Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Dans

ég gleymdi að segja frá því að Sebastian er byrjaður að dansa. Þegar hann heyrir tónlist sem honum líkar byrjar hann að rugga sér fram og til baka. Svona eins konar vagg og velta.

Tónlistaruppeldið er strax byrjað að kikka inn.


Patear

EKkert svo sum að frétta.

Fékk í gær boltana sem ég keypti á netinu Callaway HX tour 48 stk á 40€. Útí búð kosta 12 stk 48€, kjarakaup það. Pantaði þá á sunnudaginn og fékk á miðvikudaginn. kúl.

Fór í morgun með nýju boltana mína og sló nokkur hundruð högg úr glompu. Vippaði svo og púttaði svo. Fór svo á range-ið. Málið dautt.

Á morgun ætla ég hring.

Bíð spenntur eftir 10kg múrnum. Það styttist í það. Kannski á morgun eftir hringinn. Hvað heldur þú Kata?

Svo býst ég við að ég missi hámark 5 kg í febrúar. Þessi fyrstu kíló eru alltaf auðveldust.


Glampinn

Ég spilaði einn í dag alveg upp að 16. holu. Þá náði ég í rassgatið á tveim írum sem voru fínir. Þeir voru í kringum 70 árin en eldhressir engu að síður, eins og írum sæmir. Írar eru mun hressari og opnari en englendingar, sem eru annars ágætir líka.

En það er alltaf sama sagan með þessa meðspilara, menn kynna sig og segja nokkra brandara um vangetu sína í golfi. Svo á næstu holu er kafað aðeins dýpra og spurt útí veru manns á Spáni. Nánast allir halda að maður sé í fríi í viku eða tvær. Þá segi ég þeim að ég eigi heima hérna og sé meðlimur. Þá er spurt útí hvað ég geri og ég segist spila golf. Þá brosa menn og koma með nokkrar spaugilegar línur um hve gott það væri ef það væri satt.

Þegar þeir sjá að ég er ekki að leiðrétta þetta þá snarstoppar andlitið á þeim og þeir sýna manni einlægan áhuga. Spurja útí af hverju, hvernig það sé hægt og nokkrar spurningar í viðbót. Svo ræða félagarnir saman í golfbílnum undir rós á keyrslunni að næstu holu svo ég heyri ekki til og koma svo með nokkrar vandaðar og sérvaldar spurningar í viðbót á næstu holu.

En ég reyni annars að forðast það eins og ég get að segja frá því sem ég geri, því ég nenni ekki að segja alltaf þessa sömu gömlu tuggu aftur og aftur, svara þessum sömu spurningum aftur og aftur, heyra þessa sömu brandara aftur og aftur.

Svo í lok 18. holu er alltaf tekist í hendur og þakkað fyrir hringinn. Þessir ýmsu menn frá Bretlandi sem ég hef spilað með síðan ég gerðist meðlimur hafa allir verið í fríi í nokkra daga (ekki meðlimir) og allir sem einn alltaf boðið mér í bjór/te og spjall eftir hringinn, undantekningarlaust. Þessir bretar eru svo miklir sjéntilmenn.

En það er samt eitt sem ég hef tekið eftir sem er gegnum gangandi með þessa menn. Þegar ég hef sagt þeim frá mínu golf ævintýri þá kemur einhver glampi í augun á þeim. Þessi glampi segir sögu af þeim tíma þegar þeir voru ungir menn og heimurinn lá fyrir fótum þeirra. Hann segir ennfremur frá þeim glötuðu tækifærum sem þeir nýttu ekki og sem sátu á hakanum þar til einn daginn, þá vöknuðu þeir upp sjötíu ára gamlir. Þessi glampi heitir eftirsjá.

 

 


Hringur

Fór 18 á Evrópu í dag. Það gekk framar vonum fyrri níu (5pör,2fuglar,2skollar). Seinni níu ekki jafn góðar, 4 skollar í röð svo par, fugl,fugl,par,par. Ekki alslæmt en á seinni níu var ég að taka slæmar ákvarðanir og nokkur slæm högg í ofanálag. Mér finnst ég eiga ótrúlega mikið inni, þannig að ég er frekar sáttur við hringinn í heildina.

Það er samt þannig að þeir stilla teigunum alltaf upp framar en gulir eiga að vera, til að spara teigana. Þannig að þetta skor er ekki eins gott og það lítur út fyrir að vera. Ég tala nú ekki um ef ég væri að spila af hvítum. En....ágætis byrjun.


Ping

Gabriel félagi minn notar vision járnkylfur. Hann fékk að prófa nokkur skot með mínum Ping s59 um daginn og viti menn. Hann er búinn að kaupa sér nýju Ping kylfurnar I10. Hann keypti þær í gær á 800€

The power of Ping.

 

Er núna í mat og ætla svo einn 18 holu hring, sennilega á Evrópu. Ég læt vita hvernig sá hringur gékk.


Johnny Aspen

Ég sendi afmæliskveðju til Johnny Aspen.

Hann á afmæli í dag.

Til hamingju.


Radio

Það tekur mig 15 mín. að aka til La Cala frá heimili mínu. Ég fer 4 ferðir yfir daginn sem gera 60 mín. af bíltúr þar sem ég nýti tímann í að hlusta á tónlist. Hef verið að tékka á þessum milljón útvarpsstöðvum sem í boði eru og hægt er að flokka þær í 4 flokka.

1.Klassísk tónlist og gömul spænsk tónlist

2.Talstöðvar.

3.Spænskt wannabe contemporary sápupopp

4. Breskar stöðvar

Hvað haldiði að ég hlusti á?.........geisladiska.

En þegar ég skipti yfir á útvarpið í þeirri veiku von að eitthvað sé áheyrilegt þá eru eingöngu þær bresku stöðvar sem koma til greina. Þar eru stöðvar eins og Spectrum, wave, The Beat og fleiri.

Það sem er alla daga í spilun er m.a. Pet shop boys, Elton John, Gabrielle, CC Music Factory með lög eins og pump up the volume og I´ve got the power, Snap með Rhythm is a dancer , londonbeat með I´ve been thinking about you. Gott stöff.

Það er engin stöð sem spilar indí,rokk, eða e-ð sem líkist nútíma tónlist.


Þórir

Í allan dag var ég að brosa í laumi og hlæja inní mér af litlu atviki sem henti kunningja minn fyrir nokkrum árum.

Hann Þórir Sigmunds MA-ingur var staddur í New York fyrir nokkrum árum og fór ásamt vinkonu sinni í verslunarleiðangur. Hann sá flottan jakka í búðarglugga einnar tískuverslunar á einni gínunni. Þau fóru inn og leituðu að þessum jakka en fundu ekki. Þá snéru þau sér að starfsmanni og ætluðu að spurja um hann. Þórir var greinilega ekki búinn að kveikja á skólabókarenskunni þennan daginn því þegar hann ætlaði að spurja um jakkann var hann soldið stamandi.

Yes, can you please tell me where I can find that same jacket this plastic man has on.

Vinkona Þórirs skellti uppúr og starfsmaður verslunarinnar horfði skringilega á hann. Þegar Þórir hafði áttað sig á því að í New York eru menn ekki vanir því að sjá marga plastkalla á vappi hófst leitin að rétta orðinu. Vinkona hans kom honum til bjargar og málið fékk farsælan endi. 

Orðið sem hann var að leita að er mannequin. Það eru ekki allir sem vita það. Svona er lífið, alltaf að læra.

óborganlegt.


Sveiflan fundin

Í dag fann ég sveifluna, breytingin felst í því að ég loka vinstri hendinni meira í gripinu. Svo að V-ið sem þumalputtinn myndar vísar á hægri öxl. Þetta gerir það að verkum að í höggstöðu er kylfuhausinn loksins afréttur í staðin fyrir smá opinn. Þannig kem ég í veg fyrir þetta ömurlega fade högg sem drífur bara 80% af áætlaðri vegalengd. 

Mér leið mjög vel í járnunum en driverinn datt soldið út fyrir vikið, þarf bara aðeins að stilla hann aftur af.

Í öðrum fréttum er það helst að ég fann ekki sveiflu englendingsins.


Fróðleikur

Á síðustu 3 árum hefur La Cala m.a. haldið úrtökumótið fyrir Evróputúr kvenna, úrtökumót spænsku mótaraðarinnar, spænska tvímenningar-meistaramótið síðasta sumar (þar sem Miguel Ángel Jiménez vann).

Einnig setti La Cala heimsmet síðasta sumar sem skráð er í heimsmetabók Guinnes. Það var haldið mót á öllum völlunum samtímis og 614 mann tóku þátt, sem er metfjöldi í einu og sama mótinu.

 


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband