6.12.2009 | 16:45
Nyko
Nyko!
Eitt sinn vorum við í bílnum og Sebas kominn á power tripp sem lýsir sér þannig að hann vill ráða hvert skal farið. allíííííí,,,papá,,,,,þangað....og slíkt.
Hann var kominn með svarið. Hann vildi bara og eingöngu fara í Ikea. Allt annað var rugl og var tilbúinn til að berjast til síðasta blóðdropa. Grátandi.
Þá datt mér í hug að afvegaleiða hann með því að segja honum að það væri miklu skynsamlegra að fara í aðra búð. Hún væri í vesturbænum og héti NYKO. Mjög spennandi búð með allskonar stöffi.
Þetta gerði ég svona rétt til að bjarga því að þurfa ekki að fara í Garðabæinn eða hafa grátandi power tripp barn í aftursætinu. Sem er allt í lagi....bara böggandi. Maður reynir oft að lágmarka allt bögg.
Svo náði ég rétt að afvegaleiða hann þegar loks kom svo að því að fara bara actually heim eins og planið var ávallt hjá mér.
Mission accomplished!
Þetta var fyrir þrem vikum.
Heyrðu! hann er ENN að tala um að fara í NYKO. Hann skilur ekkert í þessu í raun. Hvað taki svona langan tíma!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.