Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Kvef

Einn ég sit og sauma. Ég er kvefaður og með beinverki. Það er rigning úti. Það er ekkert í sjónvarpinu. María og Sebastian eru á útsölum með tengdó inní Málaga.

Hey, þegar lífið réttir þér sítrónur, gerðu þá sítrónusafa.


Lax

Við vorum í jólamatarboði hjá Los Antonios þann 6.jan og borðuðum mjög fínan mat sem var margrétta. Allir voru spariklæddir þar sem þetta er frekar hátíðlegt og í þokkabót átti bróðir Maríu afmæli. Mamma hefur aðeins lært spænsku og kann nokkur orð og reynir sitt besta við að gera sig skiljanlega. Það var nokkuð liðið á matarhaldið þegar hún segir með sínum sérstaka hreim ,,la comida exalante"

Það sló dauðaþögn yfir matarborðið og tengdó litu hvort á annað. Ég og María snarstoppuðum bitana sem voru á leið uppí munn og litum á mömmu. Pabbi hélt bara áfram að borða (enda ónæmur fyrir öllu sem heitir erlend tungumál)

Hin konunglega spænska orðabók www.rae.es skilgreinir orðið "laxante" sem meðal til að auðvelda útgang hægða.

Þessi sérstaki spænski hreimur sem mamma hefur þróað með sér undanfarin ár gerði það að verkum að það sem tengdaforeldrar mínir og aðrir við borðið heyrðu þetta kvöldið var nokkurn vegin svona: Maturinn er hægðarlosandi 

Að sjálfsögðu ætlaði mamma náttúrulega að segja ,,la comida esta excelente" sem útleggst: Maturinn er framúrskarandi.

En svona fór um sjóferð þá.

ps. ég hef það fyrir víst að mamma skilur meira en hún getur talað

 


Friður á jörð

Það er komið að endalokum heimsóknar foreldra minna og fljúga þau út á morgun um kl 15.

Það verður hálftómlegt hérna án þeirra og verður þeirra sárt saknað. Þetta er búið að vera mjög gaman, sérstaklega fyrir Sebastian sem hefur notið þess að láta kenna sér ýmsa nýja hluti eins og hið klassíska hæ fæf, klappar hann og klappar hann, og hver man ekki eftir gullmolanum hvað ertu stór. Hann hefur tekið miklum framförum á þessari viku og hefur nú ýmis brögð í pokahorninu til að bræða hjörtu viðstaddra.

Pabbi hefur verið með barítón rödd allan tíman þar sem hann kom með hálfgert semi-kvef með sér hingað út. Samt aldrei háð honum neitt og fór hann meðal annars í golf með syni sínum á blíðviðris degi.

Mamma er búin að vera lasin núna síðari hlutann og liggur nú uppí rúmi með sudoku bók og reynir að láta það líða úr sér fyrir flugið á morgun.

Þessir íslendingar....díses....allir meira og minna hálfkvefaðir.....[skrifar Sigursteinn og snýtir sér rösklega í vasaklútinn og gjóar augunum að íslenska fánanum sem blaktir útá svölum]

Talandi um þennan fána. Við ákváðum að taka hann með okkur þar sem Pétur hafði yfirgefið hann hér forðum daga eftir landsleik og bjór í Álfheimum. Við veittum honum húsaskjól og sómar hann sér núna vel útá svölum og blaktir stöku sinnum til að minna á sig.

 María og Bassi (eins og afi hans kallar hann) liggja nú uppí sófa og sofa sínu ljúfu síestu, mamma uppí rúmi með su-doku og pabbi útá svölum í sólbaði með su-doku.

Stundum er gott að vera til.

 


Heimsóknin

Jæja þá eru gömlu hjónin búin að vera hjá okkur í nokkra daga. Allt hefur gengið vel, við höfum farið í skoðunarferðir um hverfið, farið í miramar, corte inglés og í golf. Reyndar rigndi svo mikið þann þriðja að vellinum var lokað og ég og pabbi vorum frekar fegnir að sleppa við þann hring. Í morgun fórum ég og mamma hring í stilltu veðri en soldið köldu, okkur gékk ágætlega, ég fór á +5.

Á morgun förum við til Málaga að skoða festivalið sem verður í miðbænum þar sem vitringarnir koma í bæinn með gjafirnar til barnanna. Það er soldil serimonia í kringum það og við ætlum að reyna að upplifa smá öðruvísi jólastemmingu.

Þann 6. verður svo farið í golf aftur og að borða fínt hjá Los Antonios þar sem þetta er aðaldagurinn, sem þessar ofangreindu gjafir eru teknar upp. Svo á Antonio junior líka afmæli.

fyrstu dagana var ekkert spes veður en núna er útlitið mjög gott framundan.

Við erum loksins komin með þráðlaust net og allt loksins orðið eins og við vildum í upphafi.


Mamma og Pabbi

ma og pa eru að koma í heimsókn eftir ca 45 mín. Þau ætla að vera frá 1-8 jan. Erum búin að hlakka til að fá þau hingað og sýna þeim húddið okkar. Ætlum í golf 3 morgna en restin verður helguð skoðunarferðum og almennu tsilli.

Annars er það að frétta að við fengum adsl. en að sjálfsögðu var maðkur í mysunni þar sem þetta er ekki wi-fi heldur kapall úr vegg í tölvu. Þannig að enn lætur þráðlausa netið bíða eftir sér. Erum þó allavegana hætt að ræna neti frá nágrönnum og komin á öruggt net sem ekki er opið öllum.

leiter....erum á leiðinni á völlinn að sækja gömlu.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband