Leita í fréttum mbl.is

,,Ég vaska þá bara upp"

Mamma er ein margslungnasta manneskja sem ég þekki. Hún er svo mikill refur. Virðist vera voða saklaus á yfirborðinu en er með allt á hreinu og fær oftast sínu framgengt.

Fræg er orðin setningin hennar ,,ég vaska þá bara upp", sögð með titrandi augnhvarm og angurværum rómi.

Með því að segja þetta fann maður ávallt til sektarkenndar og rauk til handa og fóta og vaskaði helvítis draslið upp.

Svo man ég eftir því að á þeim tíma sem maður var unglingur þá var mikilvægt fyrir foreldrana að taka ,,the talk" um kynlíf og slíkt. Nú til dags held ég að unglingar séu svo vel upplýstir að þetta talk sé óþarft, eða hvað? kemst að því seinna með Sebas.

Þetta var náttúrulega eitt það sem maður forðaðist hvað mest. Nánast sem heitan eldinn. Að þurfa að sitja undir þessu tali hjá foreldrum sínum. Gerðist bara ekki vandræðalegra.

Ég var búin að koma mér hjá þessu lengi vel. En svo kom að því að mamma náði að narra mig.

Hvernig fór mamma að þessu í mínu tilviki? Jú, hún lokkaði mig í bíltúr undir þeim formerkjum að við værum að fara að kaupa eitthvað. Svo átti ég náttúrulega enga undankomuleið, lokaður inn í bílnum, þegar mamma tók þetta ,,vangefna" tal.

Man nefnilega að allt var ,,vangefið" hjá manni þegar maður var unglingur.

ÞETTA ER VANGEFIÐ! öskraði ég örugglega og engdist um í farþegasætinu þar sem hún rúntaði um hverfið og sagði mér frá smokkum og einhverju stöffi sem ég var náttúrulega löngu búinn að kynna mér.

Man ekki hvort þetta endaði með því að ég hafi verið fróðari um þessa hluti að bíltúrnum loknum eða hvort ég hafi einfaldlega stokkið út á ferð. Síðari kosturinn finnst mér eitthvað vera aðeins líklegri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hafði vit á Því að setja barnalæsinguna á þegar ég tók mína stráka í kynfræðslubíltúrinn ;))

Móðir MARGRA margra drengja en ekki AMMA enn (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

klassíker. Örugglega þekkt trix.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 6.12.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband