Leita í fréttum mbl.is

Húkkarinn feilar

Er að lesa ævisögu Péturs Kristjánssonar. Húkkarans. Hvar og hvernig sem er, ekki stendur á mér, ég er kominn í gamla formið. Eins og skáldið sagði.

Sæmilega áhugaverður maður en my ó my hve ílla þessi bók er skrifuð. Það er varla hægt að pára sig áfram í henni.

Það er eins og bókin sé skrifuð með það eina markmið að koma Pétri í gegnum purgatory. Hann er svo lofaður að það er fáránlegt.

Hann er bara besti maður sem uppi hefur verið skv höfundi. Gott og blessað, en hræðilega leiðigjarnt að lesa lofgjörð til lengdar.

Svo til að toppa léleg skrif þá notar hann mikið af þessu misfyndna slangri sem Pétur notaði. Grílna jakki, sjúk grimmheit og slíkt sem er mjög leiðinlegt aflestrar.

Ég hangi samt enn í þessari bók, einvörðu til að lesa um bransasögur. Manni grunaði nefnilega að Pétur hefði að geyma góðar sögur úr senunni.

Svo er líka bara ekkert annað bitastætt að lesa.

Ég nota hana sem klósettbók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband