1.1.2010 | 12:52
Sigursteinsson
Sebas dansaði fína línu í gær. Hann var á mörkunum með að fíla þessa flugelda eður ei. Á endanum tók hann þá í sátt eftir pínku skeifu. Ekkert væl, bara smá skeifu.
Svo fékk hann ekki nóg. Hann vildi meina að þarna væru sjóræningjar að verki.
Við vorum upp á hól inní Garðabæ þar sem við sáum öll sveitafélögin skjóta upp. Vorum mætt korter í 24 og nutum útsýnisins.
Það var traettur lítill sebas sem sofnaði mér við hlið skömmu eftir það. Öllu jöfnu hamast hann í hárinu á mér þegar hann er að detta inn í draumaheiminn. Núna var hann grafkyrr með opin augun, hlustandi á flugeldana. Smátt og smátt urðu augnalokin þyngri og þyngri og hann sveif á vit ævintýra.
Hann rumskaði svo ekki fyrr en kl 11 í morgun. Skælbrosandi og samkjaftaði ekki um þessa klikkuðu sjóræningja sem voru með fluueddana og ragjéttunar, hávaðann og ljósin í gær.
Árið hefði ekki getað byrjað betur
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.