24.11.2009 | 16:24
Stjörnustælar
Fór uppí Saga Film og fór í audition fyrir skrifstofublók statista. Það var ógeðslega gaman. Labbaði þarna inn og móttökustelpan brosti sínu breiðasta til mín og horfði á mig allan tíman á meðan hún hringdi í casting konuna. Hún sagði;
,,hann er kominn"
Ég bara VÓ! mér leið instantlí eins og stórstjörnu.
Svo batnaði það ekki þegar mér var sagt að fara niður hringstigann. Ég labbaði þar niður en þar sem ég var hálfnaður, byrjuðu um fimm stelpur að horfa á mig þar sem þær sátu saman við eitt borðið, alveg þangað til að ég komst niður stigann. Þá brostu þær og ein sagði með hálf histerískum hlátri:
,,Ó, ég hélt að þú værir annar"
,,djöfull er ég friggin með'etta" hugsaði ég og sleikti hægri hlið hársins aftur með hægri hendinni svona rétt til að púlla the signature move of a movie star[ekki ósvipað move og the secret handshake leynifélaga].
Svo kom ein kona og tók loks á móti mér og vísaði mér inní bakherbergi þar sem var stóll,borð,mappa með skjölum, myndavél, vídeóvél og ljóskastari.
Við spjölluðum fyrst um þennan nýja þátt sem þau eru að fara framleiða og svo fékk ég senu til að leika. Ég átti að setjast í stólinn og blaða í gegnum bunkann á borðinu, bjóða svo yfirmanni mínum góðan daginn og láta hann vita að Angantýr Thorlacius væri kominn. Og svo myndum við spinna rest.
Fyrsta taka: Ég hlunka mér í stólinn. Skelf sem hrísla á höndunum með blöðin fljúgandi útum allt. Hún býður góðan daginn. Ég stari beint í vélina og frýs!............tik tak...tik tak.......Segi ekkert...þar sem ég var að pæla hvort ég ætti að horfa á hana eða í vélina. Hún segir þá....,, var ekki eitthvað sem þú vildir segja mér?" Ég hrekk til og bauna frasanum út, bæði með fáránlega skrækum róm og svo leifturhratt að myndavélin náði því örugglega ekki á filmu.
Epic Fail
Taka tvö:Sama, nema ég bara sit casually og blaða í gegnum blaðabunkann. Hún býður góðan daginn og ég svara því rólega. Segi svo:
,,heyrðu, nokkur skilaboð, Hann Logi hringdi og vildi láta vita að hann yrði of seinn á 11 fundinn. Svo er Angantýr Thorlacius mættur og ég vísaði honum bara beint inn."
[kallinn aðeins að bæta við handritið eins og sönn stjarna]
hún segir ,,bíddu, vísaðiru honum inn?", ,,já, átti ég ekki að gera það?" segi ég og púlla ÚPS svipinn.
Svo spinnum við eitthvað meira og allt gékk vel.
Var bara mjög ánægður með töku tvö, og hún líka.
Hún tók svo nokkrar myndir(örugglega í einkasafnið) og sagðist hringja á morgun ef leikstjórinn vildi fá mig og mitt lúkk.
Það væri gaman að taka þátt í þessu, verða bara 8 langir dagar sagði hún. En er svo sem ekkert að hrynja af spenningi. Gæti kannski orðið bögg því capacent hringdi í dag til að spurja mig hvort einhver vinna mætti hringja í mig og boða mig í viðtal.
hmmmm....vega og meta...ólaunað statista starf eða borgað alvöru starf....sjáum til.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Djúkari
Af mbl.is
Íþróttir
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.