir á lala og pó með seríós í annari og pútter í hinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 19:04
Stafalogn
Það var svo mikið stafalogn í dag útá velli að þið hefðuð ekki trúað því. Það var lúmskt kalt en samt var ég bara í vaffhálsmáls peysu og póló bol. Ekki vind að sjá. Sá samt nokkra stafi svífandi um lognið.
Var með of lítið í goggin í dag með mér. Bara tvær aumar ló kí lokur og 1 og hálfan lítra af vatni. Hefði þurft að vera tvöfalt þetta á þessum fimm tímum sem þessar 27 holur tóku mig.
Þegar ég kom heim skellti ég frosnum sænskum kjötbollum í skál. Reif ost yfir þær og frussaði tómatssósu yfir allt draslið. Skellti þessu í örbylgjuna og gúffaði svo í mig. Sjaldan bragðað jafn góðan mat. Enda er ég ekkert svangur núna á matartímanum, oh óóó, og maría að elda. Þvílík klemma.
Er að hita mig upp fyrir Senor Frusciante og hans skífu þann 20.janúar. Með drenginn í botni. Hlustaði á viðtal útaf þessum diski þar sem margt athyglisvert kom fram.
Spyrillinn var að fara launcha í eitthvað trúar kjaftæði, og spurði um trúna hans Johns. Hann er svo svalur að hann nennir ekki að tala um eitthvað kjaftæði og svaraði að það strýddi gegn hans trú að tala um hana. Viðtalið tók u-beygju og snérist aftur að disknum. Bújakasha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 18:33
Full Metal Catet
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 16:16
65 högg!!!!!
Ég fór hringinn í dag á 65 góðum höggum og 10 lélegum. Samtals 75 eða +3.
sökker.
Fyrsti hringurinn í mánuð. Ég hitaði upp með 9 holum til að koma mér í smá gír. Fór svo neðangreindar átján holur.
fugl-skolli-par-skolli-par-par-par-skolli-par= +2
par-skolli-par-skolli-par-par-fugl-par-par= +1
27 holur í dag, og ég er mjög sáttur.
Góðu höggin eru betri en áður, en skiljanlega sökum smá ryðs þá voru aðeins fleiri mistök en vanalega. Þeim fækkar svo þegar ég kemst í spilform aftur.
Týpísk ryð mistök eins og á annari holu þar sem ég drævaði næstum grínið en endaði á skolla......maður er ekkert svekktur með slíkt því ég veit að þetta er bara spilformið að öskra framan í mig.
Kannski helst til svekktur með púttin....úúú the irony (búinn að lofa þau svo mikið)....Fannst ég vera svo djöfull góður í þeim núna en það datt ekki neitt pútt í dag. Ekki neitt. 32 í heildina en samkvæmt lögmálinu ættu 1-3 að detta á hring að jafnaði. Það kemur.
Sennilega flottasta höggið var frá 147 metrum með áttu sem endaði einn handlegg frá holu. Setti púttið í fyrir fugli eftir að hafa fengið krampa í löppina í upphafshögginu og ormaskelfað kúluna einungis 185 metra á par 5. Deadly. Enda var þetta hola númer 25 og ég aðfram kominn.
Ég get svarið það, síðustu brautirnar voru mjög erfiðar. Enda keppinn 5 kílóum þyngri og ekkert sem heitir þol í kroppinum.
hitti allar brautir nema tvær og svo 11 grín og 32 pútt.
Bara ef ég hefði ef og hefði og ef.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 06:53
Hraðbanki bank
Þetta tal um banka minnti mig á einn góðann sem ég las fyrir mörgum árum síðan. Ef þið munið eftir Loka sem var/er aftan á DV þá kommentaði hann alltaf á einhverja frétt á öftustu síðunni.
Einu sinni var þar frétt um mann sem festist inn í hraðbanka og komst ekki út.
Þá sagði Loki
"Af hverju hraðbankaði hann ekki bara á hurðina".
Þetta fannst mér agarlega fyndið á sínum tíma. Og pínulítið enn.
Í öðrum fréttum er það helst að ég er að fara á Lauro golf til að spila minn fyrsta hring eftir mánuð í fríi. Fyrsti hringurinn eftir að ég varð svona einbeittur og gáfaður................................................uje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 18:51
Nýtt fas
Ég var í jólafríi á Íslandi þar sem ég sveiflaði ekki kylfu en gerði soldið annað í staðinn. Ég las þriðju bókina eftir Bob Rotella og hugsaði frekar mikið um golf.
Ég einblíndi á að hugsa bara jákvætt um ýmsa þætti,þegar ég er að fara sofa og líka bara á dauðum punktum í tilverunni.
Ég sé sjálfan mig spila golf, ýmist gamla góða hringi, eða nýja, þar sem ég legg áherslu á að setja mig í sporin og hugsa nákvæmlega um það sem ég gerði. Ég framkalla meira að segja þessar tilfinningar sem maður gengur í gegnum á hring.
Ég hugsa sérstaklega um öll góðu púttin sem fara í holu og sleppi þeim sem klikkuðu.
Ég sé mig fara í gegnum rútínuna, hægt og rólega, og taka svo mikilfengleg högg. Löng og stutt pútt sem öll rata ofan í holuna.
Ekki veit ég hvort ofangreint virkar svona vel eða eitthvað annað breyttist en ég er allavegana mun jákvæðari manneskja almennt og golfið er mun áferðarfallegra. Mun einbeittari og betri spilari. Ég hef ósjálfrætt hægt á sveiflunni sem ég nauðsynlega þurfti á að halda og er bara almennt sáttari við allt.
Ég meira að segja keyri hægar og er bara ekkert að flýta mér. krúsa bara á 80-100 þar sem maxið er 120. Dóla mér á hægri akreininni og blasta Glasvegas og mammút til skiptis.
Sirka tveir mánuðir í svona þankagöngum og lífið er allt auðveldara og jákvæðara.
(öll ófa stefs komment vinsamlega afþökkuð)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 18:27
Majestikkkkk
Var á reinginu í morgun og er bara orðinn nokkuð sáttur við sláttinn. Vippin er snilld, púttin snilld.
Er soldið á milli átta með ásinn því ég hef ávallt haft boltann frekar framarlega eða á vinstri hæl í upphafsstöðu og þá átt í hættu með að vera með axlir of opnar (vísa til vinstri) í impakti. Það bæði skapar feid og sneiðir metra af lengdinni.
Þannig hef ég verið að færa kúluna aftar í stöðunni, svona mitt á milli vinstri hæls og miðju. Þetta byrjaði ég að gera fyrir áramót. Er orðinn nokkuð beinn með þessu en höggin eru svo ómikilfengleg og fara jafnvel styttra. Mistaka höggin eru svo lág hook til vinstri í staðinn fyrir að gera mistök í hátt feid til hægri með gömlu sveiflunni.
Svo í morgun prófaði ég aftur gömlu stöðuna á vinstri hæl og er svo að hamra kvikindinu að ég er bara hlessa. Með þessa nýju einbeitingu og þetta nýja fas að vopni sem mér áskotnaðist í jólafríinu er gamla staðan bara að svínvirka. Virkar sem svín.
Fer yfirleitt nokkuð beint og svífur mikilfenglega í loftinu.
Þannig að.....á ég að nota það sem virkar núna og vera bara 255metra maður (100.sæti í meðallengd á Epga túrnum)eða vinna áfram í hinu draslinu með það að leiðarljósi að lengja mig?
Ætli ég noti ekki gamla sjittið og æfi hitt on the side þangað til að það virkar sem skildi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 06:58
Bankar
Bankarnir hérna eru mjög frumstæðir. Þeir búa ekki eins vel og þeir íslensku að því leyti að hafa miðlægan gagnagrunn eins og Reiknistofa bankana er. Eða RB eins og þetta kallast í daglegu tali.
Þar af leiðandi gengur allt miklu hægar fyrir sig.
Þjónustan er líka umtalsvert skert fyrir vikið því þeir virðast ekki treysta þér sem er skiljanlegt. Þeir hafa fáar upplýsingar um þig.
Bankarnir hafa líka mjög takmörkuð tengsl við fyrirtæki eins og hita og rafmagns fyrirtækin. Þá meina ég í þeim skilningi að það er til ferli svo að kúnninn geti borgað reikninga sem þeir skulda fyrirtækinu en það er mjög frumstætt.
Maður getur t.d. bara greitt reikninga á milli 10 og 12 frá mánudögum til fimmtudags. Maður þarf að fara í útibúið á þessum tímum og allt annað er þeim framandi. Greyin.
Málið er að það er svo mikill urmull af bönkum hérna. Þeir eru bókstaflega á öllum hornum. Þú labbar ekki beint áfram í 3 mín. án þess að fara framhjá að minnsta kosti einu útibúi. Fjöldin og öll flóran af mismunandi bönkum gerir það að verkum að mjög erfitt myndi reynast að sameinast um eitthvað miðlægt kerfi til að auka á skilvirkni eins og RB gerir.
Samt eru hlutir eins og netbankar sem gætu hæglega verið betri. Það kostar að millifæra þar, og upphæðin tekur tíma að flytjast á milli reikninga. Sem er crap og óþarfi.
Við getum talist töluvert heppin að búa á Íslandi þar sem allt er miklu skilvirkara og auðveldara í vöfum. Hlutirnir gerast strax og maður getur gert nánast allt á netinu á núinu. Jú, það er nokkurskonar fákeppni á markaðnum og neytendur þurfa að borga stundum of mikið fyrir einhverja hluti, en þjónustan sem við fáum í staðin er svo umtalsvert miklu meira þess virði.
Bankarnir hérna eru nú rétt byrjaðir að auglýsa sparnað þar sem maður getur geymt pening á reikning sem bíður uppá vexti. Þetta var ekki til fyrir skömmu. Þá lá peningurinn þinn inná bók án vaxta og maður þurfti meira að segja að borga frekar mikið fyrir árlegt viðhald reiknings (eins og þeir kalla það).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar