12.11.2009 | 09:02
Hinn hraði heimur færibanda
Sá ,,stúlkan sem lék sér að eldinum" eftir Stig Larsson í gærkveldi. Það er sama sagan með þessa mynd eins og þá fyrstu. Fín mynd en hefði átt að vera tvær myndir. Þessar þrjár bækur eru í raun 6 góðar myndir, ef við lítum bara á söguna og það sem í henni er. En til að gera þetta markaðsvænt þá þarf þetta víst að vera eigi lengra en þrjár myndir, svo segir hin heilaga ritning þrílógíunnar. Spurjið bara matrix og LOTR.
Fyrir vikið var aldrei nein stund í myndinni til að byggja neinar senur upp. Aldrei neitt build up. Það var bara vaðið úr einu í annað.
Svipað og ef ég myndi kötta 15 lög upp, taka viðlögin og skeyta þeim saman í eitt 4 mín lag. Þá vantar brúnna sem leiðir inn í viðlagið og svo svölu break off mómentin sem gefa laginu karakter.
Blomkvist var frábærlega túlkaður sem fyrr en Salander er aftur alltof nice og brothætt miðað við bækurnar. Þeir halda bara sömu línu og fyrsta myndin, sem er þó fine.
Aðal beefið sem ég á við myndina er senan þegar hún er máluð. Hefði getað verið stórkostleg sena. Drungaleg og virkilega getað málað scary mynd af Salander. En nei, hún var þurr og léttleikandi. Meira að segja með syngjandi fuglum í bakgrunninum!
En hey, þó ég taki það neikvæða hér fyrir þá breytir það því ekki að þetta er massa skemmtun og ég get ekki beðið eftir síðustu myndinni. Sem hlýtur að fara detta í bíó.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hætti að lesa við LOTR en þær voru mjög langar og vandaðar þannig að fjöldin er varla vandamálið, kannski frekar gæðin segirðu?
Pétur (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 11:43
Peter Jackson klippti efnið niður eins og brjálæðingur en myndirnar voru samt 11klst og 23 mín!
Þessar tvær myndir frá Stig eru 4klst og 32 mín. Og verða líklega ekki meira en 6klst og 50mín þegar sú þriðja bætist við.
Þarna sérðu muninn á þessum þrílógíum. Nafni þinn gaf sér nánast helmingi lengri tíma til að koma plottinu frá sér á hvíta tjaldið. Og myndirnar eru meistaraverk fyrir vikið.
Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri alveg til í að sitja fleiri mínútur yfir þessari millenium trílógíu og fá ítarlegri myndir og betra stöff fyrir vikið.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 12.11.2009 kl. 12:24
Bransinn
Pétur (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.