Leita í fréttum mbl.is

Rockson under way

Eins og alþjóð veit er ég byrjaður á skáldsögu sem kannski mun verða tilbúin fyrir næsta jólaflóð, eða þarnæsta. Inn um lúguna hjá okkur var að detta inn rit sem heitir bókatíðindi. Þar er að finna helstu bækur á markaðnum í dag og lýsing á þeim.

Dios mio hvílík leiðindi. Ég er samt hæst ánægður með hve úrvalið er viðbjóðslega lítið og lélegt hérna á Íslandi. Betra fyrir mig sem tilvonandi útgefanda.

Þetta eru allt formúlubækur og wannabe arnaldar/danBrown. Með eitthvað löggugengi, helst einn aðalkall, einn kómík relief kall og eina konu, að leysa morðgátu. Bókunum er oftast lýst sem drungalegum morðráðgátum síðla kvölds á kalda íslandi.

...ooooog við grípum inní lýsingu á random bókum;

...Í snyrtilegri íbúð í Reykjavík finnst fáklæddur maður liggjandi í blóði sínu. Óminnislyf í jakkavasa vekja grun um íll áform og vísbendingar leiða lögregluna á slóð dulins ofbeldis og hrottalegra sálarmorða....

...Einar blaðamaður fyrtist við þegar hann er sendur vestur á firði um hávetur en fyrr en varir er hann kominn á kaf í ískyggilega atburðarás sem skekur friðsælt samfélagið...

...Á skrifstofu íslenska sendiherrans í Berlín situr vafasamur viðskiptajöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum....hver átti sökótt við þennan mann? Það er lögregluliðið úr aftureldingu sem leitar hins seka.....

...Rannsóknarlögreglunni berst bréf með dularfullum vísbendingum. Jónas, lausráðinn rannsóknarmaður, er sendur í Litlu-Sandvík til að kanna málið....

Jú jú gott og vel. Það er sagt að fólk vilji oftast lesa um eitthvað sem gæti verið þeirra líf. Eitthvað nálægt þeim, tengt umhverfi og slíkt. En what the frigg men! Er enginn sem bíður uppá eitthvað skemmtilegt?

Það er klárlega komið að Sigursteins Þætti Rúnarssyni. Eða Rockson eða Indriði Arnalds....ekki búinn að ákveða pseudo nafnið sem ég kem fram undir.

Ég myndi ekki nenna að skrifa um svona stöff eins og 90% af höfundum á Íslandi gera. Ég get lofað því að þetta verður ekki drungaleg bók, án allra Erlenda og án leiðindaformúlu. Er reyndar kominn stutt á veg með plottið enda nýbyrjaður en þetta stefnir í multiplatinum bestseller starring annað hvort Josh Hartnett eða einhverjum hávöxnum myndarlegum karlmanni....tillögur?

ps. ég er ekki að segja að ég hafi ekki legið slefandi yfir dan brown og slíkt. Ég fíla alveg my occasional formúlu bækur don´t get me wrong. Var bara að hneykslast yfir ófjölbreytninni á íslenskum markaði, that´s all.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm hávaxinn, myndarlegur karlmaður. Jónsson uppfyllir tvö skilyrði af þremur!

Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Enda lauslega byggt á honum. Mikill efniviður að vinna úr sjáðu. Aldrei að vita að maður hendi inn fleiri karakterum úr mínu nánasta umhverfi, en þá verða menn að skara fram úr og vera sérlundaðir.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 20.11.2009 kl. 12:03

3 identicon

Rockson var nú aldrei formlega undirritað þanngi það bíður betri tíma.

Mio mio hvað þetta var löng og ólesanleg færsla.

Pétur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:48

4 identicon

btw hávaxinn og myndarlegur, aðeins einn sem kemur til greina, Jimmy Nail aka Spender.

Crocodile shooooes!!

Pétur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

enda beið ég bara eftir kommenti frá þér varðandi Rockson. Löng var færslan en samt vel uppbyggð. Menn með þína adt sjúkdóma ættu náttla bara að fá fálkaorðu við það eitt að geta skrifað svona langt komment.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 20.11.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband