7.10.2009 | 09:28
Öskur
Ég vil benda áhugamönnum um vel útfærð öskur að kíkjá þennan bút sem ég setti í djúkarann hér á hægri hönd. Það er efsta lagið og er eftir nýju hljómsveitina Króna þar sem Biggi í maus er við stjórnvölin.
Ég hef lengi verið áhugamaður um góða öskrara. Klassísk dæmi er söngvarinn í Botnleðju, Nicolas Cage og svo söngvarinn í at the drive in.
Fleiri dæmi eru á stangli en í augnablikinu man ég þau ekki. Enlighten me.
Króna er búin að senda frá sér tvö lög, annar slagur og svo þetta lag sem heitir þinn versti óvinur. Bæði góð.
En ég er að sjálfsögðu búin að klippa þau aðeins niður að hætti Sir Mixalot(sem btw fékk viðbót við nafn sitt á dögunum sökum græðgi, Sir Mixalot who eats Pitsa-a-lot).
Í þessum lagabút er ég t.d. búinn að bæta við endinguna þar sem aðal öskrið er. Biggi, á öndverðu meiði við stefnu öskursaðdáenda, hafði bara eitt öskur af línunni ,,þú veist það". Sem var náttúrulega út í hött. Hápunktur lagsins. Þannig að ég afritaði þá línu og skeytti henni þrisvar í viðbót við lagið og út kom meistaraverk.
Soldið skrýtið að biggi skuli ekki sjá möguleika lagsins eins og ég þar sem hann er sjálfur aðdáandi öskurs. Þá vísa ég í gagnrýni hans á fimmta lagi vinsælu plötu at the drive in, relationship of command, þar sem hann sagðist ekki hætta að geta fengið gæsahúð þegar söngvarinn öskrar þar. Sirka á mín 5:30. Þið getið hlustað á það, og allt annað í heiminum, á síðunni www.grooveshark.com. Lagið heitir Invalid litter dept.
anyhú, aðdáendur vel útfærðs öskurs, njótið bútarins hér á hægri hönd. Snilldar lag.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 153556
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.