Leita í fréttum mbl.is

Endur Skoðendur (hilarity ensues)

Ég og pungur fórum á rúntinn og höfðum um klukkutíma til að drepa þangað til náð yrði í Maríu.

Við komum m.a. við útá nesi þar sem gæsavarp mikið er áberandi og að ég held friðað pleis.

Við runnum hljóðlega að staðnum og sáum tvo aðra bíla vera fylgjast með. Svo kallaða endur skoðendur.

Ég drap á bílnum og lét hann renna uppað tjörninni til að trufla nú örugglega ekki.

Þetta vakti mikla lukku hjá Sebas, "muchos patos, papa mira los patos"

Við erum að tala um sirka fimm hundruð milljónir fugla sem þarna voru saman komnir. Allavega minnst hundrað án djóks. Mikið magn.

Eftir fimm mínútna áhorf þá gerði ég krúsjal mistök sem endurskoðenda heimurinn lítur niður á. Ég skrúfaði niður rúðuna fyrir Sebastian. Bara sona....til gamans fyrir hann.

Eitthvað gerðist því við erum að tala um fimm hundruð milljóni fugla(hundrað) sem allir, á nákvæmlega sama augnabliki, skutust upp í loftið og flugu í burt.

Ég bara....vúps.....og leit á Sebas......hann sagði "fokkin ei" (sem hann hefur greinilega pikkað upp eftir móðir sinni, ehem).

Þetta var fögur sjón. Að sjá alla þessa fugla fljúga upp samtímis.

Ekki fannst hinum bílunum þessi sjón jafn falleg.

þar sem mér varð litið á bílana sá ég hvernig þeir voru báðir að dunda sér við að myrða okkur með augnaráðinu. Mjög ósáttir.

Kannski búnir að vera þarna í nokkra klukkutíma með nesti, tóku sér spes frí í vinnunni til að fylgjast með þessum fuglum. Kemur hill billíinn með kana derhúfuna með x-ið stillt á styrk 16 og einn skæruliða í aftursætinu sem hrópaði hátt og skýrt "hola patos" útum opinn gluggann.

Púff............allar endurnar farnar suður á boginn.

Þarf greinilega að endurskoða þetta aðeins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband