10.11.2009 | 10:36
Indriði
Sit hérna á landsbókasafninu í nánast dauðaþögn. Var búinn að gleyma hve kæfandi andrúmsloftið getur verið hérna. Er nett að chilla en samt upptekinn við ákveðið verkefni.
Þar sem enga vinnu er að finna í augnablikinu (nema þessa sem ég fann og hætti í ;þ) hef ég ákveðið að nýta tíman betur og er byrjaður að skrifa skáldsögu.
Þetta er klassískt. Manneskjan getur ekki setið eirðalaus endalaust því er betra að gera eitthvað frekar en ekkert. Það fara allir í þennan pakka við svona aðstæður, sumir föndra, aðrir mála. Ég skrifa skáldsögu.
Fyrsta skrefið er bara að setjast niður með smá hugmynd og byrja að skrifa. Svona rétt til að tékka hvort maður geti actually skrifað. Ef maður getur það, þá er tímabært að gera smá beinagrind af plottinu. Ef það tekst þá er að skapa persónur og setja meira kjöt á beinagrindina. Ef það tekst þá er bara komið að því að skrifa sem brjálæðingur upp í sirka 50þ orð. Ef það tekst þá er kominn tími til að taka hvíld í nokkrar vikur, líta svo á þetta aftur og endurskrifa nokkrum sinnum og betrumbæta. Ef þetta er eitthvað áhugavert á þessum tímapunkti þá er maður kominn með 80% af skáldsögu. Fá einhvern reyndan til að fara yfir draslið, fá feedback og ljúka svo kvikindinu og gefa út. Þá er kannski liðið eitt ár eða svo og tími til kominn til að hala inn milljónir.
Er kominn með 2200 orð og strax farinn að spá í undir hvaða nafni ég á að gefa þetta meistaraverk út. Er að gæla við listamansnafnið, Indriði Andrason.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef við værum að skrifa hana saman þá væri nafnið Solid Rockson.
Pétur (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:01
Spurning hvort ég fái ekki bara Rockson lánað. Það held ég að yrði fótur um fit í Eymundsson ef fréttist að þar væri bók eftir ROCKSON til sölu. Það yrði allt vitlaust.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.11.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.