Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
8.8.2008 | 14:47
nýjar myndir
Ég setti inn fullt af myndum á myndabloggið hér til vinstri.
Búinn að breyta lykilorðinu og ég sendi meil á þá sem ég vissi um, en endilega látið mig vita ef þið fenguð ekki meil. Ekki hika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 11:58
Risinn vaknaður?
Er risinn að vakna?
Upphafið af endinum kannski?
Rússlandsher inn í Suður-Ossetíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 19:33
rafmagnið fór
Fórum í morgun í þorpið að gera ýmsa hluti og tókum eftir því að rafmagnið fór í búðum. Þyrlur byrjuðu að sveima yfir okkur og sjúkrabílar á fullu.
Kemur á daginn að það kviknaði í einhversstaðar vestan megin (jonni steiná) við okkur sem gerði það að verkum að rafmagnið fór af stóru svæði í mijas costa. Þar á meðal heimili okkar sem gerði lífið athyglisvert. Við gátum ekki hitað matinn hans Seba í örbylgjunni og settum hann því útá svalir í beint sólarljós. Við gátum ekki eldað okkur mat þannig að við fengum okkur bara sömmlur. Við gátum ekki sörfað netið og skoðar fréttir og ekki horft á sjónvarpið. hmmmm what to do what to do....
Ég fór því bara að æfa og spilaði svo hring eftir á, enda lítið annað hægt að gera.
Ég fór Evrópu af hvítum teigum sem er erfiðasti völlurinn. Það var stífur vindur á móti á flestum brautunum nema nokkrum. Ég spilaði svona lala aftur en kom samt aftur inn á fínu skori. +1 þar sem ég fæ +4 í leikforgjöf og því lækkun um 0.3 staðreynd (ef þetta helvíti gilti þ.e.a.s.)
Rafmagnið er komið á og allt í sínum vanagangi. Litli sofnaður og við að borða kvöldmat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2008 | 18:58
Heitur Teitur
Tók alvöru golfdag í dag og byrjaði kl 9:30 á reinginu og var í 1 tíma. Pitchaði og vippaði svo í 1 og hálfan og púttaði svo á El Chaparral í 1 og hálfan. Nokkuð sáttur við allt sem ég var að gera og fór í mat að svo stöddu.
Fór svo hring á Ameríku kl 17:10 og spilaði af hvítum þar sem það var enginn á vellinum. Lauk hringnum kl 19:30 og var þokkalega sáttur við margt en annað ekki. Svona var hringurinn:
par-fugl-fugl-par-fugl-par-par-par-par var á -3 fyrri níu.
par-skolli-par-par-par-fugl-par-par-skolli var á +1 á síðari níu.
Þetta var ótrúlegur hringur af því leyti að drævin voru áfram svona lala, púllast smá til vinstri og fade-ast til hægri og enda nokkurn vegin þar sem ég miðaði, en 20-30 metrum of stutt vegna þessa fade boga. Innáhöggin voru svaðaleg, var að skilja mjög stuttar vegalengdir eftir í pinna þannig að maður var alltaf í fuglafærum. Púttin voru góð þar sem ég fór í fyrsta sinn í langan tíma og æfði þau eins og ég hef verið að gera áður en ég fór til Íslands.
hitti allar brautir nema tvær, aðra bördaði ég og hina paraði, þannig að það var ekki málið.
Hitti öll grín nema eitt á fyrri níu en svo bara þrjú á seinni. Var að redda mér vel með vippi og einpútti, 5 slíkir skramblar sem er bara fínt. Gerði það að verkum að ég notaði bara 27 pútt. Rétt missti 4 fuglapútt en það er alltaf þannig á hverjum hring, ekkert við því að segja.
Ég fæ 3 í leikforgjöf frá hvítum og var þetta því lækkun uppá heil 5 högg. Keeellin væri kominn í 2.3 ef við teljum hringinn fyrir tveim dögum og þennan, (ef þetta gilti til lækkunar þ.e.a.s.).
Það sem er því á dagskrá er að leiðrétta upphafshöggin og halda áfram á sömu braut með rest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 13:15
Fly
Vissiru hve brún hrísgrjón eru ótrúlega góð. Eitt það besta sem ég fæ er kjúklinga paella með brúnum hrísgrjónum. Tjékkit.
Ég sá stærstu flugu í heimi í morgun. Ég var að tala við einn þjálfarann í Leadbetter akademíunni þegar hún birtist fyrir aftan hægri öxlina hans. Hún hékk þarna í loftinu í ca 10 sekúndur. Hún var á stærð við nettan gsm, I kid u not. Hún var svo stór og óraunveruleg að ég fraus og kallinn tók eftir því. Ég benti á fluguna og hann leit við. Þetta er svona macho gæji og byrjaði því að reyna lemja fluguna, án árangurs, thank god. Hann hefði sennilega fengið nettan hægri krók á móti frá flugunni ef hann hefði hitt. Svo stór var hún.
Hér að neðan er linkur þar sem mynd af svipuðu dýri er sýnt. Gæti verið að flugan hafi verið ívið mynni en samt, svipað. Varúð, kíkið aðeins þeir sem þora.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 18:45
speedy gonzo
Fór hring á Ameríku kl 17:23 sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þetta var sneggsti hringur ever! Kellingin tjáði mér að ég gæti sennilega ekki klárað 18 holur þar sem ég þurfti að skila golfbílnum fyrir 20:30. Ok, ég spýtti í lófana og setti í 6.gír.
Það var nánast engin á vellinum og ég gat farið heldur hratt yfir. Fór framúr hjónum með barni og svo fjórum spánverjum. Kláraði hringinn kl 19:20 þannig að þetta var undir tveim tímum sem er nýtt met. Fyrra metið var tveir og hálfur.
Í þokkabót spilaði ég frá hvítum teigum og þurfti að bíða í samtals 4 mínútur vegna áðurgreindra holla.
Þessi hraði virkaði bara ágætlega á mig þar sem ég kom inn á +1 sem gera 38 punkta og lækkun um 0.2. Vippaði næstum í fyrir erni á lokaholunni en sætti mig við fuglinn.
fjórir skolla, þrír fuglar og rest par. 100% hittar brautir ég endurtek, ég hitti allar fussking brautirnar og ekkert smá ánægður með það. Smá tími á reinginu og drævin lagast. 72,2% hitt grín en 32 pútt þar sem ég var með 19 á fyrri og 13 á seinni (fann grúfið á seinni).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2008 | 11:58
Æfi
Fór á reingið í morgun og var þar í grúling tvo tíma. Póló bolurinn var gegnumblautur af svita, sexý...jeee.
Það var mjög erfitt að slá 150 högg í þessum hita, ég tók góðar pásur og reyndi að taka því rólega. Var að reyna að hemja ásinn, tókst aðeins en ekki nóg. Ætla að fara hring á eftir til að reyna að beita þessu.
Tók svo pitch og chipp og spændi upp grínið með 60 gráðunum. Sjaldan verið jafn heitur. Það var ekkert eftir af orku né vilja eftir einungis þrjá tíma í sól með merely 2 lítra af vatni og öngvan bita. Gleymdi banananum þannig að ég var farinn að þjást af malnutritióóón í lokin og sleppti púttinu, enda hefði það ekkert haft upp úr sér svona einbeitingarlaus. Tek kannski smá session eftir hringinn.
ps. býð Key jei velkomin tilbaka á senuna, þ.e. golfmótasenuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2008 | 14:15
Terral
Ekki nóg með hve heitt er hérna núna þá erum við að fá Terral hingað yfir til okkar. Þetta Terral er heitt loft sem kemur frá Afríku og er kæfandi. Þetta kemur endrum og eins og er á leiðinni as we speak. júhú.
Fór hring í morgun og spilaði alveg eins nema hvað að drævin voru aðeins villtari og rötuðu í vitleysu í þetta sinn í staðin fyrir að reddast eins og í gær. Niðurstaðan því +6 og kominn tími til að skella sér á reingið til að æfa sem mutha fusska.
Ég spilaði með hollending og breta í dag. Hollendingurinn hefur greinilega búið hérna í góðan tíma því hann talaði ágæta ensku ólíkt flestum löndum hans. Það var samt eitthvað vírd að horfa uppá hann tala því þetta hljómar svo feik. Maður bara býst við því að fólk frá þessu landi tali ljóta ensku þannig að það var súrreal að hlusta á hann segja frasa eins og ol´ chap, mate, you sneaky bastard o.s.frv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2008 | 15:17
Hitinn liðast sem lækur
Eins og skáldið sagði:
Þú liðast eins og lækur í lófa mér
Ég þarf að vera í handklæði með þér
Þessi væta er opinber
Kemur á ferðinni í fangið á mér.
Svona líður mér. Maður getur ekki hreyft sig án þess að svitna. Ég þarf að vera í handklæði til að haldast þurr. Reyndar er Björn Jörundur að tala hér um konu en ég tala um Spán og hitann sem allt umlykur og liðast um lófa mér.
Aldrei hafa orð skáldsins átt betur við en einmitt núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar