Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Meistarinn í fréttum

Kallinn er á forsíðu www.lacala.com sem hinn nýji Meistari klúbbsins.

Svo er aftur talað um þetta í fréttablaði klúbbsins.

Neðangreind slóð skýtur þér beint á greinina

http://www.lacala.com/sub_index.php?contenido=aplicaciones/mulligan/index&IdNot=1412&idioma=_eng

 

Þó verð ég að segja að ég hefði nú viljað fá eitthvað aðeins ítarlegra um spennuna og dramað. Og kannski meira frá þessum súperhring mínum þrír undir pari. En svona er þetta, öllum er skítsama og lífið heldur áfram.


Nýjar myndir frá Volvo Masters

Þær eru að finna á myndabloggi hér til vinstri.


Play suspended

Fór í morgun á Volvo Masters í mikilli rigningu. Leik var svo frestað þegar ég var búinn að vera þarna í smá tíma. Náði að fylgjast með Rory Mcilroy nokkrar holur. Nennti ekki að bíða þannig að ég fór aftur heim. Enda erum við að fara að sýna húsið og taka við lyklum að nýju íbúðinni í Fuengirola.


Sergio og Ég

Fór á Volvo masters í dag. Valderrama er í 40 mín fjarlægð frá mér og bíltúrinn hressandi. Fyrsti gæjinn sem ég sá var Andres Romero. Svo fór ég og kíkti á Sergio og ætlaði að fylgja honum frá byrjun. Fylgdist með honum á púttgríninu og svo á reinginu. Labbaði með honum þrjár holur en nennti svo ekki meir. Á þriðju holunni sem er par 3 staðsettir ég mig við grínið og fylgdist með þeim slá í 177 metra fjarlægð. Ég sá ekki bolta Sergios en allt í einu var kallað "fore" og kúlan lenti 5 metrum fyrir aftan mig. Ég staðsetti mig því nálægt kúlunni og var svo heppinn að kaddí Sergios plasseraði sér beint fyrir framan mig. Þannig var ég um hálfum metra frá samræðum þeirra beggja um hvernig hann ætti að koma sér úr þessu klandri.

Ég smyglaði náttúrulega símanum mínum inn sem er stranglega bannað og tók myndir þvers og kruss og hægri vinstri. Kolólöglegur.

Ég smellti einni leynimynd af Sergio þar sem hann var að fá lausn frá einhverju drasli meter fyrir framan mig. talandi um að livin on the edge.

Tók allt í allt 18 myndir og fór létt með það.

Ég ráfaði eitthvað um í kjölfarið og endaði svo 7 tíma dag á að sitja fyrir aftan 17.grínið í sirka 2 tíma og fylgdist með lokahollunum koma inn. Sá engann fara í vatnið en Stenson og Jimenez hentu sínum kúlum útí vatnið eftir á, stenson til að vera kúl en Jimenez til að vera fyndinn.

Bara einn af þessum gæjum reyndu við grínið í tveim höggum. Hver annar en lengsti maður epga, nefnilega Alvaró Quiros. Línan var fullkomin og hann lenti vel á gríni en skildi eftir 5 metra uppímóti pútt. Auðveldur fugl og uppskar hann mjög mikil fagnaðarlæti.

Það var frekar kalt í dag og svo er spáð viðbjóði næstu daga. Ég verð bara undir regnhlífinni með múskík í eyrum og pinseeker laserinn minn til að mæla vegalengdirnar. ROCK ON


Klúbbmeistarinn talar

Ég endurtek, ÉG ER KLÚBBMEISTARI GOLFKLÚBBSINS LA CALA RESORT Á SPÁNI ÁRIÐ 2008.

Svo það sé bara á hreinu.

Frekari lýsingar á sigurhringnum eru hér að neðan.


Meistarar mótmæla

Ég firmaði undir þennan netlista og stend stoltur við það. Enda er ég líka meistari.
mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2. Hringur (sigurhringurinn)

1.hola:Par5: Erfið upphækkandi hola sem er hcp 1. Mjög testí svona sem fyrsta hola dagsins. Ég tók nervus dræv og var stuttur en samt á braut. Næsta högg var blendingur og mjög lélegt högg sem endaði nálægt trjám í 135 metra fjarlægð. Þriðja höggið var því 7 járn, feidað til hægri í kringum tréin og tókst mjög vel til. Var samt aðeins of langur og endaði í sandi. Gott glompuhögg en klikkaði á par púttinu. Skor skolli.

2.hola:Par3: Extreeeeeme niðurhallandi hola og pinninn var í 180 metra fjarlægð. Mjög mjótt grínsvæði og bönker sem umlykur allt grínið þar í kring. Tók 6 járn og lenti hægra megin við grín í brekku og fékk members bounce og endaði á gríni. Átti 5 metra pútt fyrir fugli sem rétt geigaði. Skor Par.

3.hola:Par4: Með góðu upphafshöggi hér fer maður of langt og lendir í tjörn. Þannig að strategían er að feida ásinn til hægri til að tapa um 10-20 metrum. Tókst ekki og höggið var beint en sem betur fer lélegt og því 10 metra stutt frá tjörn. 60° frá 65 metrum sem er of langt en lendir í brekku og spinnast 5 metra til baka pin high. Set 3 metra fuglapúttið ofan í og dagurinn rétt að byrja.Skor Fugl.

4.hola:Par4: Ágætt dræv en feidar aðeins til hægri og endar í þykku röffi og í asnalegri upphallandi legu. Tek 7 járn frá 130 metrum og boltinn snýst frá hægri til vinstri um 50 metra í loftinu og ég enda rétt utan gríns. Vippa ágætu vippi þaðan en á extreme erfitt pútt fyrir pari. 2 metra niðurhallandi extreme hægri til vinstri pútt sem ég smyr í holuna að hætti hússins. Skor par.

5.hola:par4: Upphafshögg púllað smávegis til vinstri og lendir í bönker en skoppar uppúr honum og endar á perfect stað. 60° frá 44 metrum of stutt. Þruma fuglapúttinu í holuna frá um 3 metrum. Skor fugl.

6.hola: par4: Hola í niðurhalla með mjög þröngu lendingarsvæði, oft tekur maður bara blending og skilur eftir 8-9 járn. En þar sem ég var með sjálfstraustið í botni þá tók ég ásinn og þrykki kúlunni á miðja braut. Can I get a hóóóó.....Núverandi meistarinn setti t.d. þrjá bolta útí ruslið og var útúr keppninni eftir það, tölfræðilega og sálfræðilega. Tek 54° í 90 metra högg og lendi pinhigh en spinna 6 metra tilbaka. Rétt klikka á fugl púttinu. Skor Par.

7.hola:par5: Þessi hola liggur öll meðfram hlíð og beygir ávallt til vinstri meðfram hlíðinni. Allt hallar til hægri þar sem ruslið er, en merkt með rauðum hælum. Maður getur bara tekið blending því annars yfirskýtur maður brautina og endar í víti. Tek því blending og fer beint í draslið. Víti. Tek því þriðja höggið þar með 6 járni og þarf að leggja upp. Fjórða höggið var í 100 metra fjarlægð og ég notaði 54° sem endaði pin high en 4 metrum til hægri. Mjög erfitt par pútt yfir hrygg sem klikkar.Skor skolli.

8.hola:Par3: 100 metra högg með 54° aðeins of langt og meter fyrir aftan grínið. Pútta í niðurhalla sirka 10 metra pútti og geri það vel, rétt geigar. Skor par.

9.hola:par4: Tek Tiger línuna og kötta vel af brautinni, frábært upphafshögg. Á 100 metra extreme upphalla eftir og tek W. Tek lélegt högg sem er fat og næ ekki inná grín og enda 15 metrum fyrir framan grínið og á, enn og aftur, michelson lobb fyrir höndum. Breyti högginu á síðustu stundu og ákvað að taka normal hátt chipp. Hefði betur sleppt því, ég var of stuttur og enn ekki á gríni. Fjórða höggið var því reitt chipp og skildi eftir 1 og hálfan meter til baka. Testí pútt sem ég set niður. Skor skolli.

Fyrri níu því á +1 og +7 í heildina. Var að spila svona lala golf en samt enn í baráttunni. Þefa það uppi að tékkinn var á +2 og samtals +6 og svíinn á +3 og samtals +7. Spennandi.

10.hola:par4: Hola þar sem maður tekur oft blending til að spila seif. Ekki í dag mi amigo. Ágætt upphafshögg og átti einungis 60 metra eftir í pinna. 60° flott högg og skil eftir 4 metra pútt. Allir vorum við í góðu fuglafæri. Ég set fyrstur niður mitt fuglapútt og tékkinn og svíinn fylgja svo í kjölfarið. The race is on. Skor fugl.

11.hola:par4: Önnur hola þar sem maður tekur blending oft á tíðum. Í þetta sinn tek ég greyið og hitti að sjálfsögðu lélegt högg sem feidar til hægri. Er útí háu röffi og kúlan rétt hékk uppi og ég átti 70 metra eftir með extreme upphallandi legu. Boltinn var mjög hátt uppi miðað við fæturnar og ég miðaði því 30 metrum til hægri. 54° sem sveigjast vel til vinstri eins og við var að búast en of mikið. Samt á gríni en á ómögulegt 20 metra pútt eftir. Tékkinn smyr öðru högginu sínu meter frá stöng og hann var því í bílstjórasætinu. Ég skoða mitt 20 metra pútt vel og dúndra því svo í friggin holuna en fagna ekki því ég er kúl. Tékkinn klikkar svo á sínu einfalda pútti og ég strax byrjaður að semja bloggið í huganum um vinningshringinn. Skor fugl.

12.hola:par3: extreme niðurhallandi 120 metra högg og ég tek 54° sem er kylfu of lítið og ég skil eftir 15 metra langt pútt frá grínkanti sem þarf að ferðast yfir tvo hryggi. Ég negli púttinu langt fram yfir holuna og á 3 metra pútt tilbaka fyrir pari. Klikka á því og strax kominn aftur niður á jörðina. Skor skolli.

13.hola:par4: Ágætt upphafshögg en í nastí mjög þykku röffi 70 metra frá pinna. Tek frábært högg með 54° úr þessu rusli og enda um 15 metrum frá holu. Mjög sáttur. Set þetta monster pútt í miðja holu án þess að svitna og finnst ég vera heitur sem teitur í púttum, en fagna samt ekki því ég er kúl. Skor fugl.

14.hola:par5: Feida ásinn til hægri en er samt á braut. 190 metrar eftir í niðurhalla og mjöög mjótt grín þar sem bönkerar hylja hægri hliðina og tjörn þá vinstri. Tek því skynsamlega ákvörðun um að vera of stuttur og feida 5 járn 20 metrum frá gríni. Skil eftir mjög erfitt högg þar sem vatnið er bakvið holuna og bönker á milli mín og pinna. Ekkert grín til að vinna með og ég slæ bara seif 60° vel vinstra megin við pinna. Dúndra þvínæst þessu 10 metra pútti í fyrir fugli og finnst ég vera fallegasti maður á jörðinni. Skor fugl.

Þegar þarna var komið við sögu þá var ég á samtals +4 og tékkinn á +5. Spennan magnast.....

15.hola:par4: Erfið par 4 og ég slæ lala dræv á miðja braut. Á 135 metra eftir og tek 8 járn því grínið er í upphalla. Frábært blint högg á perfect línu en 3 metrum fram yfir holu. Tékkinn tekur líka blint högg og endar á gríni pin high en 20 metrum til hægri. Hann skilur eftir meterspútt fyrir pari sem hann setur í og ég tvípútta. Skor par. Ég á því enn 1 högg.

16.hola:par3: Upp í móti og erfið aðkoma. Ég slæ 4 járn og lendi í tréi en fæ frábært ólógískt bounce frá tréinu og enda bara 2 metrum frá gríni. Einn marshallinn sem var að fylgjast með sagði að þetta var fáránlega heppið kikk af þessu tréi og í 99% tilfella hefði kúlan átt að kastast til vinstri inní rugl og týnast. Vippa 30cm frá holu og gott par staðreynd. Hjúkk. Skor par.

Tékkinn setur niður ómögulegt, fáránlegt 30 metra pútt í niðurhalla fyrir fugli og við orðnir jafnir og tvær holur eftir.(jafntefli hefði dugað honum til sigurs).

Ég þurfti sem sagt allavega einn fugl í viðbót til að vinna.

Á þessum tímapunkti var fólk komið til að fylgjast með. The General Manager og aðrið háttsettir menn voru komnir til að fylgjast með hver yrði næsti Meistari Klúbbsins. Taugarnar þandar.

17.hola:par4: Lélegt dræv en fær heppnis skopp yfir bönker og á 135 metra eftir. Tékkin slær annað höggið fyrst og skilur eftir 10 metra pútt í extreme niðurhalla. Mjög erfitt. Ég hugsa því. It´s now or never. Smyr þvínæst áttu járni meter frá stöng. Tékkinn er, undarlega, of stuttur í sínu pútti og skilur eftir meterspútt fyrir pari, sem hann setur í. Ég á sem sagt meter eftir en í niðurhalla og pínu vinstri til hægri. Set það örugglega í og fagna gífurlega. Skor fugl.

Fyrir lokaholuna átti ég sem sagt 1 högg á tékkann. Aðrir voru orðnir áhorfendur af þessari baráttu milli myndarlega piltsins og Remax skrímslisins. Svínn segir svo á átjánda teignum. Well guys, the last hole, good luck. KABLOOIE. Ég snarhvítna og verð gífurlega óstyrkur. Ég sé titilinn í hyllingum og finnst ég vera með aðra höndina á bikarnum. Sem er, að sjálfsögðu, mjög slæmt því öll einbeiting hverfur þá út um gluggann.

18.hola:par5: Brautin liggur í miklum upphalla í fyrsta högginu en maður getur samt ekki tekið ásinn því þá fer maður yfir brautina og týndur bolti. Ég hefði átt að taka blending og spila seif, svona eftir á að hyggja, en ég tók 3 tréið, vin minn. Ég var mjög óstyrkur fyrir þetta högg, meira heldur en á fyrsta teig. Feida höggið til hægri og ég var ekki viss hvort kúlan hefði farið í draslið. Tékkinn átti frábært högg á miðri braut. Við keyrðum upp og leitum að boltanum í smá stund. Svo heyri ég kallað, hey, it´s here in the bunker. Hef sjaldan verið jafn ánægður að vera í bönker og í þetta sinn. Slæ léttan blending með feidi uppúr bönkernum þar sem það er gott hátt högg sem fer ávallt yfir glompubrún. Slæ aðeins of mikinn sand og enda 106 metrum frá pinna í röffi og miklum upphalla í staðin fyrir að vera í 50 metra fjarlægð. Tékkinn púllar 3 tré til vinstri og er einnig í röffi.

Ég sá Maríu og Sebas bíða eftir mér en varð samt ekkert stressaður á þessu augnabliki. Leið bara vel. Sló fullkomið PW uppúr röffinu og enda á gríni nokkra metra frá pinna í niðurhalla. Ok. Nánast öruggt par og tékkinn verður að ná fugli til að jafna (og vinna keppnina). Hann yfirslær pinnan og endar 10 metrum frá holu og á erfitt niðurhallandi pútt til að knýja fram sigur.

Hann rétt klikkar og mér nægir því að tvípútta og ég skil eftir einhverja 20 cm sem ég tappa í fyrir Sigri. Tékkinn reyndi að brosa í gegnum tárinn en hann var mjög vonsvikinn og talaði við fáa eftir þetta.

Fráfarandi meistarinn var snöggur til og var fyrstur til að óska mér til hamingju. Aðrir fylgdu í kjölfarið og hendin á mér orðin aum eftir öll þessi handabönd. Myndir voru teknar, bros brosuð og þakkir færðar.

Ólýsanleg gleði hjá fjölskyldunni núna. Við sungum Kampeóóónes lagið alla leiðina í bílnum heim.


KLÚBBMEISTARI LA CALA RESORT 2008

Ég er klúbbmeistari La Cala Resort 2008.

Ég vann þetta í dag með hring uppá þrír undir pari. Þetta var hörð barátta milli mín, svíans (þrefaldur meistari) og tékkans (eigandi Remax í tékklandi og slóvakslöndunum).

Þetta réðist á átjánda gríninu þar sem ég hafði eitt högg á tékkann og hann þurfti 10 metra pútt í fyrir fugli til að jafna. Hefðum við verið jafnir þá hefði titillinn verið hans því það er einhver fáránleg regla í klúbbnum sem segir að sá sem er með hærri forgjöf vinni. Þetta er scratch mót og forgjöf kemur málinu bara ekkert við. Þetta er púra höggleikur. anyways, hann klikkaði og mér nægði að tvípútta fyrir pari um 4 metra pútti sem ég og gerði og stóð uppi sem sigurvegari með eins högga mun.

+6 og -3 samtals +3 for the tournament. Tékkinn var +4 og E samtals +4. Núverandi meistarinn átti slæman dag og svíinn dróst aftur úr á 12 braut.

Þetta var skrýtin tilfinning. Eitthvað nýtt sem ég hef aldrei fundið áður. María og Sebas biðu eftir mér á lokagríninu, svona rétt til að hafa þetta eins og á alvöru móti. Reyndar byrjaði Sebas að væla því hann vildi koma til mín á gríninu en fékk ekki því the final moment var eftir. Þannig að þau fóru inní bíl svo þau myndu ekki trufla tékkan við púttið sitt og mig.


hálsbólga

Sebas er með hálsbólgu dauðans. Þegar hann hóstar þá er eins og hann sé að æla, svo þurr er hálsinn orðinn á honum greyinu. Hann er oft mjög lítill í sér en tekur svo spretti þar sem hann er eins og á spýtti. Það er sennilega útaf mjólkurhunanginu sem við gefum honum til að mýkja hálsinn. Soldill sykur í því.

Hefur einhver eitthvað golden ráð við hálsbólgu? Til að mýkja hálsinn og auðvelda honum að kyngja.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband