18.12.2009 | 18:25
Plokkari og þruma
Við pungarnir stöldruðum stutt við í leikjum í þetta sinn. Við skelltum okkur út í labbitúr. Hann á þríhjólinu og ég á tveim jafnfljótum. Við löbbuðum um hverfið . Hann heimtaði að fara inn í fiskbúðina og kaupa fisk.
Ég lét stelpuna sletta smá plokkfisk í dall. Sebastian var ekki ánægður með það fyrst því fiskur fyrir honum er með sporð og slíkt. Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri líka fiskur og henti svo rúgbrauði með í samningaviðræðuna og hann varð loks sáttur.
Núna japlar hann á þessu yfir einhverjum viðbjóði í sjónvarpinu sem á að heita barnaefni. Eitthvað í sambandi við Tótu trúð eða whatever. Mjög frumstætt. En svínvirkar.
Pétur,Bjarni,Óskar,
í mér heyrist druna.
Á seðlinum mínum var
Plokkari og þruma
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.