4.11.2009 | 14:00
Sögur af Bó part II(loka færslan um Bó, ég lofa)
Stebbi Hilmars og Bó sitja við rokkinn í stúdíó Sýrlandi. Stebbi pantar pitsu. Björgvin er í megrun. Þegar sendillinn mætir er stebbi læstur inni við upptökur. Bó borgar. Stefán kemur fram og sér pitsuna á borðinu. ,,Gastu borgað þetta fyrir mig?" spyr hann. ,,Nei, ég var ekki með pening," segir söngvarinn grafalvarlegur. ,,En það var í lagi því sendillinn gaf mér pitsuna." Stefán er vantrúaður. ,, Hvers vegna í ósköpunum gaf hann þér pitsuna?" Björgvin horfir í augu söngvarans unga. ,, Myndir þú láta Elvis borga?"
Golli umsjónarmaður í Stúdíó Sýrlandi hittir Björgvin að máli. ,,Frábær sala á safnplötunni þinni. Komin í þrettán þúsund seld eintök." ,,Nei, tuttugu og sex þúsund," segir söngvarinn. ,,Þetta er tvöfaldur diskur."
Dagskrárstjóri Bylgjunnar situr við tölvuna á skrifstofu sinni, djúpt niðursokkinn í nýtt forrit. Barið er að dyrum. ,,Kom inn." Dyrnar opnast. Ókunnugur maður spyr hvar hann fái borgaða reikninga. ,,Þú gengur beint af augum, inn ganginn, svo til vinstri og þar finnurðu ávísanahefti með brjóst" svarar Björgvin án þess að líta upp.
Björgvin fer í hljóðfæraverslun eina sem hann hefur áður haft talsverð viðskipti við. Festir kaup á rafknúnum taktmæli með stafrænum búnaði. Fær góðan Elvisafslátt. ,,Ekkert út og restina í lögfræðing," segir sönvarinn við afgreiðslusveininn.
Tekið úr bókinni Bó og Co.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver bað þig um að hætta?
Pétur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:13
tja, orðið soldið einhæft kannski. Hélt að fólk myndi jafnvel fá leið á þessu.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 4.11.2009 kl. 17:17
ekki ég
Pétur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.