Leita í fréttum mbl.is

BC III

Fór á æfingu í morgun og þessi var sú erfiðasta hingað til. Byrjuðum á litlum upphitunarhring og gerðum svo útiæfingar þ.a.m. að krjúpa niður og hoppa svo upp. Eftir það voru lærin á mér sem bál, ég var svo þreyttur í þeim.

Svo var okkur sagt að hlaupa annan hring nema bara stærri OG þau mundu taka tímann! 4 mín er flott, lengur en 6 mín er ekki gott.

Ég byrjaði að hlaupa en gjörsamlega gat það nánast ekki. Ég var eins og hreyfihamlaður maður eftir þessi semí froskahopp.

Ég RÉTT náði að skríða upp brekkuna þar sem þjálfarinn stóð með klukkuna og spurði um tímann. 05:45:00 HJÚKK ITTTTT.

Ég var svo glaður að hafa klárað án þess að labba,,,,bara jeeeee (í hljóði að sjálfsögðu enda gat ég ekki stunið upp orði).

Nei, nei, hún segir þá, jæja ekki eftir neinu að bíða, annan hring!

Ég bara,,,,,ERTU GEÐVEIK! hún brosti og sagði mér að hypja mér af stað.

Það var því einungis 5% siggi sem mætti inní sal þar sem, viti menn.......wait for it.......fólk var að hlaupa í hringi. Moþafokk!

Hlupum í nokkra hringi og stopp.

Djöfull var ég ánægður með að vera búinn með þetta. Þetta hlaut að verða auðveldara eftir þetta helvíti.

Nei nei. Parið ykkur fjórir saman og farið í hvíldarstöðu 1. Sú staða er eins og þegar maður tekur armbeygjur en heldur öllum líkamanum uppi, bara tær og lófar snerta gólf.

Snúið þannig í hring og haldið stöðunni, einn byrjar svo að taka eina armbeygju á meðan hinir halda stöðunni. Þannig fer þetta hringinn og svo hækkar talan. Þetta er uppí 10. KOMA SVO TAKA Á ÞVÍ!!!!

Þetta er allt svona. Livin hell.

En ég meikaði það á endanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband