Leita í fréttum mbl.is

Coopersville 3000

Tókum fitness tíma á æfingunni í kvöld hjá Gkg. Byrjuðum á armbeygjum, eins margar í röð án þess að hvíla. Metið mitt var 12 en kjeppinn tók 19 stykki. Personal best. Mjög ánægður með það. Vildi ekkert fara ofar því þá hefði ég dottið inn í þyngri flokk sko. Byrjað þá í einhverjum massa reppum. Fell núna bara í sama flokk og ég upphaflega datt í, núna er ég bara við efri mörk í stað neðri marka.

Svo tókum við plankann. Olnbogar og tær snerta gólfið og reyna halda þeirri stöðu eins lengi og maður getur. Danska landsliðið mældist með tímann 12 mín og eitthvað. Kjeppinn tók 1 mín og 10 sek. Ehem, ekkert sérstaklega stoltur af því, en okey, þá er bara svigrúm til bætinga.

Svo var Coopers testið snýtt úr annari nösinni. Hljóp 2390 skv Úlfari en ég fór nú nær 2400 skv köldu mati kjeppans. Það var nú bara slumpað á þetta og kannski skiptir ekki öllu máli. En þessir tíu metrar þýða að í aldurshópi 20-29 þá vantaði 10 metra upp á að ég væri yfir meðallagi. Sætti mig við að vera í average hópnum, það er bara fínt, því þá mun ég pottþétt fara upp um flokk næst. En skv 30-39 ára flokknum(vantar 20 daga uppá að ég falli í þann flokk) þá var ég vel inn í yfir meðallagi hópnum.

Mjög ánægður með hlaupið.

Þetta er ákveðin kúnst. Að fara á réttum hraða það er. Úlli sat og tók tímann á þessum 380mtr hring. Ég fékk fyrst tíman 1,40 svo 3,30, var bara góður á því. Hvað gerist svo. Haldiði ekki að mér sé litið aftur fyrir mig og ég sjái friggin STIGAMEISTARANN koma fyrir aftan mig á þéttingsfastri siglingu. Kvikindið að hringa mig eftir um 5 hringi!

oooog við grípum inní samtalið milli okkar eftir hringinn....

...,,ég saxaði á þig alla hringina jafnt og þétt. Átti bara um 100 mtr eftir í þig þegar bilið hætti skyndilega að minnka!"

Já, það var þegar ég fokkin sá hann koma á siglingu, með höfuðið í bringunni, einbeittur brotavilji gegn Íslandsmeistaranum.

Ég gaf í að sjálfsögðu, BIG mistake. Það var of mikið eftir. Tók hálfan hring á farti en þurfti svo að hægja verulega á sökum ofþreytu. Þá kom STIGAMEISTARINN aðsvífandi, ég reyndi að baða út öllum öngum og sikk sakka brautina til að hindra frammúrhlaup. Allt kom fyrir ekkert. Hann var einbeittur. Menn verða ekki stigameistarar fyrir ekki neitt.

Ég var svo búinn á því O to the M to the G. Heyrði 9.30 hjá Úlla og í móðunni sem ég sveif í fannst mér eins og ég ætti bara 30 sek eftir. Ég gaf enn í. Allt sem ég átti. Fattaði svo að þetta voru friggin 12 mínútur. Hægði aftur á.

Nálgaðist Úlla aftur og hann hvatti mig áfram og sagði 11.30 og ég spretti aftur. Djöfull var ég búinn á því þegar hann kallaði STOPP GKG.

Fínt byrjunartest, svo verður annað test í lok veturs. Að ég hélt. Nei, nei, það verður svona test Í HVERJUM FRIGGIN MÁNUÐI!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já er kallinn að verða 30 eftir tuttugu daga! Myndi skjóta á 26 ára ;)

Þetta er flott lýsing hjá þér, en gleymdir að segja frá þegar þú hékkst í peysunni minn við framúrakstri :)

Svo er bara mánuður í næsta test! þá heyrum við enn og aftur "PERSONAL BEST" 

Flottur árangur SIR, ánægður með þig ;)

Alfreð Brynjar (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

já, mér fannst ég bara sjá eitthvað þarna á öxlinni. Var bara að dusta það af.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.11.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband