Leita í fréttum mbl.is

Sagan af Ingvari Helgasyni

Sit hér á verkstæði hjá vini mínum Ingvari Helgasyni. Getzinn fékk innköllun útaf einhverju drasli sem ég kann ekkert á. Enda þekktur fyrir að vita bara hvar stýrið er á bílum. Og útvarpið.

Allavega, þetta minnir mig á eina sögu frá því að ég var polli.

Golfklúbbur Blönduósar sendi sveit í Sveitakeppni unglinga hérna í Grafarholtinu árið sautjánhundruð og blómkál. Vorum sirka 12-15 ára. Í sveitinni voru Ég, Pétur, Bjössi Alberts og Ásgeir Blöndal.

Við vorum skíthræddir við allt hérna í bænum enda bara ungir sveitalúðar og sjaldan komið á malbikið. Pabbi Bjössa fór með okkur og eitt sinn eftir spileríið þá ætlaði hann að skutla okkur þangað sem við gistum.

Ég, Pétur og Geiri sögðumst ætla að hanga aðeins lengur útí grafarholti og leika okkur í vippum og púttum. Við fengum 1000 kall til að taka taxa niður í bæ þegar við værum búnir. Ótrúlegt en satt þá samþykkti Pabbi Bjössa þetta. Við vorum bara,,,,jeeeee...spennandi. Bjössi fór með pabba sínum.

Við lékum okkur smá en leiddist fljótt þófið. Vorum sem sagt með 1000 kjell í höndunum og einhver fékk þá stórkostlegu hugmynd um að vera soldið sniðugir. Labba niðrí bæ og kaupa svo bland í poka fyrir peninginn! Bulletproof plan. 1000 kjéll! það var dágóður peningur í þá tíma skal ég segja ykkur.

Við vorum þrír sveitalúðar, í einkennisklæðnaði GÓS, labbandi frá grafarholtinu alla leið inn í vesturbæinn!

Vorum held ég allir í rauðum fatnaði í stíl, hvort vesti hafi verið partur af þessu skal látið ósagt, en þetta var allavega eins hallærislegt og hugsast getur.

Við vorum komnir sirka samsíða bílasölunni Ingvar Helgason þegar okkur var ekkert farið að lítast á blikuna. Gerðum okkur ekki grein fyrir þessari vegalengd sem þetta var.

Þá heyrist í Pétri, ,,strákar! þetta er ekkert mál, við tölum bara við Ingvar Helga, pabbi þekkir hann."

Við bara ójeeee!!! Við erum hólpnir.

,,hvernig þekkir pabbi þinn Ingvar Helgason?"

,,Hann keypti einu sinni af honum bíl"

Needless to say þá var sú hugmynd veto-uð af hinum í hópnum.

Við skildum við Geira á einhverjum tímapunkti þar sem hans gististaður var sennilega í austurbænum eða eitthvað álíka. Einhvern vegin fór það þannig að Ég og Pétur héldum 1000 kallinum eftir þar sem við ætluðum að taka strætó þegar tækifæri gæfist á því.

Við sáum einn slíkan er hann var að leggja í hann frá einu biðskýlinu. Við hlupum á eftir honum svona hálfpartinn í gríni, eins og í bíómyndunum. Hlæjandi. Stætóinn var kominn einhverja 100mtr eða svo þegar hann snarstoppar. Og hleypir okkur inn. Við bjuggumst nú ekkert sérstaklega við því. Strætóstjórinn sagðist bara hafa séð eitthvað rautt fyrir aftan sig baðandi út öllum öngum.

Okei fínt. En svo vildi skemmtilega til að ég hafði einn skiptimiða í vasanum frá deginum áður. Við kunnum ekkert á þetta. Vorum báðir grænir og blautir á bakvið eyrun. Pétur otaði mér áfram upp tröppurnar og sagði mér að spurja.

,,get ég fengið skiptimiða?" muldraði ég útum hálflokuð munnvik, að skíta á míg úr hræðslu.

,,fyrir annan skiptimiða!!!!" sagði stærtóstjórinn, bæði pirraður og undrandi á svip.

Hann var ekkert sérstaklega sáttur með þessa rauðklæddu lúða á þessum tímapunkti.

Þá hrópar Pétur yfir allan vagninn: ,,GÓÐUR SIGGI" eins og HANN vissi eitthvað betur. 

anyways, við komust loks á leiðarenda eftir ég veit ekki hvað langan tíma. Svo keyptum ég og Pétur okkur bland í poka fyrir peninginn. Geiri varð brjálaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband