22.10.2009 | 07:25
Hjólalabbi
Fór út að hjóla í gærkveldi með Peter Gabriel og Skin á eyrunum. Sweet.
Löllaði í hægagangi niðrí miðbæ og tók nokkra rúnti þar. Still sweet.
Fann skyndilega eitthvað hrærast í maganum og ákvað eftir drykklanga stund að halda heim á leið. Not so sweet.
Hafði gúffað ónefndu nammi í mig í massavís rétt áður en ég fór út.
Það veit aldrei á gott.
Ég tók sjóleiðina heim. Grandaleiðina. Var kominn að ánanausti þegar allt stefndi í ógöngur. Þetta átti klárlega ekki eftir að halda.
Tíminn var ekki á mínu bandi.
Countdown to disaster
Mér leið eins og Jack Bauer í 24. Nema hvað ég hafði ekki þann munað að hafa 24 tíma, heldur sirka 2,4 mín til að koma mér heim á Gustavsbergið.
Ég setti í fimmta gír. EN. Ég þurfti að passa mig á því að reyna ekki of mikið á mig í leiðinni.
Ég köttaði í gegnum grandahverfin. Eftir því sem ég átti minna eftir, því meiri þrýsting fann ég.
Það er alltaf þannig einhvern vegin. Því nær sem maður er loka áfangastað því meira áríðandi verður þetta. Eða....því hraðar hleypur maður.....þið kannist við þetta.
Ég henti hjólinu inn, bankaði, því ég hafði ekki tíma í að ná í lyklana, reytti af mér fötin og rétt náði að skutla mér á setuna þegar......já......sagan endar hér.
FIN
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.