Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

í molum

Heimilishaldið hérna er í molum þennan morguninn. Þessi nótt var ein sú lélegasta sem ég hef kynnst. Sebastian var eitthvað óhress með það hve mikið manneskjan sefur yfir nóttina og ákvað að mótmæla því þannig að vaka bróðurpartinn í stað þess að sofa.

Hann er ekki með hita en samt þessa viskírödd og hor. Svo var hann að fetta sig sem óður væri,líkt og ef einhver væri með yfirhöndina í júdó og hann væri að berjast gegn því að tapa.

Það er nokkuð ljóst að hann er með smá flensuskít og við ákváðum að senda hann ekki á leikskólann í dag, en það sem var skrýtið voru þessar fettur og þessi sársauki sem skein í andliti hans þar sem hann barðist við að halda öllu hverfinu vakandi.

Það sem kemur til greina er:

A: Einhver hefur gefið honum eitthvað að borða sem hann er ekki vanur og það hefur farið ílla í meltinguna og maginn fyllst af lofti sem kallar fram þessar fettur.

B: Hræðileg martröð þar sem venni júdókappi fór með aðalhlutverkið

C: eitthvað enn verra

Ég hallast að valmöguleika A, þar sem við fórum í heimsókn til tengdó í gær og skildum hann eftir í smástund þar sem þau voru að borða hádegismat.


Kakósúpa

Þegar við komum heim í kvöld þá get ég svarið að það var kakósúpu ilmur í loftinu hérna á Spáni. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað þetta var uppáhaldsmaturinn minn þegar ég var lítill. Ég dreif mig inn og fékk mér Horchata til að halda uppá það. til lukku. takk.

Í dag var svona allt múligt dagur. Við fórum með Sebastian á leikskólann og í þetta sinn var hann í heila klukkustund og hálftíma betur. Hetja. Við röltum um Fuengirola á meðan og gerðum ýmislegt. Þar sem við röltum um miðbæinn mættum við þýsku túristapari og gæjinn blés svo harkalega í horklútinn sinn að það var viðbjóður. Ég fór að pæla í þessu, hve þetta er viðbjóðslegt yfir höfuð. Fólk hefur leyft þessu að viðgangast í gegnum tíðina og yppt öxlum og talið þetta náttúrulegt. Well náttúrulegt my ass.

Að taka upp klút og snýta hori og guð má vita hvað í hann og setja hann svo aftur í vasann. Nota hann svo aftur við svipað tækifæri. Ég meina....hvað er ógeðslegra. Jú, að gera þetta í almenningi.....Hve mikið haldiði að sleppi út fyrir klútinn, örugglega sirka 5-10% af drasli.

Og svo er maður litinn hornauga ef maður prumpar í almenningi....Hvert er heimurinn að fara.


Up date af Seba stia n

Sebastian hefur ávallt verið sætt og krúttlegt barn þó ég segi sjálfur frá. Ég hélt að það væri ekki hægt að vera meira krútt þegar hann tekur upp á því að missa röddina hálfpartinn. Þarna er hann eldhress en með svona netta viskírödd syngjandi Sigurrós.

Hlutir sem Sebastian gerir

  • Hann kann nú tvö afbrigði lúft trommuslags, eitt í loftinu með sánd affektum og annað er með vísiputta beggja handa slegið í borð.
  • Hann syngur lagið Starálfur með Sigurrós, að sjálfsögðu sína eigin versjón af laginu, en það skylst.
  • Hann flösuþeytir, headbangar með rokk lögum sem faðir hans setur á fóninn.
  • Hann dansar, ýmis stílbrigði t.d. snúningurinn, axlahreyfarinn og vagg og velta
  • Hann segir ýmsa hluti m.a. fuél (flugvél), burrr(bíll), bí bí (Fugl), fua (fluga), amma og afi og pabba og mamma. Kata, agua (vatn), nene (smábarn), mímí (mjási), takk og datt, nammi nammi namm, túddi (snuð) og svo margt fleira sem er börnum auðvelt að segja.
  • Hann reynir að fara kollhnís, en án árangurs.

+2

Í gær var það -2 en í dag +2 og 35 punktar. Mjög svipuð spilamennska en aðeins fleiri mistök. C´est la vie.

 


Tveir undir

Fór Asíu völlinn í dag og byrjaði á lélegu upphafshöggi, annað höggið líka lélegt og ég var um 130 metra frá gríni á par 5 þar sem ég er oftast upp við grínið á þessum tímapunkti. Smellti þriðja inná upphækkað grín og setti 3 metra pútt oní fyrir fugli. Þarf ekki alltaf að vera fallegt. Góð björgun.

Næst var par 3 þar sem ég ýtti högginu vel hægra megin og átti mjög erfitt mickelson lobb yfir bönker og allt í niðurhalla og metri til að vinna með af gríni. Ómögulegt. Ég vippaði náttúrulega beint í bönkerinn því ég ætlaði að reyna að smyrja stöngina í staðinn fyrir að spila öruggt. Var það nálægt pinnanum og lítil hindrun í vegi þannig að ég tók bara pútterinn og púttaði uppúr bönkernum og beint í holuna. ísí par. Björgun

Svo kom par á næstu og á fjórðu kom fallegt upphafshögg á miðja braut. Tók níuna í annað högg og sló í jörðina og endaði í bönker. Endaði fjórðu á dobbúl og var kominn á +1 eftir annars góða byrjun.

par-par og svo fugl á par fimm þar sem ég rétt missti örn. Skolli á par þrjú og par á níundu.

+1 á fyrri níu og þá byrjaði ballið.

Rétt missti fugl á 10 og 11. Fékk monster fugl á 12. Rétt missti fugl á 13 og svo lélegur skolli á par fimm fjórtándu eftir að hafa slegið í vatn. Fugl á 15. Fugl á 16. Rétt missti fugl á 17 og auðveldur fugl á 18.

-3 á síðari og samtal -2 með 29 pútt, 80% hittar brautir og 66.7% hitt grín í réttum höggafjölda.

Ég fæ +1 á þessum velli þannig að þetta hefði þýtt lækkun um 0.3

by the way...ég talaði við gæjann sem sér um forgjöf klúbbmeðlima og hann ætlaði að redda þessu óréttlæti fyrir mig. Sjáum til hvað gerist. Verð ekki ánægður fyrr en að ég sé þetta leiðrétt í 2.5


Sorpresa

cat
more animals

Í júníforminu

Fyrsti leikskóladagurinn.Öll börnin eru eins klædd á leikskólanum sem er fyndið. Júníformið hans lítur svona út.

Zoolander goes to kindergarten

ZoolanderSebastian fór í morgun í fyrsta sinn á leikskóla. Á myndinni hérna er hann að æfa magnum svipinn til að heilla dömurnar a la Zoolander.....hell jeee.

Hann fór bara í hálftíma og það gékk vel. Enginn grátur fyrr en í lokin þegar við komum þá var ein lítil að koma í fyrsta sinn líka og hún hágrét. Okkar maður byrjaði því að gráta henni til huggunar þegar hann sá okkur koma. Auðvitað vildi hann bara hjálpa henni, þannig að hún væri ekki sú eina sem væri að gráta. Hössler.

Set núna inn myndir af fyrsta deginum og einhverjar aðrar í albúm 3 á myndabloggið hér á vinstri hönd. Þeir sem ekki eru með lykilorðið, endilega sendið mér bara línu, kein problem.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband