19.9.2009 | 14:16
Jóga! never again
Eftir tímann var boðið uppá jóga. Ég hugsaði að það yrði flott fyrir golfið mar. Staðsetti mig á gólfinu og beið. Svo kom kennarinn og settist við hliðina á mér.
Allir aðrir snéru að okkur.
FOKK!
Ég var sem sagt fremst og snéri vitlaust.
Þetta voru btw 90% konur. Sem allar horfðu á mig og kennarann til skiptist. Blikkandi augunum.
Kennarinn bauð góðan daginn og ég samþykkti það aumingjalega. Hún leit þá sérstaklega á mig eins og ég hafði sagt eitthvað vitlaust.
Ég mjakaði mér aumingjalega eitthvað aðeins nær hinu fólkinu og var að sjálfsögðu sá eini sem ekki var með dýnu.
Svo tók ég fljótlega eftir því að enginn var í skóm nema ég. Ég hugsaði hve feginn ég var að vera ekki enn í friggin golfskónum eins og í fyrsta tímanum(sjá fyrri færslur um þá lífsreynslu).
Við byrjuðum eitthvað að teygja okkur í allar áttir útfrá óraunsæjum vinklum, ekki ósvipað golfsveiflunni hans Péturs. Wink wink.
Hún sagði okkur frá ýmsum stöðum eins og hundinum. Þessar stöður voru bara drullu erfiðar svona nýbúinn með boot camp æfingu frá helvíti. Svo var líka ekkert mikið verið að teygja sig eins og ég hafði haldið að kæmi sér vel fyrir golfið.
Þegar hún sagði okkur svo að fara í fokkin hundinn í tvö hundraðasta sinn þá fékk ég nóg. Fór í skónna, stóð upp og arkaði út. Þar sem ég var fremstur vakti þetta athygli.
Það voru ekki liðnar nema 15 af 60 mínútum.
Ég fór uppá efri hæðina og teygði á eins og heljarmenni og kláraði svo þær endurtekningar sem ég náði ekki að klára á boot camp æfingunni eins og sannur KARLMAÐUR.
EKKERT HELVÍTIS JÓGA FYRIR MASSANN
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.