Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ben Hogan

Í veislunni sat ég við hliðiná eldri manni sem er frá Danmörku. Á sínum tíma var hann aðalinnflytjandinn af golfvörum til landsins og þekkir alla dönsku golfarana. Segist hafa spilað yfir 500 hringi með Tomas Björn.

Þessi maður var mikið með Ben Hogan golfvörur og spilaði m.a. með sjálfum Hogan nokkrum sinnum. Hann var þá með hvítt alskegg og Ben kallaði hann ávallt hvíta víkinginn.

Hann spilar á Pro-am mótum um allan heim og fer létt með. Hann var hress. Samt ekki svo hress þegar uppistandsgrínarinn kom og reyndi stöðugt við konuna hans. (grínarinn gékk of langt)

Grínarinn áttu samt nokkra góða spretti.

Tveir menn voru að spila á velli nokkrum og vildi svo til að tvær kellur voru í hollinu fyrir framan þá. Einn kallinn lét kellingarnar fara svakalega í taugarnar á sér þar sem þær voru mjög lengi að spila og virtust nánast meika sig á annari hverri holu. Loks sauð á kallinum og hann ákvað að hlaupa upp að þeim og segja þeim til syndana. Eftir 3 mínútur kom kallinn til baka náfölur í framan. Hinn kallinn spyr hvort ekki sé allt í lagi með hann. Jú, segir hann, það bara vill svo til að þessar konur fyrir framan okkur eru konan mín og svo viðhaldið til 5 ára.

úps segir hinn, best að ég fari þá og tali þær til. Hinn kappinn kemur fljótlega til baka einnig náfölur í framan. Fyrri maðurinn spyr hvernig hafi gengið. úps, þvílík tilviljun þetta er einnig mín kona og mitt viðhald til 5 ára.


Sotogrande

Ætla að taka Maríu niður eftir til Sotogrande um helgina og sýna henni svæðið. Það er mjög fallegt þarna um að litast, sérstaklega ef þér finnst grænt gras og tré falleg.

Núna erum við feðgarnir einir heima ásamt Mjása. María fór til Málaga að stússast. Hann er að dunda sér að skríða um allt og bögga mjása.

Hann er kominn með aðra tönn, hef ekki lengur tölu á þessu en þær eru orðnar margar.


Nýjar myndir

Myndir af mótinu komnar inn. Þarna er bæði lokakvöldið og myndir af vellinum.

Mótið búið

Jæja þá er þetta celeb pro-am mótið búið og það endaði með stæl.

Ég spilaði þriðja hringin mjög vel og fann þvílíkan mun á öllu sem ég var að gera fyrsta daginn og svo þann síðasta. Upphafshöggin eru snilld, in fact, þá ætla ég að breyta nafninu mínu í Siggi upphafshögg Rúnarsson. Ég spilaði með einum dana og tveim svíum sem kölluðu sig the swedish bandits og staupuðu sig með viskí nánast eftir hvert skot. Fyrir hverja holu sögðu þeir mér hvert væri best að fara og hvaða línu maður ætti að taka í upphafshögginu til að vera sem best settur. Þeir bentu t.d. og sögðu á milli bönkerana þarna í 240 metra fjarlægð. Siggi upphafshögg gjör svo vel setti öll helvítis höggin í ca 10 metra radíus þangað sem þeir bentu. Svo góð voru upphafshöggin.

Þarf samt greinilega að setja meiri áherslu núna á stutta spilið, sem kom soldið í veg fyrir að ég náði að skora vel. Það var mjög þykkt Bermuda gras í kringum grínin sem gerði vippin soldið erfið.

Við spiluðum síðasta daginn á Finca Cortesín sem er nýr völlur en strax orðinn umtalaður sem einn af þeim betri hérna niður frá. Hann er lengsti völlurinn í Evrópu af öftustu teigum segja þeir mér og áttu proarnir í erfiðleikum með hann.

Ég og Ben mættum snemma eins og vanalega og parkeruðum bílnum við húsið þar sem fáir voru mættir. Við tókum settin út og ætluðum að rölta á rangeið. Við vorum strax stoppaðir af öryggisverði sem sagði okkur að skilja settin eftir. Vóv,,,þetta er bara 1 mínútu labb á rangeið en hann krafðist og þetta eru klúbbhúsar reglur að engin eigi að bera settið sitt. Þannig að við þurftum að labba niður á rangeið sjálfir og settin okkar komu mínútu síðar á buggy bíl.

Þar sem þetta er nýr klúbbur þá voru allir að reyna að ganga í augun á okkur. Þjónustan var ótrúleg, hef aldrei séð neitt þessu líkt. rangeið var fullt af boltum, morgunverður dauðans og öll smáatriði á hreinu. Buggy bílarnir eru með sjónvarp alveg eins og þeir á San Roque þar sem maður sér layoutið á öllum holunum með hjálp GPS og getur einnig pantað sér mat og slíkt.

Sem sagt það var komið fram við okkur eins og stjörnur, ætli það hafi ekki verið útaf því að það voru actually stjörnur þarna og svo moldríkir kúnnar.

Það var svo verðlaunaafhending í gærkveldi þar sem glatt var á hjalla. Verðlaun voru veitt og uppboð á ýmsum hlutum til styrktar einhverjum málstað. Innrömmuð skyrta af Enska landsliðinu 2006 árituð af öllum leikmönnunum fór á 1400€ og var dýrasti hluturinn þarna. Svo voru Rangers skyrta, myndir, snekkjuferðir, hótelgistingar, golfhringir og allskonar hlutir á uppboði.

Vinur minn Des Walker kom með ensku skyrtuna úr sínu eigin safni og endaði svo að bjóða hæst í hana sjálfur. Hann er hetja.

Peter Reid gamla kempan mætti í matin og var áberandi á stjörnuborðinu með brandarann að vopni.

Svo var uppistand þar sem gæinn gerði óspart grín af einum manninum sem þarna var. Maðurinn heitir James og er aðalborinn, hann er vinur konungsfjölskyldunar og hann var m.a. með Díönu prinsessu á laum. Ben var að segja mér að það væri almenn vitneskja á Englandi að hann væri faðir Harry Prins, og benti á þá staðreynd að Harry er Ginger (rauðhærður), hvorki Diana né Karl eru rauðhærð.

anyways, þá kynntist ég öllum gæjunum frá lansanum í lúx sem þarna voru og fékk ég ófá nafnspjöldin frá hinum ýmsu aðilum m.a. Olle Karlsson sem var pró á Evrópska túrnum í 10 ár og vill ólmur taka nokkra hringi með mér til að skoða sveifluna. Stefnan er að spila Aloha með öðrum svía sem er meðlimur og svo Gustafson sem er á túrnum as we speak að spila í Portúgal á mótinu með Bigga Leif. Það verður gaman að fá að prófa Aloha þar sem hann er í fantaformi því Evróputúrinn var náttúrulega þarna á mótinu um síðustu helgi.

leiter, skelli inn myndum seinna.


Speedie

Við festum settin á buggy bílinn og tókum nokkrar púttstrokur áður en við lögðum í hann á 4. brautina þar sem við áttum að hefja leik. Þegar það vantaði 10 mín. í start settumst ég og Des uppí og þrusuðum af stað. Við það þá hrundi settið hans Des af bílnum með látum og við snarstoppuðum. Des stígur út og lítur á settið sitt sem liggur þarna á jörðinni með kylfurnar hálfar út og glottir í annað.

That Speedie devil, he grinned at me earlier that bastard. I didn´t recognise it then but now I know why.

Félagi hans Des, maður að nafni Speedie hafði þá greinilega læðst að bílnum okkar og losað settið hans Des þannig að það myndi örugglega hrynja af.

I´ll get him,,,,,just you wait,,,,I´ll get that bastard.


Des Walker

Spilaði annan hringin af þremur í dag í hífandi roki (gail force) á velli sem heitir San roque. Hann minnti mig soldið á helluna nema nokkrum levelum ofar í gæðum. Ég spilaði með styrninu Des Walker sem er hress gæji. Það voru allir á djamminu í gær eftir fyrsta hringinn og greinilega allir að taka á því. Glen og Des komu heim kl 6 um morgunin og sváfu því frekar lítið fyrir hringin. Des var eldhress (lesist, enn fullur) þegar ég fyrst hitti hann en fljótlega fór að draga úr hressleikanum þegar ölið þynntist í honum.

Des spilar af 10 í fgj og spilaði þokkalega. Ég spilaði betur í dag en í gær og er loksins kominn með gott sjálfstraust með ásinn. Það var hins vegar mjög erfitt að meta vindhviðurnar í innáhöggunum sem gerði allt skor frekar mellow. Allir yfir 30 punkta voru taldar hetjur. Ég veit ekki hve mikið ég skoraði en það var tuttugu og eitthvað sennilega.

Á morgun spilum við lokahringinn á Finca Cortesín og vonandi fáum við stilltara veður.

Ég hef verið samferða niður eftir með ungum pilti að nafni Ben. Hann er enskur atvinnumaður sem heldur með Arsenal, greyið hann. Við erum ágætis kumpánar en hann keyrir reyndar soldið hratt. Á morgun er komið að mér að keyra sem betur fer. anyways.....seinni hálfleikur byrjaður í ars-Liv....síja


Nýjar myndir

Nýjar myndir

1.aprílgabbið mitt

1. aprílgabbið mitt var í því formi að leika eins ílla og ég gat......það tókst...

anyways....mætti á mótið galvaskur. Spilaði ílla. Reyndi of mikið. Tapaði þá metrum og reyndi þá enn meira sem leiddi til lélegrar spilamennsku. Það var samt ógeðslega gaman. Géðveikur völlur á heitasta degi ársins á spáni. Ókeypis greenfee,morgunmatur dauðans (huge mikið af allskonar mat), Titleist boltar, vatn, bjór,3 polobolir og tí.

Svo sá ég alla þessa frægu kalla, þekkti samt bara Glen Hoddle í sjón.

Ég er í liði með Flemming (vinnur hjá Landsbankanum í Lúx), öðrum gæja frá Lansa í Lúx og svo Des Walker sem er gömul fótboltahetja. Í dag spilaði ég með Flemming, á morgun með einum af hinum og svo þriðja daginn síðasta gæjanum.

Í dag spiluðum við á Almenara sem er við hliðiná Valderama og San roque. Á morgun spilum við nýja völlinn á San Roque. Hann er draumur í dós segir fólk. Get ekki beðið.

Ætla að reyna að vera slakari en í dag. Það var einmitt það sem klikkaði í dag. Mig vantaði eiginlega Kára til að poppa annað slagið upp úr röffinu og hrópa....Siggi....slakur. Var of stífur og stirður. Ætli adrenalínið og væntingarnar hafi ekki riðið mig ofurliði.

Jæja á morgun er nýr og fallegur dagur eins og skáldið sagði.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband