Leita í fréttum mbl.is

Potential Spoiler alert

Er búinn að lesa allar þrjár bækurnar í þrílógíunni eftir Stieg Larsson er kenndar eru við Millenium.

Þetta var frábær lesning. Þær renna núna allar saman í eina sögu fyrir mér. En það sem stendur klárlega upp úr er allt er viðkemur Salander því hún er svo skemmtilegur karakter.

Svo var það snilldin ein þegar menn voru aflífaðir í réttarsalnum, sérstaklega þegar vídeóið var sýnt. Gæsahúð.

Þegar maður lítur aftur þá finnst mér eftirtektavert að margir karlarnir í sögunni eru klæddir í mittissíða leðurjakka og gallabuxur. Gæti ekki verið meira næntís eða þá samtímafólk í rússlandi.

Mig grunar nefnilega að þessi Stieg Larsson hafi verið soldið nörd. Þá meina ég að honum finnist slíkur klæðaburður bara eðlilegur.

Svo var líka gaman að fylgjast með Blomkvist þar sem hann var svo klárlega alter ego Larsson. Geðveikt einbeittur, snilldar blaðamaður(larsson var blaðamaður) og vaðandi í kvennfólki ALL THE TIME. Engar konur stóðust hann.

Allt í allt þá gef ég þessari seríu 4 af 5. Ef við berum það við LOTR t.d. þá fær hún 4,5 af 5 hjá mér. HHGTTG fær t.d. 5 af 5 hjá mér. Svona svo þið hafið eitthvað til að bera saman við.

Myndi segja að hálf stjarna fari í súginn sökum lélegrar þýðingar. Ég meina, hver skrifar for ever með bili, gæti kannski verið fræðilega rétt en bullcrap segi ég nú bara. Svo er ólýsanlega pirrandi að sjá punkt á milli alls sem hreyfist D.V.D og T.V. og fleira í þeim dúr.

Maður lét það samt ekkert spilla ánægjunni við að lesa þetta.

Mæli með þessum bókum, þó yfirhæpaðar í hell þær séu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband