11.9.2009 | 21:47
skíta á sig
Ég þekki marga sem kunna ekki að skíta almennilega á sig. Það sem ég meina með því er að þegar maður gerir eitthvað sem er síður æskilegt en samt gaman eða gott þá eru margir með of mikið samviskubit á meðan á því stendur og ná ekki að njóta þess.
Tökum sem dæmi að borða eitthvað óhollt. Panta sér pitsu eða fá sér eitthvað feitt að borða.
Margir gera ekkert annað en að pæla í því hvernig þeir ætli að losna við þetta af rassinum samstundis á meðan étið er. Fá samviskubit og njóta einfaldlega ekki matarins, eins og upprunalega var ætlast til.
Annað dæmi er að detta í það. Ekki hollt og slíkt. Fukkit mar. Bara hrynja íða og njóta þess að skemmta sér. Sumir eru endalaust með samviskubit yfir hinu og þessu, ýmist að bjórinn er svo fitandi, verð með svo mikla þynnku á morgun eða þá bara að tjellingin verði brjáluð.
Þriðja dæmið eru reykingar. Þekki nokkra sem eru á bömmer með að reykja og vilja helst ekki að neinn sjái það og svo fram eftir götunum. Aldrei í sátt með það.
Sko, ef þú ætlar að vera svo misgáfaður að reykja, gerðu það þá bara og njóttu þess á meðan. Í staðin fyrir að líða ílla með það.
Með þessu er bara verið að strika út ánægjuna af þessu "óholla" athæfi. Nokkurs konar "nullified affect" eins og það kallast á minni latínu.
Ég segi að þegar maður ætlar að skíta á sig. Gerðu það þá almennilega eða bara slepptu því. Svo skeinir maður sér bara þegar af lýkur(lesist, fer í ræktina etc...).
Það er þannig með mig að ég met einfaldlega ánægju mína meira í dag heldur en á morgun.
Today is blessed, the rest....remembered. Eins og skáldið sagði.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 153542
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.