Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
29.12.2007 | 21:58
Netið út og inn
hef ekkert getað skrifað því netið dettur út og inn.
fáum okkar eigið net á næstu 48 klst. samkvæmt sms sem ég fékk áðan. þá getur maður aftur farið af stað.
ps. fór minn fyrsta golfhring síðan í ágúst (að ég held). spilaði ágætlega, engir töfrar en engin alvarleg mistök heldur. bara dead solid +4. keeeeeellllinn
Bloggar | Breytt 1.1.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 23:00
Búmm
Fór í gær að horfa á barca-real leikinn. fullt af enskum og írskum börum hérna í Cala de mijas þannig að ég smeygði mér inná einn írskann. Settist niður og tók fljótt eftir því að það var yfirgefinn bakpoki við borðið. Ég leit í kringum mig og sá þar tvo bræður(afríska) glottandi í áttina til mín. Ég spurði þá hvort bakpokinn væri á þeirra vegum og þeir svöruðu á bjagaðri spænsku sem ég varla skildi að svo væri raunin. En svo bætti annar þeirra við að ég hefði ekkert að óttast, það væri ekkert búmm búmm í pokanum
Ég var ekkert að pæla í slíku þegar ég sá þennan bakpoka einn og yfirgefin þarna við borðið, en eftir að annar bróðirinn sagði þetta sat ég í svitabaði og taldi nánast niður sekúndurnar sem ég átti eftir ólifað. Ég var ekki lengi að gúlpa í mig appelsínusafann sem var nýkominn á borðið til mín og kvaddi viðstadda eins og myndi aldrei sjá þá aftur.
Ég fór inn á annan bar og horfði á barca tapa annars leiðinlegum og bragðdaufum leik. Þarna fóru 90 mínútur sem ég fæ aldrei aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 14:02
Gleðileg Jól
Fór út að hlaupa í tilefni þess að það hefur stytt upp. fjör
Við munum fara núna til tengdó að borða og taka upp pakka að íslenskum sið. Það er kosturinn við að vera giftur kaþólikka, maður fær pakka 24. des og 5.jan.
Annars er 25. að sjálfsögðu aðaldagurinn hérna
við hleyptum mjása útá svalirnar í fyrsta sinn, hann var orðinn eitthvað svo fölur þannig að við ákváðum að leyfa honum líka að fara í sólbað. tanaður í drasl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 16:01
Þrumur og eldingar
í nótt voru þrumur og eldingar, mjög kúl. Það sló meira að segja út rafmagni hérna. Ég var útí glugga eins og barn með snuð.
Við ákváðum í tilefni þessa skemmtilega veðurs að hafa þetta nærbuxnadag hjá okkur í dag, og höfum við haft það gott í allan dag, horfandi á næturvaktina,family guy og southpark til skiptis (reyndar eru maría og sebastian full klædd og hafa gert margt hérna á heimilinu, hmmmm, reyndar var ég sá eini sem hefur verið í náttfötunum í allan dag og flatmagað uppí sófa) jæja, anyways.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 19:57
Jólin eru komin
Við vorum rétt nývöknuð og enn í náttfötunum þegar bankað var á dyrnar hjá okkur. Ég kíkti út um pípgatið og sá þar óeinkennisklæddan mann með pakka undir hönd. Þá færðist bros á andlit stráksa því þar var hann viss um að jólapakkinn frá fróni væri kominn í leitirnar. Svo reyndist vera og hófst nú gleði mikil sem fólst í því að skella jólalögunum í tölvunni í botn með Helgu möller og bó í aðalhlutverkum og rífa kassann í sundur.
Þarna voru nokkrir pakkar sem verða teknir upp þann 24. (flestir þó merktir Sebastian, sem ég skil ekki því ég er jú enn aðalbarnið í fjölskyldunni) Þarna var líka stærðarinnar svínahamborgarahryggur, bacon og súrkál sem matreytt verður þegar mamma og pabbi koma í heimsókn þann 1.janúar. Markverðast fannst mér nú pokinn sem fullur var af íslensku nammi, rís, draumur og allskonar súkkulaði. Ég hef ekkert samviskubit yfir því að tæta það í mig því ég fór jú út að hlaupa þarna um daginn
Rúsínan í pulsuendanum var samt íslenska golfblaðið sem ég ligg nú yfir.
ehem nei, það sem ég ætlaði auðvitað að segja var að aðalmálið var náttúrulega fallegasta bútateppi sem litið hefur dagsins ljós. Mamma lá vikum saman og saumaði teppið fyrir Sebastian og sendi okkur nú fullgert. Vonandi verður það vettvangur Sebastians til að læra að skríða og labba. Sjáum til.
TAKK FYRIR PAKKANN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2007 | 11:51
Jello
Ég setti á mig hlaupaskóna áðan og gíraði mig upp. strengdi púlsmælinum á mig og stillti mp3 spilarann í botn með silverspun pickups á fóninum. Kallinn reddý. Opna hurðina og viti menn.......fokin rok og rigning. great. Mér fannst eins og ég hafði opnað dyrnar inn í fortíðina og væri staddur ca í september 2007.
lét það samt ekki aftra mér og hljóp í 14 mínútur í rigningu upp hæðirnar í hverfinu, fór frekar rólega af stað þar sem þetta var fyrsta hlaupið í nokkur ár. Mældi þetta sem 2 km á google earth. hægt en öruggt hlaup.
Sebastian var erfiður í nótt sökum kvefs. Hann fékk að sofa uppí hjá mömmu sinni fyrir vikið. ætlum að fara með hann núna og láta skrá hann inn í kerfið hjá læknamiðstöðinni hérna rétt hjá svo hann geti farið í þessar reglulegu skoðanir etc.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 21:56
skref fyrir skref
kallinn búinn að kaupa polar púlsmæli sem mælir einnig kalóríur,tíman og fleira. Keypti æfingarbolta til að nota í æfingarnar í ræktinni. Þetta er að skella á. Á morgun vakna ég klukkan 8 og ætla að hlaupa líkt og vindurinn. Allavegana þangað til að lungun falla saman og ég fell í yfirlið (ca kl 8:03)
Svo ætlum við með litla til læknis og láta aðeins kíkja á hann (meira svona til að friða mömmuna).
Ræktin í klúbbhúsinu mínu kostar einungis 30 á mánuði. Ræktin hérna við hliðina á okkur í tennisklúbbnum kostar hins vegar 95 á mánuði. Reyndar miklu miklu stærri en samt engin spurning. Svo eru líka búningsherbergin í klúbbnum mínum ótrúlega extravagant. huge sturtuhausar og einka sturtuklefar (því það er ekki venjan að spánverjar baðist fyrir framan aðra, María komst að því að íslendingar gera það hins vegar á frekar óþægilegan máta í bláa lóninu hér forðum. en það er svo önnur saga)
óvör nát
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 21:41
Allt að gerast
Við fengum bílinn í dag.....þvílíkur munur, hann er brilliant, fengum meira að segja svona parrot tæki frítt með. Það er svona handfrjálsbúnaður en ég þarf aldrei að snerta símann, síminn og tækið tengjast með bluetooth og ég þarf bara að segja teléfono til að svara og segja colgar til að leggja á. snilld.
í gær báðum við um fastlínu hjá telefonica í gegnum netið og viti menn. þeir hringdu í morgun og komu svo kl 17 og bada búmm, við komin með heimasíma.....ég sem hélt að ég væri staddur á spáni. Þarna fengu þeir stig fyrir skilvirkni og hraða þjónustu. Erum líka komin með spænska gemsa, okkur var úthlutað random númerum sem eru svo kúl að ég bara á ekki orð. Ég bara verð að deila því með ykkur. Sir í síma 65-65-95-65-9 og maríu er nánast eins.
Sebastian er kvefaður. Hans fyrsta kvef. Hann er bara sætari fyrir vikið með sína nefmæltu rödd og auka fatnað sem mamma hans dúðar hann í sem aldrei fyrr. Bara gaman (allavega þangað til nóttin kemur, á eftir að koma í ljós hvernig hann sefur svona kvefaður)
María er að svæfa litla og ég er með friends rúllandi í bakgrunninum, þetta er allt að komast í normalt form hérna á þessu heimili. Núna eru kennitölur og skráning inní landið það eina sem vantar, ekkert sem liggur á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 22:10
End of an era
Skiluðum bílaleigubílnum í dag. Það finnst mér frekar stórt skref. Núna er maður bara eins og the locals, ekkert sem bendir til þess að ég sé túristi (fyrir utan ljósa húð,skilvirkni og atvinnuleysi)
Þar sem við fáum ekki fókusinn (eða el Fókó, eins og spánverjinn kallar hann) fyrr en á morgun þá lánaði los Antonios okkur annan bílinn í einn dag. Það byrjaði ekki gæfulega því þau gömlu eru niðrí Málaga á virkum dögum og setja alltaf kerfið á í villunni þar sem bíllinn var. Okkur var úthlutað öryggisnúmeri til að taka kerfið af þegar við næðum í bílinn, en að sjálfsögðu voru þetta ekki réttu tölurnar.
Þannig að klukkan 15 í dag þegar allt hverfið svaf sína ljúfu vanaföstu síestu þá fór kerfið náttúrulega á háa séið og allir hundarnir í hverfinu tóku undir. nice. way to suck up to the in-laws.
Við hringdum í þann gamla og ekkert svar. þá hringdum við í hinn antonio og hann gaf okkur upp réttu númerin. málið leyst.
Náði svo síðar að taka smá æfingu uppí La Cala. Fyrir mér er einfaldlega ekkert, ekkert sem ég vildi annað vera að gera en að æfa golf með góða tónlist í eyra og grænt gras undir fót.
Livin the dream baby.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 22:17
Haus Rass
í gær fórum við á löggustöðina til að fá kennitölu fyrir mig og Sebastian og endurnýja hennar Maríu. SÆLL.....við þurftum að fara í röð til að tala við kall sem hefur það hlutverk að segja fólki að koma aftur eftir ca 10 daga (við fengum 28.des) til að fara í aðra röð til að fá númer. Svo verða númerin afgreidd í réttri röð og okkar mál fær afgreiðslu. Hver þorir að veðja að okkur vanti einhver gögn þegar loksins kemur að okkur og allt ferlið byrjar uppá nýtt.
Svo fórum við í Ford umboðið og völdum okkur eitt stykki Focus 1.8 2006 115 hö dísel ekinn 15þ grár. Til að halda uppá það fórum við í verslunarmiðstöðina Miramar að chilla og kaupa matvörur. Það var nokkuð mikið af fólki eins og venjulega og hljóð barst ekkert sérlega vel. Það var á þeim tímapunkti sem María stakk uppá því að kíkja í HAUS RASS. hmmmm....ég hugsaði það í ca 5 sekúndur en var ekki að ná þessu.
María: viltu kíkja í Haus rass
SIR: Haus e....what now
María: HAUS RASS (orðin frekar pirruð)
SIR:hvað meinaru, eigum við að fara í haus og rass uuuuu þú fyrst.
Þá rann það upp fyrir mér að á dagskránni var að fara í dótabúð á eftir miramar og þegar ég fattaði það þá brá mörgum spánverjanum inní miramar, því ég gjörsamlega missti mig af hlátri. Hef sjaldan hlegið jafn innilega í verslunarmiðstöð fyrir framan alla.
María átti að sjálfsögðu við hina annars ágætu verslun Toys R Us sem ég skil alveg að geti verið erfitt að bera fram fyrir sæta spánverjann sem er að reyna sitt besta í að tala íslensku fyrir framan strákinn sinn.
E.s. ég er officíallí orðinn meðlimur í La Cala Resort. www.lacala.com
allt á réttri leið. get ekki beðið eftir að ljúka þessu aðlögunarferli og fara að æfa sistematískt af krafti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar