14.11.2009 | 14:49
Bamboozel Chick
Fór til Péturs í gærkveldi. Við tveir spiluðum á spil nánast allt kvöldið. Hann kenndi mér nýtt spil sem heitir Chick. Það er fáránlegt.
Ef þið munið eftir friends þættinum þar sem Joey átti að vera þáttarstjórnandi í nýjum leik sem hét Bamboozel, þá var þetta svipað dæmi.
Ég hélt að Pétur væri að fokka í mér þar sem hann útskýrði þetta spil fyrir mér. Og svo voru alltaf að bætast við nýjar reglur eftir því sem tíminn leið. Mjög grunsamlegt.
Eins og allt í einu þá mátti hann draga eitt spil OG sjá það og velja hvort hann vildi það eður ei.
Hér er heiðarleg tilraun til að útsýra Chick (bamboozel):
Fyrst tvær umferðir með keppni um bestu hendi, svo ein umferð þar sem menn leggja niður spil og reyna að vinna slagi með spilum úr fyrri umferðum.
Fyrsta umferð.
Þú færð 5 spil, með það að markmiði að gera einhverja hendi úr því svipað og í póker (par,tvö pör,þrennu o.s.frv.). Þú mátt strax henda eins mörgum af þessum 5 út og fá ný til að reyna eltast við að gera eitthvað úr þessum spilum.
Ok, þú skiptir kannski út 3 spilum, dregur ný og ert þá með 5 spil á hendi og kannski með sexu par.
Segjum að hinn hafi gefið, þá átt þú að segja:,, ég er með par". Ef hinn er ekki með neitt þá verður hinn að segja, ,,já, þú ert með það" og þú færð 1 stig fyrir þetta par(tvö stig fyrir tvö pör, 3 fyrir þrennu o.s.frv.). Ef hinn er kannski með betra, þá fær hann einhver stig eftir því og þú ekkert. Ef báðir með par fær hærra parið stigið.
Ok, þú varst með sexu par og hann ekkert. Þú ert kominn með eitt stig.
Önnur umferð.
Þá máttu skipta aftur út spilum til að gera einhverja hendi. Taka ber fram að menn reyna að fá sem hæst spil til að vera sem sterkastir í þriðju og loka umferðinni.
Segjum að þú sért með drollu, gosa, tíu og sexu par. Þrátt fyrir að vera með par þá myndiru skipta út sexunum pottþétt og tíunni. Jafnvel gosanum. Allt til að vera með sem hæstu hendi.
Þú skiptir fjórum og heldur drollunni. Færð drollu par og rest sæmó spil. Þú segist þá vera með par, en hann er með þrennu skyndilega. Þrjú stig fyrir hann. Moðerfokker.
Staðan 1-3 fyrir honum og nú hefst aðaldæmið.
Þriðja umferð.
Leggið spilin út til skiptis, það eina sem skiptir máli er að vinna fimmta og síðasta slaginn. Þú leggur fyrst út og hann reynir að vera með hærra spil í sömu sort. Ef hann er með hærra í sömu sort þá fær hann réttinn til að gefa út á undan. Ef þú vinnur fimmta slaginn þá færðu 5 stig. Hann fær samt 3 stig í viðbót fyrir þrennuna.
Staðan er þá (1+5) á móti (3+3). Þetta er uppí 53.
Ef menn vinna síðasta slaginn með tvisti þá færðu 10 stig í stað 5. Þegar þú kemst yfir 15 stig máttu hrópa chick og þá þarftu að vinna ALLA fimm slagina annars taparu 15 stigum. En vinnur 15 ef það gengur upp. Riskí.
Þegar þú kemst yfir 45 stig þá máttu ekki lengur skipta út spilum. Erfitt.
Þegar þú skiptir bara einu spili máttu hrópa, ,,skipti einu og sjá það". Þá færðu að sjá spilið og ákveða hvort þú viljir það. Ef ekki þá dreguru annað.
Ef þú færð fernu þá máttu ráða hvort þú fáir 8 stig eða lætur alla aðra fara í 0 stig!
alls konar sérreglur í gangi.
Þetta er mjög skemmtilegt spil verð ég að segja. Eins og póker, með smá blekkingar og trash talk, en samt meira action og stöðug spenna. Svo bara safnast stigin upp, svo kallað "live scoring" skv spilamönnum þessa ágæta spils.
Mæli með þessu
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.