28.11.2009 | 00:02
New Keith Moon
Dios Mio!
Við fórum sem sagt á New moon sem er vampírumyndin þarna fræga. Þetta var fyrsta kvöldið og fyrsta sýning. Við fórum fyrst á Ruby´s þar sem ég fékk mér Chicken Alfredos Pasta sem var unaðslegt.
Við vorum mætt allt of snemma......eða hvað! Myndin byrjaði kl 20 og við mætt kl 19:15. Það var núþegar komin biðröð. Ég iðaði í skinninu útaf biðraðir eru ekki my thing.
En bíddu..... í biðröðinni voru ekkert nema goth dvergar! NHA!
hold the phone!.....ekki svo mikið goth dvergar heldur meira svona litlar grunnskólastelpur með wannabe goth lúkkið upp á tíu.
Þetta var ógéðslega fyndið. Þær og svo við, mætt 45 mín fyrr.
Talandi um die hard fans.
Við tókum mynd af fáránleikanum og allt.
Myndin sjálf var góð. Frábær tónlist, worldclass. Þarna er að finna Thom York með fáránlega flott entrance á einni senunni. Editors, The Killers, Bon Iver, Death cab for cutie og fleiri.
Þetta er að sjálfsögðu bara táningamynd og margir frasar sem endurspegluðu það. En það kom mér á óvart hve leikararnir komust vel frá hlutverkum sínum. Stelpan lék ógó vel[skrifar sigursteinn og bætir smá glimmeri á vinstri kinnina sína að hætti unglingsstelpna].
Mjög kúl senur. Allt í allt frábær skemmtun og sérstaklega í föruneyti með þessum skrækjandi táningsstelpum sem indeed öskruðu þegar rippaðir hönkar rifu sig úr að ofan og skríktu þegar aðalparið kysstist og slíkt.
Ógó stuð.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.