Leita í fréttum mbl.is

Sebas er snillingur

Fór í endurmats viðtal á leikskólanum hans Sebas. Ekkert neikvætt og allt jákvætt. Vanalega er hún með 1-2 neikvæða þætti um hvert barn sagði hún en Sebas er svo yndislegur að hún hafði bara gott um málið að segja.

Ég fékk blað þar sem saga hans á leikskólanum kemur fram.

oooooooog við grípum inní...

...hann var fljótur að aðlagast og hélt því stöðugt fram að pabbi væri að drekka kaffi tímunum saman[því í upphafi sögðum við að ég færi bara í smá kaffi og lét mig hverfa]. Hann var búinn að búa á Spáni með foreldrum sínum áður en hann kom og því vel talandi bæði á íslensku og spænsku. Stundum kann hann bara spænska orðið yfir hluti og bíður eftir því að við segjum það á íslensku og öfugt. Hann elskar að leika með bíla. Honum finnst gaman í listaskála að mála en finnst ekki gaman að lita, pinna og klippa[who does?]. Sebastian er með eindæmum kurteis og prúður drengur.

María fer oftast í svona viðtöl. Hún er líka svo spennt yfir öllu þessu varðandi Sebas, en því miður komst hún ekki í viðtalið. Hún sendi mér sms rétt fyrir það og bað mig um að taka það upp á gemsann. Sem ég gerði að sjálfsögðu ekki. Hún er vanalega búinn að hripa niður spurningar á A4 blað fyrir svona viðtöl.

Hún hringdi strax eftir viðtalið og spurði mig hvort ég hefði ekki örugglega spurt um þetta og hitt, sem ég klárlega gleymdi eins og alltaf. Hmmmm, kannski ÞESS VEGNA fer María alltaf í þessi viðtöl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband