Leita í fréttum mbl.is

bakköpp

eins og áður hefur komið fram þá tók ég bakköpp af öllum færslunum mínum síðastliðin tvö ár. Í morgun var ég búinn að pósta samtals 1655 færslur, ekki slæmt. Það gera um 2,3 færslur á dag í tvö ár.

Var að renna í gegnum þetta og leit inná nokkrar handahófskennt. Margar hilarious, aðrar ekki en flestar skrifaðar með ástríðu.

eins og þegar ég var nær dauða en lífi. Og við grípum inní færslu 10.okt 2008:

....Þetta var svo sannarlega surreal. Allt í einu hægðist á tímanum eins og við þekkjum hann og allt datt í einhverskonar Matrix gír þannig að ég gat séð ótalmarga hluti í kringum mig án þess að tapa miklum tíma. Skyndilega finn ég nokkurs konar loftbylgjur þéttast saman nálægt höfðinu mínu og ég lít aðeins við til að tékka á þessu. Þar sem ég lít til hægri þá sé ég einskonar ormagöng með hvítum depli í miðjunni þeysast í áttina að mér. Þvínæst finn ég eitthvað snerta eyrnasnepilinn minn og ég snarkippi höfðinu fram á við og lít til vinstri. Þá sé ég í rassgatið á golfkúlunni sem fyrir split sekond hótaði að myrða mig með hraða sínum og harðkjarna. Ég sá hana fljúga inn í runna tvo metra fyrir framan mig og lauk þar með atlögu hennar að viðveru minni á þessari jörð. Henni hafði mistekist ætlunarverki sínu og skammaðist sín svo mikið að hún faldi sig og fannst aldrei framar.

Svo snappaði ég úr þessum transi og áttaði mig á því hvað hafði gerst. Ég var í algjöru sjokki. Þá hafði einn bretinn (einmitt sá sem átti pening í kaupþing) slegið kúlunni sinni beint til hægri og ekki kallað nein aðvörunar orð að okkur. Fyrir það færi ég honum þakkir. Bastard.

Ég get svo svarið það. Kúlan snerti eyrnasnepilinn á mér og einn cm til eða frá hefði endað líf mitt. Þarna var ég nær dauða en lífi (þó ég hafi nú reyndar verið á lífi allan tímann) whatever......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband