4.12.2009 | 18:33
kringur
Hef fengið áhugaverðar heimsóknir á síðustu tveim dögum. Í gær komu vottar jeeeehóvar og kynntu okkur fyrir kærleik. Eða reyndu það.
Ég kom með gítarinn til dyra í vinstri hendinni og sebas í hægri. Þær höfðu þetta bara stutt og réttu mér bara bækling. Málið dautt. Ég bauð þeim að koma inn ganginn til að bögga hina í húsinu. Þær tóku því.
Og nú rétt í þessu komu tveir KR hnokkar að betla pening eins og sannir kr-ingar. Þeir voru eitthvað stressaðir greyin þannig að ég létti á þeim með smá custom made húmor (sem gerði þá bara enn stressaðari).
Þeir sögðust fyrst vilja gjafapappír! ég bara...what!....viljið ÞIÐ að ÉG gefi ykkur gjafapappír? nei, uuuuu....við ætlum að gefa ÞÉR gjafapappír.
Ég bara.....GEFA MÉR!
Þá rönkuðu þeir loks við sér og sögðust vera að selja pappír til styrktar kr. Ég sagðist vera Valsari og henti þeim út.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 153580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.