18.11.2009 | 09:25
Stórmynd
Fórum í bíó í gærkvöldi öllum að óvörum, ekki síst okkur. Skildum punginn eftir í Garðabæ. Sáum 2012 og hún er góð stórmynd. Svona ekta sem maður verður að sjá í bíó. Það er alltaf eitthvað sem hreyfir við mér að sjá endalok mannkynsins. Það skapast nokkurs konar samhugur og fólk horfir öðruvísi á þig þar sem maður stendur þarna í biðröð til að kaupa drasl til að skúffa í andlitið.
John Cusack deyr í endan......djók, en það er mikið drama(in a good way). Áhrifamesta senan er sennilega þegar menn átta sig á því að "The end of days"[hugsar sigursteinn með Swartzenegger röddinni sinni] er að verða að veruleika og svarti píanistinn talar við strákinn sinn. Þá munaði litlu að ég beygði af.
John Cusack heldur áfram að vera bara John Cusack með sínum minimaliska leik. Hann er góður í því. Lítil svipbrigði og fátt sem kemur honum í opna skjöldu.
Það var helvíti gott þegar þau hlupu til að redda sér stórri flugvél til að komast til Kína. Þau sjá Antonov vélina massívu og strákurinn segir, "wow, that´s a big plane", og stóri stolti rússinn segir svo um mann hríslast kaldur hrollur, "IT´S RUSSIAN". Ég tók fagn á þetta. Hrópaði upp yfir mig ,,JEEEEEE" og air lamdi loftið. Fólk snéri höfðum. Ekki allir að fíla þessa senu jafn mikið og ég. Kemur ekki nógu svalt út þarna í youtube clippinu hér að neðan, en engu að síður.
Svo þegar myndin var búin tók ég allan pakkan á þetta. Sami pakki og tekin var þegar maður var ungur og sá Karate kid og rocky. Í staðin fyrir að berja systur mínar og slíkt, þá sá ég um að koma mér og Maríu sem fljótast út úr bíóinu á undan öllum. Ímyndaði mér að allt væri að farast fyrir aftan mig. María horfði nett pirruð á mig.
Við vippuðum okkur inn í bílinn og í laugarásbíó skapast alltaf svo mikið bíla öngþveiti, sem var akkurat sem ég þurfti til að halda áfram með þessa ímyndunarveiki. Ég prjónaði mig í gegnum bílana og kom okkur út á vegin, rétt í þann mund sem jörðin hrundi fyrir aftan okkur. (María orðin meira pirruð)
Svo setti María mér stólin fyrir dyrnar þegar ég þaut áfram inn í Garðabæ á 110km hraða en ætlaði að þykjustuni snarhemla til að stoppa og hjálpa bílnum sem var útí vegarkanti með sprungið dekk. Því skv. boðskapi myndarinnar átti maður aldrei að skilja neinn eftir.
Þar sem Maríu líkaði það ekkert of vel, þá tónaði ég mig aðeins niður en stóðst þó ekki mátið og skrúfaði niður rúðuna og hrópaði ,,BJARGI SÉR HVER SEM BEST GETUR!!!!!"
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.