16.9.2009 | 10:08
attack of the strings
þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að um lömun væri að ræða. Lömun með dass af gnístandi verkjum.
Það er klárt að daginn eftir BC er maður bara þreyttur. En tvo daga eftir BC þá fær maður strengi.
Ég hef aldrei á ævinni fengið jafn mikla og stórfenglega strengi.
Eftir að hafa barist við að koma mér á fætur og keyra krökkunum lét ég renna í bað.
Eldheitt þrumubað. Er með fimmta stigs brunasár eftir hitann. Strengirnir halda samt alveg velli. Virðist ekkert hafa áhrif á þá.
Hefði getað sofnað í baðinu nema hvað ég álpaðist til að skilja nýja muse diskinn eftir á fóninum til afheyrnar. Hann er svo vondur að ég dottaði bara og þróaði með mér myndarlegan hausverk. Hvað halda þeir að þeir séu eiginlega! ruthless ripp off af queen í gangi. Bara fáránlega augljóst.
Nýji diskurinn er sem sagt blanda af 70%Queen, 20% wannabe klassísk tónlist a la Chopin upp og niður tónstiga, 10% ágætt rokk.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvær íbúfen á morgnanna og tvær á kvöldin rétt á meðan þú ert að venjast.
Pétur (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.