Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

7 Vínarbúar

Ég snéri aftur til La Cala eftir hádegismat til að taka 18 holur á Ameríku.

Roy Keane var enn í Tennis þegar ég keyrði fram hjá. Ekki nóg með það heldur var hann orðinn ber að ofan. Ég sneri næstum við og fór heim af hræðslu.

Lék hringinn með 3 Vínarbúum sem voru í 7 manna golfferð. Þetta voru allt lögfræðingar og allir vel talandi á ensku. Þeir voru bara sprækir. I heard you got good bread there in Vín, you know....vínbread.....

Ég lék glimrandi fyrir utan upphafshöggin sem voru að stríða mér. Fór á +5 og notaði 26 pútt. Ég stend í þeirri trú að þegar ég næ ásnum góðum og stöðugum þá er skorið að batna um ca 5-10 högg. Fyrir mér veltur þetta ótrúlega mikið á að koma mér í góða stöðu eftir upphafshöggið. Ef ég er á braut þá er sóknartækifæri og hægt að gera eitthvað af viti. En í dag t.d. þá var ég oftar en ekki að reyna að redda mér eftir drive sem dregst til vinstri.

Fróðlegt verður að sjá hvernig þetta gengur á morgun.


Á leiðinni í mót

Á morgun fer ég í mitt fyrsta mót hérna á Spáni. Þetta er Pro-am-celebrities mót sem Landsbankinn í Lux er að sponsa.

Þarna verða sem sagt venjulegir golfarar, atvinnumenn og frægar fótboltastjórnur frá Englandi. Tja,,,,reyndar eru þetta allt gamlar stjörnur eins og Chris Waddle, Glenn Hoddle, David Speedie, Mark Draper, Des Walker, Steve Foster og reyndar einhverjir leikarar líka. Í fyrra mætti Paul Gazza Gascoigne líka þannig að það er aldrei að vita hvort hann mæti. Það væri sniðugt þar sem ég lauk einmitt ævisögu hans í gær á klóstinu. Yrði skemmtileg tilviljun.

Leikið verður í tveggja manna liðum yfir þrjá daga á þrem brilliant golfvöllum. Almenara, Finca Cortesin og San Roque þar sem úrtökumót Evrópumótaraðarinnar er haldið. Snilld.

Þar sem þessi vika er meistaradeildarvika verður boðið uppá alla leikina eftir hringina í einhverju lounge-i þar sem maður mun horfa á Liv-Ars leikin með þessum gömlu fótboltastjórnum sem m.a. léku með þessu liðum á sínum tíma.

Hann Palli, maður Elisabeth sem er vinkona Maríu vinnur í Landsbankanum í Lux og kom hann mér í samband við rétta aðila sem redduðu mér inn. Gott að þekkja rétta fólkið Wink

Anyways...þessi vellir eru í ca eins og hálfs tíma fjarlægð héðan og á ég teig kl 9. Þarf að vera mættur 8 en vill vera þarna kl 7 til að hita upp. Ætli maður þurfi ekki að ræsa sig kl 5 fyrir vikið. Þetta er samt þess virði. Bem.


Roy Keane

Var á heimleið í hádegismat eftir góðan æfingarmorgun þegar ég keyri frá hjá hótelinu í La Cala.

Viti menn, haldiði að ég sjái ekki Roy Keane röltandi með 3 gæjum uppað tennisvellinum. Þetta var frekar súrrealískt. Ætli hann sé ekki hérna með Sunderland í æfingarbúðum vegna hlés í deildinni.

Þetta er frekar vinsælt resort fyrir fótboltalið því fyrir ca mánuði síðan voru Ívar Ingimars og co frá Reading líka hérna, en ég sá þá reyndar ekki. 

Þetta ætlar bara ekki að enda með þetta stjörnufans hérna.


Mótið búið 2

Allavegana þá var þetta spennandi mót þar sem gamli vann unga á reynslunni.

Lee Westwood virtist ætla að ganga frá mótinu á fyrstu holunum en gaf svo eftir.

Það var ungur og efnilegur kylfingur að nafni O. Fisher sem stal senuni. Hann var með pálmann í höndunum þegar ca 4 holur voru eftir. Hann var kominn með 4 högga forystu á tímabili og allt virtist ganga vel hjá honum. En,,,,,það var hann gamli Thomas Levet sem kom hægt og bítandi upp töfluna eins gamall refur.

Fyrir lokaholuna átti ungi eitt högg á gamla. Ungi drævar þá í vatn og endar á skolla á meðan gamli seilast áfram á pari og leikurinn því orðinn jafn. Þeir fóru í bráðabana á 18. braut sem gamli Levet sigraði og fagnaði ákaft.

Þetta var kannski ágætt því gamli á ekki marga sigra eftir en þessi ungi Fisher á eftir að raða inn titlum í framtíðinni þar sem hann er aðeins 19 ára og er einn sá besti á sínum aldri og sá sem Nick Faldo segir að verði bestur í framtíðinni.

Á heildina litið var þetta mót mjög skemmtilegt og hafði allt sem maður vill á góðu móti. Gríðar gott veður (er rauðari en allt sem rautt er), frábær spilamennska, spennandi endir, ungir og efnilegir og gamlar stjörnur, íslendingur náði köttinu og ég fékk gefins bolta eins og lítil skólastelpa.....tíhí


Mótið búið

Síðasti dagur mótsins var mjög spennandi og skemmtilegur.

Ég byrjaði á því að labba með bigga hans 18 holur en honum gékk ekki vel. Endaði hringinn á 5 yfir og í heildina var hann á +9, síðastur af þeim sem náðu köttinu.

Team Iceland voru mætt til Spánar vegna móts niðrá Sotogrande og löbbuðu þau einnig með bigga ásamt mér,Staffan,betu og stebba.

Þetta Team Iceland er ekki landsliði Íslands heldur nokkurs konar auka hópur sem saman stendur aðallega af ungu og efnilegu fólki. Í hópnum eru m.a. stebbi már, Sissó, Pétur, Kristján og einhverjar stelpur sem ég veit ekki hvað heita.

anyways.....ég kvaddi svo hópinn eftir að biggi kláraði og fór að fylgjast með Johan Edfors þar sem hann er Úber svalur og var á flottu skori eftir 9. Þannig að ég bjóst við hörku spilamennsku og vildi fá nasaþefinn af því. Þegar ég kom við sögu var hann að byrja 10. brautina. Hann slæsaði fyrsta upphafshöggið sitt og þurfti því að taka annað upphafshögg.

Það slæsaði hann líka og íllt í efni. Hann ákvað að láta staðar numið og tók ekki varabolta. Við röltum því áfram og byrjum að leita að þessum tveim boltum hans. Við fundum síðari boltann en ekki fyrri. Edfors orðinn pirraður.

Síðari boltinn hans lá hálfan meter utan göngustígs í 40° halla. Hann hjakkar hann áfram um ca 50 metra. Pirringurinn nær hámarki hjá honum og hann neglir kylfunni niður í jörðina, og það fast. Þessi gæji er massaður (http://images.google.com/images?source=ig&hl=en&rlz=1G1GGLQ_ISIS248&q=Johan+Edfors&lr=lang_en%7Clang_is&um=1&ie=UTF-8&sa=N&tab=wi)

Hann ætlaði að negla kylfunni í grasið en vill ekki betur til en að hann hittir göngustíginn og kylfan smassast í helming. Þetta var mjög kúl að sjá, því neðri helmingur kylfunnar kastaðist uppí loft og Edfors greip hann svo með sömu hendinni þar sem hinn helmingur kylfunnar var. Hann var ekki lengi að láta kaddíin fela kylfuna því ef einhver dómari hefði séð þetta þá hefði honum sennilega verið refsað heiftarlega.

5.höggið hans kemst svo loks inná grín en hann endaði holuna á 8 höggum sem eru þrír yfir par. Það er vatn við hliðiná gríninu og ég var viss um að hann ætlaði að negla boltanum út í við fyrsta tækifæri.

Þetta var skelfilegt, um leið og ég byrja að fylgja honum þá breytist spilamennskan hjá honum úr -5 á fyrri yfir í tribble á 10.braut......hmmmmmm

En til að gera langa sögu stutta þá labbar hann af gríninu með boltann ennþá í hendinni og verður svo starsýnt á mig þar sem ég sit í grasinu við hliðiná gríninu. Úps......ég byrjaði að svitna.

Þegar hann svo nálgast mig, kastar hann boltanum til mín og gefur mér þennan óheilla bolta. Þetta er Titleist Pro V1x númer 3, merktur með rauðum punkti fyrir ofan þristinn.

ehem....ég ákvað að fylgja honum ekki meir í þeirri von um að honum myndi ganga betur.


3.hringur búinn

Ég labbaði með bigga þessar 18 í dag sem fóru frekar ílla. Hann endaði á +4 og lítið virtist ganga upp hjá honum.

Í dag labbaði ég með betu, stebba og staffan landsliðsþjálfara. Það var gaman og fróðlegt.

Á einni brautinni sló biggi boltan of mikið til vinstri og sveif hann yfir okkur og inní tré þar sem tjörn ein var staðsett. úps. Ekki örvænta. The iceman kemur til bjargar. Við rukum öll til og byrjuðum að leita. Viti menn. Ég finn boltann við tjarnarbakkann og biggi gat tekið víti þarna við hliðiná. Hann átti svo frábært högg þaðan inná grín og náði að bjarga skolla.

Þegar hann lauk hring tilti ég mér við 9.grínið og át samlokurnar mínar á meðan ég fylgdist með hinum ýmsu hetjum slá inná grín með misjöfnum árangri. Ég fór svo með Jimenez og Rory sem var í holli á eftir. Ég skiptist á að fylgjast með þessum tveim hollum þangað til á 15.brautinni þar sem ég beið eftir Westwood og fylgdi honum svo eftir til 18.holu. Sat svo í bullandi sól og yfirþyrmandi hita við 18. grínið og fylgdist með restinni af hollunum koma í hús.

Ég hélt að ég væri búinn að ná hámarki í rauðleika í andliti áður en ég kom heim og leit í spegil. Það var svo gott veður að ég er frekar útitekinn eftir daginn.

Á morgun er svo lokadagur mótsins þar sem biggi fer sennilega með fyrstu mönnum út.

Ég bara vona að hann viti af því að spánverjar breyta klukkunni á miðnætti þannig að hann missi ekki af rástímanum sínum.


Nýjar Myndir

Nýjar myndir og linkur fyrir Kötu á nýja símann

https://vefverslun.siminn.is/shop.do?pID=10264&finnaSima=true#onclick


Miguel Ángel Jimenez

Flestir golfararnir mættu á teig með hausinn í bringunni af einbeitingu og sögðu ekki mikið. Heilsuðu meðspilurum og slógu svo af teig.

Martin Kaymer þjóðverjinn ungi og efnilegi ásamt Jose Maria Olazábal voru mættir á teig ca 8 mín. fyrir teigtímann sinn eins og flestir gerðu. Það leið og beið og ekkert bólaði á Jimenez. Ég heyrði Ollie segja að hann væri mættur á svæðið og myndi pottþétt koma.

2 mín. í teig og skyndilega heyrast örugg skóhljóð þrammandi áfram. Birtist ekki Jimenez með bros á vör. Labbar upp stigann og horfir á mig og bíður góðan dag. Hann horfir svo á hina áhorfenduna og bíður þeim einnig góðan dag. Tekur svo í hendina á ræsinum og þeir spjalla saman báðir með bros á vör (nánast hlæjandi). Hann heilsar svo meðspilurum og þeim sem eftir voru.

Þarna fer maður sem geislar af lífshamingju. Hann er með bumbu og tagl en hann er alltaf brosandi og spjallandi við fólk. Ég get svarið að þegar ég fylgdist með honum labba til okkar og upp tröppurnar að 10. teig þá fannst mér eins og einhver væri fyrir aftan hann með ljóskastara og beindi honum að honum. Svo mikil var útgeislunin af Miguelito.

Í stuttu máli sagt, þá er hann með góða nærveru.


2. hringur búinn

Ég vaknaði kl 06:50 í morgun og var mættur kl 8 til að kíkjá þessar stórstjörnur á Aloha vellinum.

Ég kom mér vel fyrir í eina sætinu sem í boði var á 10.teig þar sem þeir byrjuðu í dag. Ég var staðsettur beint fyrir aftan teiginn í ca 8 metra fjarlægð frá teighöggunum. Ég var þarna í 1 og hálfan tíma sitjandi að fylgjast með upphafshöggum Jimenez/Olazabal/Kaymer/Edfors/Lawrie/Dyson/Mcilroy og fullt af fleirum.

Svo kom að mínum manni, Birgi Leif, og ég fylgdi honum allan hringinn. Ég labbaði með konunni hans, Betu, og Stefáni Má. Það var mjög gaman að fara 18 holur sem áhorfandi og fylgjast vel með öllum sem þessi gæjar gera.

Þetta byrjaði ágætlega hjá honum, var stabíll og stundum vantaði 2 cm uppá að fá fuglinn. Það var aðeins á 9 holunni (sem í raun er sú 18 á vellinum því hann byrjaði á 10.teig) sem hann klikkaði ílla. Innáhöggið lenti rétt fyrir utan grínið og var röffið frekar þykkt. Hann kiksaði vippið 2 metra áfram og kom boltanum ekki inná grín. Tvöfaldur skolli.

Ég var viss um að hann væri búinn að klúðra þessu þá en svo á seinni níu (fyrri níu) þá fékk hann 3 fugla, þar á meðal fugl á lokaholunni sem tryggði honum áframhaldandi keppni um helgina.

Hann er núna í 55 sæti og pari og köttið er +1. Kallinn áfram.....snilld.

Svo fór ég að labba með Lee Westwood og Darren Clarke sem var stuð. Gaman að sjá svona fræga kappa í 3 metra fjarlægð þruma drævinu 300 metra. Fylgdist einnig með Thomas Björn.

Svo var gaman að sjá að þessir menn eru mannlegir. Clarke tók ás á 7. holu þar sem flestir tóku járn. Hann þrumaði kúlunni í tré sem var í ca 30 metra fjarlægð. Tók svo annað höggið ca 30 metra áfram úr þykku röffi. Hann var sem sagt kominn ca 60 metra áfram og búinn með 2 högg. Hann endaði á dobbúl þessa holu.


1. hringur búinn

1. hringur búinn hjá Birgi Leif og niðurstaðan +1 sem er stórfínt miðað við að þeir sem fóru seinna út fengu mun meiri vind.

Á morgun á hann teig ca 9:30 og vonandi fær hann að njóta þess að byrja snemma.

Ég ætla að reyna að vakna 7 og vera mættur kl 8 til að sjá stjörnuhollið Olazábal/Jimenez/Kaymer og kíki svo á Birgi.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband