24.10.2009 | 17:00
Sveitaballa strategía litla mannsins
Í gamla daga þegar ég og félagar vorum enn blautir á bakvið eyrun fórum við oft á sveitaböll. Enda Frá Blönduósi, hápunkti siðmenningunnar.
Á svona alvöru sveitaböllum, ekki svona lame ass shittí skítamórals böllum eins og krakkarnir á mölinni voru vön, var tekið á því. Það voru meiri líkur en ekki að lenda í slagsmálum, eða allavega að horfa og hvetja áfram.
Þarna var farið inn á staðinn með fulla vínflösku í einni og ef þú varst heppin, koma út með eitt stykki tjéllingu í hinni. Menn með fullar bokkur í hendi, ráfandi um.....asking for trouble.
Menn lifðu hátt og fóru mikinn.
Í seinni tíð, eru allir orðnir veraldarvanir og fluttir á mölina. Ekki fyrr en nú eru hernaðarleyndarmál uppljóstruð um hvað virkilega fór fram á svona sveitaballa vettvangi.
Eitt slíkt var gert opinbert í gærkveldi.
Kemur á daginn að svona staður var ekkert grín fyrir menn undir 1.70cm á hæð. Pétur er kannski lítill, en hann er með stærsta hjarta sem ég veit um.
Hann þurfti að fara á sveitaball með þétt planaða strategíu, rétt til að lifa kvöldið af. Litlir menn voru bara traðkaðir niður ef þeir sýndu einhver veiklumerki.
Það var með þetta að leiðarljósi sem okkar maður exekjútaði þaulskipulagt plan frá fyrstu sekúndu er inn var komið.
Hann sperrti kassann út er best gat við innkomu á staðinn. Með dry vodka í einni hendi, vel upplyfta svo menn gætu séð að þarna var nagli kominn inn.
Hann horfði stíft áfram og skimaði yfir mannfólkið.
Hann kom auga á stærsta manninn þarna inni. Manninn sem mönnum stóð ógn af. Manninn sem var líklegastur til að vera aðalleikari í uppþotum kvöldsins.
Hann fór rakleiðis til ofangreinds manns, horfði í augun á honum og bauð honum upp á drykk.
Þá gat minn maður andað rólega, vitandi að hann hefði stærsta manninn á sínu bandi.
Kvöldið klárt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.