2.10.2009 | 21:29
Translated from THE swedish
Er soldið neikvæður þessa stundina og læt því eftirfarandi flakka.
Ég reyni alltaf að upplifa listina frá upprunalega listamanninum. Hvort sem það þýðir að horfa á Swartzenegger tala ódöbbaða ensku(jú, mikil list þar), alvöru tónlist leikna af alvöru hljómsveitum (versus færibanda tónlist) eða þá að lesa bækur á hinu upprunalega tungumáli höfundar.
Sem leiðir mig að því sem ég vildi segja.
Er að lesa bækur eftir Stieg Larsson sem er sænskur. Þar sem ég tala ekki sænsku þá valdi ég að lesa þær á ensku. Þar sem ég er nú bara einfaldlega vanari því tungumáli við lestur.
Þegar maður les enskuna þá bara flæðir þetta og bókin rúllar í gegn.
Núna, með þessar bækur sem þýddar eru af Reg Keeland stend ég mig að því að stama setningar tvist og bast. Sem þýðir að ég þarf að stoppa og lesa setninguna aftur. Ég kemst iðulega að því að setningin er rétt, en samt ekki eðlileg. Bókin flæðir því ekki fyrir vikið sem er miður.
Þessi þýðandi er greinilega ekki sá færasti í ensku, því þetta lyktar af því að hann sé að reyna að vera töff. Þá meina ég að það er hægt að segja nokkrar setningar þarna á mun einfaldari máta. Það er eins og hann þýði þetta og fari svo yfir og reyni að finna samheiti yfir nokkur orð í orðabók.
Þetta kallast skólabókarenska á mínum heimabæ. Svipað og textagerðin hjá Jet Black Joe forðum daga.
Mér nægir að nefna bara það fyrsta sem friggin þýðandinn segir:
"Translated from the Swedish by Reg Keeland"
...from THE swedish.
Svo segir hann T.V. í staðin fyrir bara hið venjulega TV, enda Television eitt orð síðast þegar ég tékkaði.
Kannski maður hefði bara átt að lesa íslensku útgáfuna. Samt ekki.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, já JÁ!
Ég var einmitt að klára nákvæmlega sömu bók, eftir þennan helv. Reg Keeland. Bókaútgáfan ætti að reka þennan auma þýðanda því hann kann ekki rassgat í ensku. Hvaða hálfviti stafar "jail" sem "gaol" ?!
Þar sem ég bjó nú í Svíþjóð í 3 ár kann ég a.m.k. eitthvað í sænsku og það truflaði mig gríðarlega hversu mikið angaði af beinni þýðingu úr sænsku hjá honum. Því miður er ekki mikið af sænskum bókum í Sviss, þannig að ég neyddist til að láta ensku þýðinguna nægja.
Ég skrifaði meira að segja kvörtunartölvupóst til útgáfunnar. Alger amateurháttur.
Rebekka, 3.10.2009 kl. 16:09
Reg er klárlega bara að reyna að skapa sér sérstöðu með því að henda inn orðum eins og Gaol. Pirrandi bara.
Þetta er svipað og dómarar í fótboltaleik. Þeir bestu eru þeir sem maður veit ekki af fyrr en þeir flauta af. Þeir lélegu eru þeir sem alltaf eru í sviðljósinu. Þessir athyglissjúku sem reyna að draga ljósið að sér og oftast með lélegum dómum.
Þannig er Reg. Maður á ekkert að taka eftir honum. En hann er að reyna að draga athygli að sjálfum sér með svona stælum.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 4.10.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.