12.10.2009 | 13:18
KjötHleifur
Mæli ekki með því að sofna með Meat Loaf á fóninum. Maður vaknar með hausverk og óþægilega þörf til að fara í kalda sturtu.
Þessi lög eru svo action packed. Mikið um að vera. Myndi sennilega tilheyra theatre rokk senunni ef ég væri sá aðili sem fyndi upp slík nöfn fyrir hið opinbera.
ákvað að kynna mér hann aðeins þar sem ég hef bara heyrt I´d do anything for love slagarann.
Þessar þrjár Bat out of hell skífur eru mjög fyndnar. Þvílíkt drama í gangi alltaf hreint. Ekki eitthvað sem ég myndi setja á fóninn án þess að hugsa mig tvisvar um. Engar skyndiákvarðanir þegar kemur að Meat Loaf takk fyrir.
En ég skil vel af hverju hann hefur selt svona marga bílfarma af Bat out of hell. Þrusu gott stöff ef þú ert í mittissíðum leðurjakka eða bara eldri en fertugt.
Ég man að þegar ofangreint lag var á hátindi frægðar sinnar þá var bara einn sem gat náð að herma eftir kjöthleifnum með ásættanlegum árangri. Ásgeir nokkur Blöndal. Hann náði honum nokkuð vel.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.