3.12.2009 | 09:45
Keine Cannonball Melodien Sir Mixalot
Inn er komið nýtt mix frá Sir Mixalot. Ákvað að taka smá forskot á sæluna og henda inn hressu föstudagslagi. Ekki seinna vænna því ég þekki fólk sem fær sér í tánna á fimmtudagskvöldum líka.
Þetta er keine melodien með Cannonball(breeders)ívafi.
Ég fíla sérstaklega þýska teknó hlutann. En cannonball kemur sterkt inn.
Síðara break up-ið í keine melodien er töff, því fylgir líka lítill rappari sem syngur, "I wish I was a little bit taller ya´ll" sem Pétur misskildi og hélt að væri, "I wish I was a metallica".
Sem er skrýtið því ég hefði haldið að einmitt Pétur kynni að meta að verða smá stærri en hann er.
ALLS ekki missa af þessu mixi ef þú vilt öskra af gleði og missa þig í spasma kasti á gólfinu sökum vellíðan og almenns hressleika.
!Hlustist á hæsta styrkleika!
update! gleymdi að minnast á að þetta lag er að sjálfsögðu að finna í djúkboxinu hér á hægri hönd. Efsta lagið.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var ekki misskilningur, heldur mín túlkun, enda segi ég enn Metalliica þrátt fyrir endalaust ábendingar.
Svipað og áhorfendurnir í FIFA98 sögðu
LATVIA, LATVIA, LATVIA....það
Pétur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 10:13
...það er mín túlkun.
Pétur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 10:13
ég er ánægður með að þú fannst þig knúinn til að setja þetta mikilvæga komment í tvo hluta.
En til að svara þessu þá vissi ég þetta nú alveg. Maður verður bara að kreista smá comic relief út fyrir leikmanninn sjáðu. Svo vildi ég bara koma á framfæri hve lítill þú værir.
ps. þú gleymdir bakpokanum þínum í bílnum mínum(þínum)
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 3.12.2009 kl. 10:24
There are only two George Costanza's only two ...
Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 19:00
Pedro Costanza?
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 3.12.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.