28.9.2009 | 18:09
MASTER
Ég fór og gerði fleiri eintök af lyklum af íbúðinni. Falleg eintök.
Ég tók mér góðan tíma í að útskýra fyrir Maríu hvaða eintak gékk að hverju. Það er nefnilega ekki bara ein hurð sem maður fer í gegnum til að komast inn í þetta virki.
Svo var að sjálfsögðu einn MASTER
Þegar ég hafði sýnt henni hvernig fara átti að þá tókum við klukkutíma labbitúr um hverfið með Sebastian á þríhjólinu sínu.
Áður en við fórum út, spurði María í gríni hvort ég væri ekki örugglega með réttu lyklana. Ég skaut henni íllu augnaráði og vatt mér áfram á eftir Sebas sem núþegar var kominn nánast inní miðbæ sökum hraða.
Hverfið er skemmtilegt og gaman að labba þarna um. Ekki meira um það.
Það var svo skemmtilegt andrúmsloft sem skapaðist þegar ég reyndi alla lyklana í skránni og enginn gékk!
Ég fór þá að fyrri hurðinni sem við höfðum áður opnað án vandræða og lykillinn gékk sem fyrr. Ég reyndi þá lykil nr tvö í sömu skrá, HANN GÉKK LÍKA! Þriðji lykillinn er svo varalykill að öðru ónefndu húsi.
Greit!!!!
Ég hafði þá sett bæði eintökin af fyrri hurðinni á kippuna í stað eins af fyrri og eins af seinni hurðinni.
Læst úti!
Til allra lukku hafði ég skilið eftir opinn glugga bakvið útá sólpallinum.
En þá vantaði skrúfjárn. Til að losa festinguna.
Ég rændi því inní geymslu sem stóð þarna opin skammt frá.
Opnaði kvikindið og tróð Maríu inn. Hún lenti á andlitinu enda glugginn lítill og hátt uppi.
Málið dautt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.