5.11.2009 | 16:07
Memory Lane
Datt í hug að skella cornerstone færslum úr fortíðinni hérna inn.
Þetta er t.d. fyrsta færsla blogsins:
Út vil ek
Landfestar hafa verið leystar og boltinn farinn að rúlla.
Strákar, ég er farinn í víking.
Svo er þetta tíunda færslan sem ég gerði. Þá nýkominn út til Spánar.
....Okkur vantaði nokkra hluti í íbúðina þannig að ég var sendur á vettvang einn míns liðs um kvöldið rétt undir lokun búða.
á listanum mínum var m.a. örbylgjuofn, netkamera, snúrur og matur.
þar sem kvöldið var gengið í garð ákvað ég að fara í jakka því það er nú desember, í fyrsta sinn sem ég fer í alvöru hlýjann jakka á Spáni. Ég er því staddur í verslunarmiðstöðinni sem er pökkuð fólki rétt fyrir lokun í jakka og strax orðinn kófsveittur. Mistök númer 1.
Svo er ég náttúrulega svo gáfaður að ég rýk fyrst inní rafvöruverslunina og fjárfesti í örbylgjuofni. Þegar ég ráfa um miramar með flykkið í fanginu þá fatta ég að þarna hafði ég gert mistök númer 2, maður hefði auðvitað átt að kaupa þyngsta hlutinn síðast.
Þetta kvöldið máttu spánverjar þola það að sjá kófsveittann íslending í jakka rogast með örbylgjuofn í fanginu um hálfa verslunarmiðstöðina í leit af netkameru, snúrum og mat.
Smátt og smátt fann ég hlutina á listanum og þeir stöfluðust ofan á örbylgjuofninn því að sjálfsögðu var enginn kerra í sjónmáli. Þar sem ég vegaði salt með hlutina ofan á örbylgjuofninum rann það upp fyrir mér að ég átti aðeins eftir að kaupa einn hlut í viðbót, 5 lítra af vatni. damn.
Það var því þreyttur og sveittur víkingur í jakka sem keyrði í hlað þetta kvöldið með skottið fullt af dóti, það fékk að dúsa þar yfir nóttina þar sem minn maður vildi komast inní loftkældu íbúðina í snatri.
Þetta er svo hundraðasta færslan:
Pedro Gonzalez
Pedro á afmæli í dag.
Til Hamingju með það.
Djöfull ertu orðinn gamall, gamle ven
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.